Lýkur valdatíð Suðurnesjamanna í kvöld? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 13:15 Jón Arnór og félagar í KR slógu Njarðvík út úr úrslitakeppninni í gær Vísir/bára Suðurnesjamenn virðast einstaklega góðir í körfubolta ef marka má gengi liðanna af Reykjanesi síðustu ár og áratugi í íslenskum körfubolta. Nýtt blað í íslenskri körfuboltasögu gæti verið skrifað í dag og þá sögu vilja Suðurnesjamenn líklegast ekki skrifa. Síðan úrslitakeppni KKÍ hófst árið 1984 hefur lið af Reykjanesi alltaf verið í undanúrslitum. Í kvöld gæti það hins vegar breyst.Njarðvík datt út úr keppni í gærkvöld þegar liðið tapaði fyrir KR í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Grindavík og Keflavík mæta til leiks í kvöld og eru bæði lið 2-0 undir í sínum einvígum. Keflavík þarf að sækja sigur gegn deildarmeisturum Hauka, en Kári Jónsson skoraði eftirminnilega flautukörfu í leik liðanna í Keflavík á föstudag sem nú er orðin heimsfræg. Grindvíkingar fara í Síkið á Sauðárkróki þar sem aðeins tvö lið hafa sótt sigur í vetur, ÍR í fyrstu umferð deildarkeppninnar og Njarðvík í desember. Tindastóll burstaði Grindavík á föstudaginn 83-114.Fyrstu fjögur ár úrslitakeppninnar varð Njarðvík Íslandsmeistari. Þeir grænklæddu voru í upphafi eina liðið af þessum þremur sem komst í undanúrslit. 1986 mætti Keflavík í undanúrslit en tapaði þar fyrir Njarðvíkingum. Grindavík fór fyrst í undanúrslit árið 1990 og tapaði þar fyrir KR 2-0. KR átti eftir að sigra Keflavík 3-0 í úrslitunum það árið. Frá 1994-1997, í fjögur ár í röð, komust öll þrjú lið; Keflavík, Njarðvík og Grindavík, í undanúrslitin. Eitt þessara liða vann titilinn öll þessi ár. Veldið hefur verið ansi nálægt því að falla á síðustu árum. 2011 þurfti að grípa til framlengingar í oddaleik einvígis Keflavíkur og ÍR í 8-liða úrslitunum sem Keflavík vann og tryggði Suðurnesjunum fulltrúa í undanúrslitum það ár. Einvígi Njarðvíkur og Stjörnunnar 2015 fór einnig í oddaleik og það sama gerðist 2016. Þá duttu bæði Keflavík og Grindavík út í 8-liða úrslitum. Á síðasta ári komst Grindavík í úrslitaeinvígið gegn KR sem endaði í oddaleik í Vesturbænum þar sem KR fór með sigur. Grindavík er síðasta liðið til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en einokun KR hafðist, það gerðu þeir gulklæddu árið 2013. Þessi mikla saga Suðurnesjanna í íslenskum körfubolta gæti endað í kvöld, og er ekki örugg þó öðru liðinu takist að sigra. Leikur Hauka og Keflavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18:30. Domino's Körfuboltakvöld mun svo gera upp leiki dagsins í beinni frá parketinu á Ásvöllum strax að leik loknum. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Suðurnesjamenn virðast einstaklega góðir í körfubolta ef marka má gengi liðanna af Reykjanesi síðustu ár og áratugi í íslenskum körfubolta. Nýtt blað í íslenskri körfuboltasögu gæti verið skrifað í dag og þá sögu vilja Suðurnesjamenn líklegast ekki skrifa. Síðan úrslitakeppni KKÍ hófst árið 1984 hefur lið af Reykjanesi alltaf verið í undanúrslitum. Í kvöld gæti það hins vegar breyst.Njarðvík datt út úr keppni í gærkvöld þegar liðið tapaði fyrir KR í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Grindavík og Keflavík mæta til leiks í kvöld og eru bæði lið 2-0 undir í sínum einvígum. Keflavík þarf að sækja sigur gegn deildarmeisturum Hauka, en Kári Jónsson skoraði eftirminnilega flautukörfu í leik liðanna í Keflavík á föstudag sem nú er orðin heimsfræg. Grindvíkingar fara í Síkið á Sauðárkróki þar sem aðeins tvö lið hafa sótt sigur í vetur, ÍR í fyrstu umferð deildarkeppninnar og Njarðvík í desember. Tindastóll burstaði Grindavík á föstudaginn 83-114.Fyrstu fjögur ár úrslitakeppninnar varð Njarðvík Íslandsmeistari. Þeir grænklæddu voru í upphafi eina liðið af þessum þremur sem komst í undanúrslit. 1986 mætti Keflavík í undanúrslit en tapaði þar fyrir Njarðvíkingum. Grindavík fór fyrst í undanúrslit árið 1990 og tapaði þar fyrir KR 2-0. KR átti eftir að sigra Keflavík 3-0 í úrslitunum það árið. Frá 1994-1997, í fjögur ár í röð, komust öll þrjú lið; Keflavík, Njarðvík og Grindavík, í undanúrslitin. Eitt þessara liða vann titilinn öll þessi ár. Veldið hefur verið ansi nálægt því að falla á síðustu árum. 2011 þurfti að grípa til framlengingar í oddaleik einvígis Keflavíkur og ÍR í 8-liða úrslitunum sem Keflavík vann og tryggði Suðurnesjunum fulltrúa í undanúrslitum það ár. Einvígi Njarðvíkur og Stjörnunnar 2015 fór einnig í oddaleik og það sama gerðist 2016. Þá duttu bæði Keflavík og Grindavík út í 8-liða úrslitum. Á síðasta ári komst Grindavík í úrslitaeinvígið gegn KR sem endaði í oddaleik í Vesturbænum þar sem KR fór með sigur. Grindavík er síðasta liðið til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en einokun KR hafðist, það gerðu þeir gulklæddu árið 2013. Þessi mikla saga Suðurnesjanna í íslenskum körfubolta gæti endað í kvöld, og er ekki örugg þó öðru liðinu takist að sigra. Leikur Hauka og Keflavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18:30. Domino's Körfuboltakvöld mun svo gera upp leiki dagsins í beinni frá parketinu á Ásvöllum strax að leik loknum.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira