Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. mars 2018 22:51 Emma González stóð á sviðinu og þagði þangað til sex mínútur og tuttugu sekúndur voru liðnar af ræðu hennar. Vísir/Getty Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. Gonzalez lifði af skotárás í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Parkland í Flórída þann 14. febrúar síðastliðinn. Margir höfðu beðið eftir ræðu González sem hefur verið áberandi í hópi þeirra nemenda sem skipulögðu gönguna og hafa kallað eftir hertri byssulöggjöf í kjölfar árásarinnar. Ræða hennar á fjöldafundi í Flórída stuttu eftir árásina vakti til að mynda athygli um heim allan þegar hún sagði öllum stjórnmálamönnum sem þiggja fé frá Samtökum skotvopnaeigenda, NRA, að skammast sín. Ræða González í dag mun eflaust einnig vera mörgum minnisstæð. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði hún í upphafi. „Á rétt rúmum sex mínútum voru 17 vinir okkar teknir frá okkur, fimmtán voru særðir og enginn í Douglas samfélaginu yrði samur á ný.“ Hún hélt áfram og sagði að klukkutímarnir sem hafi fylgt á eftir hafi verið langir, kaótískir og erfiðir þegar enginn vissi nákvæmlega hvað hefði gerst. „Enginn gat trúað að það voru lík í byggingunni sem átti eftir að bera kennsl á í meira en einn dag. Enginn vissi að þeir sem væri saknað höfðu hætt að anda löngu áður en nokkurt okkar vissi að rauð viðvörun hefði verið gefin út.“Myndi aldrei aftur heilsa á göngunum Hún sagði að enginn hefði skilið hversu miklar og alvarlegar afleiðingar árásin myndi hafa. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur með AR-15 riffil og Carmen vinkona mín myndi aldrei kvarta aftur undan píanóæfingu.“ González hélt áfram og nefndi alla skólafélaga sína á nafn sem fórust í árásinni og að þeir myndu aldrei aftur heilsa aftur á göngunum eða mæta á hafnaboltaleiki. Þegar því var lokið starði hún út í mannmergðina og þagði í um það bil fjórar mínútur. Hundruð þúsunda voru samankomin í borginni og mannfjöldinn virtist ekki viss hvernig bregðast ætti við þögninni. Einhverjir hrópuðu og klöppuðu. Eftir smá stund byrjaði fjöldinn að kalla „Aldrei aftur! Aldrei aftur!“ Emma stóð og starði, lokaði augunum um stund og grét þar til að píp heyrðist úr pontunni. „Síðan ég kom hingað eru liðnar sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði González. „Byssumaðurinn er hættur að skjóta og mun bráðum yfirgefa riffilinn sinn og blandast inn í nemendahópinn þegar þeir komast burt og hann mun ganga frjáls í klukkutíma þangað til hann er handtekinn.“ Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira
Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. Gonzalez lifði af skotárás í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Parkland í Flórída þann 14. febrúar síðastliðinn. Margir höfðu beðið eftir ræðu González sem hefur verið áberandi í hópi þeirra nemenda sem skipulögðu gönguna og hafa kallað eftir hertri byssulöggjöf í kjölfar árásarinnar. Ræða hennar á fjöldafundi í Flórída stuttu eftir árásina vakti til að mynda athygli um heim allan þegar hún sagði öllum stjórnmálamönnum sem þiggja fé frá Samtökum skotvopnaeigenda, NRA, að skammast sín. Ræða González í dag mun eflaust einnig vera mörgum minnisstæð. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði hún í upphafi. „Á rétt rúmum sex mínútum voru 17 vinir okkar teknir frá okkur, fimmtán voru særðir og enginn í Douglas samfélaginu yrði samur á ný.“ Hún hélt áfram og sagði að klukkutímarnir sem hafi fylgt á eftir hafi verið langir, kaótískir og erfiðir þegar enginn vissi nákvæmlega hvað hefði gerst. „Enginn gat trúað að það voru lík í byggingunni sem átti eftir að bera kennsl á í meira en einn dag. Enginn vissi að þeir sem væri saknað höfðu hætt að anda löngu áður en nokkurt okkar vissi að rauð viðvörun hefði verið gefin út.“Myndi aldrei aftur heilsa á göngunum Hún sagði að enginn hefði skilið hversu miklar og alvarlegar afleiðingar árásin myndi hafa. „Sex mínútur og tuttugu sekúndur með AR-15 riffil og Carmen vinkona mín myndi aldrei kvarta aftur undan píanóæfingu.“ González hélt áfram og nefndi alla skólafélaga sína á nafn sem fórust í árásinni og að þeir myndu aldrei aftur heilsa aftur á göngunum eða mæta á hafnaboltaleiki. Þegar því var lokið starði hún út í mannmergðina og þagði í um það bil fjórar mínútur. Hundruð þúsunda voru samankomin í borginni og mannfjöldinn virtist ekki viss hvernig bregðast ætti við þögninni. Einhverjir hrópuðu og klöppuðu. Eftir smá stund byrjaði fjöldinn að kalla „Aldrei aftur! Aldrei aftur!“ Emma stóð og starði, lokaði augunum um stund og grét þar til að píp heyrðist úr pontunni. „Síðan ég kom hingað eru liðnar sex mínútur og tuttugu sekúndur,“ sagði González. „Byssumaðurinn er hættur að skjóta og mun bráðum yfirgefa riffilinn sinn og blandast inn í nemendahópinn þegar þeir komast burt og hann mun ganga frjáls í klukkutíma þangað til hann er handtekinn.“
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira
Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45
Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Gengið verður frá Arnarhóli að Austurvelli. Bandarísk kona búsett á Íslandi segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. 24. mars 2018 12:15
„Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55