Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. mars 2018 19:15 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, frestaði nú upp úr klukkan 19 umræðu um frumvarp um frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um að kosningaaldur verði 16 ár. Ennþá voru ellefu manns á mælendaskrá og sagði Steingrímur því útséð um að umræðunni myndi ljúka í kvöld og innan þeirra tímamarka sem þingið hafði en það var til klukkan 20 í kvöld. „Forseti telur því rétt að láta nótt sem nemur. Umræðu um 8. dagskrármálið er frestað,“ sagði Steingrímur. Hann sleit svo fundi skömmu síðar en Alþingi er nú komið í páskafrí. Það verða því ekki greidd atkvæði um málið að svo stöddu og verður því að teljast ólíklegt að 16 og 17 ára ungmenni fái að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ýmsir vilja meina að andstæðingar frumvarpsins hafi hreinlega farið í málþóf til að hindra atkvæðagreiðslu um það en á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt það er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Sagði hún á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld að það væri ótrúlegt ástand á þinginu þar sem þar færi fram málþóf „miðaldra karla úr Sjálfstæðisflokki og Miðflokki til að koma í veg fyrir að meirihluti þings fái að kjósa með lækkun kosningaaldurs, en þetta mál er svo það sé sagt, eitt af þeim málum sem forsætisráðherra hefur sjálf flutt og þannig barist fyrir.“ Rætt var við Andrés Inga í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort um málþóf væri að ræða sagði hann umræðuna mjög einkennilega. „Þetta er allavega mjög einkennileg umræða miðað við það sem á undan er gengið. Ef maður skoðar samsetninguna á þeim sem hafa sig mest í frammi þá mætti alveg segja að afturhaldsöfl þriggja flokka hafi tekið sig til og fyllt mælendaskrána alveg hálfan daginn,“ sagði Andrés Ingi.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið. Alþingi Tengdar fréttir Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, frestaði nú upp úr klukkan 19 umræðu um frumvarp um frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um að kosningaaldur verði 16 ár. Ennþá voru ellefu manns á mælendaskrá og sagði Steingrímur því útséð um að umræðunni myndi ljúka í kvöld og innan þeirra tímamarka sem þingið hafði en það var til klukkan 20 í kvöld. „Forseti telur því rétt að láta nótt sem nemur. Umræðu um 8. dagskrármálið er frestað,“ sagði Steingrímur. Hann sleit svo fundi skömmu síðar en Alþingi er nú komið í páskafrí. Það verða því ekki greidd atkvæði um málið að svo stöddu og verður því að teljast ólíklegt að 16 og 17 ára ungmenni fái að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ýmsir vilja meina að andstæðingar frumvarpsins hafi hreinlega farið í málþóf til að hindra atkvæðagreiðslu um það en á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt það er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Sagði hún á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld að það væri ótrúlegt ástand á þinginu þar sem þar færi fram málþóf „miðaldra karla úr Sjálfstæðisflokki og Miðflokki til að koma í veg fyrir að meirihluti þings fái að kjósa með lækkun kosningaaldurs, en þetta mál er svo það sé sagt, eitt af þeim málum sem forsætisráðherra hefur sjálf flutt og þannig barist fyrir.“ Rætt var við Andrés Inga í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort um málþóf væri að ræða sagði hann umræðuna mjög einkennilega. „Þetta er allavega mjög einkennileg umræða miðað við það sem á undan er gengið. Ef maður skoðar samsetninguna á þeim sem hafa sig mest í frammi þá mætti alveg segja að afturhaldsöfl þriggja flokka hafi tekið sig til og fyllt mælendaskrána alveg hálfan daginn,“ sagði Andrés Ingi.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið.
Alþingi Tengdar fréttir Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00