Strákarnir fengu þrjú mörk á sig í tapi gegn Mexíkó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2018 04:39 Mexíkó skorar hér fyrsta mark sitt í leiknum, beint úr aukaspyrnu. Vísir/Getty Ísland tapaði í nótt fyrir Mexíkó, 3-0, í fyrri æfingaleik sínum í Bandaríkjunum en leikurinn fór fram á Levi's leikvanginum í San Francisco að viðstöddum tæplega 70 þúsund áhorfendum. Þetta var fyrsti æfingaleikur ársins þar sem Heimir Hallgrímsson hefur úr öllum sínum leikmönnum að velja sem eru heilir heilsu. Marco Fabian kom Mexíkó yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 37. mínútu en Íslendingar höfðu fram að því spilað ágætlega í leiknum og fengið nokkur tækifæri til að komast yfir í leiknum. Mexíkó hafði að sama skapi skapað sér afar fá færi í leiknum. Miguel Layun skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik. Í fyrra skiptið eftir snarpa sókn þar sem lið Mexíkó refsaði fyrir mistök íslenska liðsins sem tapaði boltanum á miðjunni. Síðara markið kom svo í uppbótartíma en Layun lét þá vaða af löngu færi. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Íslands í leiknum, stóð of framarlega í eigin vítateig og missti skot Layun yfir sig. Rúnar Alex hafði fengið tækifærið í byrjunarliði Íslands en Hannes Þór Halldórsson spilaði ekki að þessu sinni. Ísland var án Gylfa Þór Sigurðssonar og Alfreðs Finnbogasonar sem eru báðir meiddir en Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði, sem hefur ekki spilað með Cardiff vegna meiðsla síðustu mánuðina, spilaði fyrri hálfleikinn. Albert Guðmundsson var einnig í byrjunarliði Íslands í dag og spilaði fyrri hálfleikinn. Viðar Örn Kjartansson leysti hann af hólmi í síðari hálfleik og hann átti besta færi Íslands þegar hann skaut í stöng þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Skömmu síðar skoraði Ísland er Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu Viðars Arnars, sem var hins vegar dæmdur rangstæður. Ísland mætir Perú á þriðjudaginn og fer leikurinn fram í New York og heldur þá liðið áfram að undirbúa sig fyrir HM sem fer fram í Rússlandi í sumar. Mörkin úr leiknum í nótt má sjá hér, á vef Rúv.Lið Íslands: Rúnar Alex Rúnarsson - Birkir Már Sævarsson, Sverrir Ingi Ingason, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson, Albert Guðmundsson.Varamenn: Hólmar Örn Eyjólfsson (46., fyrir Aron Einar) Viðar Örn Kjartansson (46., fyrir Albert) Samúel Kári Friðjónsson (46., fyrir Birki Má) Rúrik Gíslason (69., fyrir Emil) Kjartan Henry Finnbogason (81., fyrir Björn Bergmann) Theodór Elmar Bjarnason (81., fyrir Jóhann Berg) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Sjá meira
Ísland tapaði í nótt fyrir Mexíkó, 3-0, í fyrri æfingaleik sínum í Bandaríkjunum en leikurinn fór fram á Levi's leikvanginum í San Francisco að viðstöddum tæplega 70 þúsund áhorfendum. Þetta var fyrsti æfingaleikur ársins þar sem Heimir Hallgrímsson hefur úr öllum sínum leikmönnum að velja sem eru heilir heilsu. Marco Fabian kom Mexíkó yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 37. mínútu en Íslendingar höfðu fram að því spilað ágætlega í leiknum og fengið nokkur tækifæri til að komast yfir í leiknum. Mexíkó hafði að sama skapi skapað sér afar fá færi í leiknum. Miguel Layun skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik. Í fyrra skiptið eftir snarpa sókn þar sem lið Mexíkó refsaði fyrir mistök íslenska liðsins sem tapaði boltanum á miðjunni. Síðara markið kom svo í uppbótartíma en Layun lét þá vaða af löngu færi. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Íslands í leiknum, stóð of framarlega í eigin vítateig og missti skot Layun yfir sig. Rúnar Alex hafði fengið tækifærið í byrjunarliði Íslands en Hannes Þór Halldórsson spilaði ekki að þessu sinni. Ísland var án Gylfa Þór Sigurðssonar og Alfreðs Finnbogasonar sem eru báðir meiddir en Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði, sem hefur ekki spilað með Cardiff vegna meiðsla síðustu mánuðina, spilaði fyrri hálfleikinn. Albert Guðmundsson var einnig í byrjunarliði Íslands í dag og spilaði fyrri hálfleikinn. Viðar Örn Kjartansson leysti hann af hólmi í síðari hálfleik og hann átti besta færi Íslands þegar hann skaut í stöng þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Skömmu síðar skoraði Ísland er Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu Viðars Arnars, sem var hins vegar dæmdur rangstæður. Ísland mætir Perú á þriðjudaginn og fer leikurinn fram í New York og heldur þá liðið áfram að undirbúa sig fyrir HM sem fer fram í Rússlandi í sumar. Mörkin úr leiknum í nótt má sjá hér, á vef Rúv.Lið Íslands: Rúnar Alex Rúnarsson - Birkir Már Sævarsson, Sverrir Ingi Ingason, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson, Albert Guðmundsson.Varamenn: Hólmar Örn Eyjólfsson (46., fyrir Aron Einar) Viðar Örn Kjartansson (46., fyrir Albert) Samúel Kári Friðjónsson (46., fyrir Birki Má) Rúrik Gíslason (69., fyrir Emil) Kjartan Henry Finnbogason (81., fyrir Björn Bergmann) Theodór Elmar Bjarnason (81., fyrir Jóhann Berg)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Sjá meira