Helgi Magnússon snýr aftur í KR Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 11:46 Helgi Már í leik með KR vísir Helgi Már Magnússon er á leiðinni aftur til Íslands og mun spila með KR það sem eftir lifir úrslitakeppninni. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR og formaður meistaraflokksráðs karla, í samtali við Vísi í dag. Helgi Már er fyrrum landsliðsmaður og spilaði lengi vel með KR, Hann lagði skóna á hilluna árið 2016 þegar hann flutti með fjölskyldu sinni til Washington. Nú mun hann hins vegar dusta af þeim rykið og mæta til leiks með KR í undanúrslit Domino's deildar karla. KR hefur verið að glíma við mikil meiðsli að undanförnu, Brynjar Þór Björnsson fyrirliði fingurbrotnaði fyrr í mánuðinum og Jón Arnór Stefánsson meiddist á nára í leik KR og Njarðvíkur í gær. „Eins og veturinn er búinn að vera er búið að vera gríðarlega mikið um meiðsli hjá okkur og það gefur auga leið að fyrst við eigum Helga Magnússon að fljúga honum heim og hann tekur slaginn með okkur,“ sagði Böðvar. Jón Arnór er á leið í myndatöku í dag og því er lítið hægt að segja um ástand hans að svo stöddu. Þetta eru nárameiðsli, en þó ekki þau sem Jón hefur verið að glíma við í vetur heldur hinu megin. Böðvar sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af ástandi Helga þrátt fyrir að skórnir hafi verið á hillunni í tæp tvö ár. „Hann er einn af þeim sem hugsar gríðarlega vel um sjálfan sig, matarræðið og æfingar og annað. Er búinn að vera að spila aðeins körfubolta í Washington.“ „Hann mun væntanlega koma af bekknum og hjálpa okkur með það sem þarf. Þetta er leikmaður sem þekkir allt út og inn í KR, þekkir kerfi liðsins og frábær í klefanum. Það er mjög auðvelt að koma honum inn í hlutina.“ Helgi kom til landsins í vetur og kíkti á æfingu hjá KR ásamt því sem hann spilaði með KR-b gegn Breiðabliki í Maltbikarnum og skoraði 29 stig. Hann kemur til landsins á þriðjudag og verður í svarthvítu treyjunni í fyrsta leik undanúrslitanna en þau hefjast 4. apríl. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Helgi Már Magnússon er á leiðinni aftur til Íslands og mun spila með KR það sem eftir lifir úrslitakeppninni. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR og formaður meistaraflokksráðs karla, í samtali við Vísi í dag. Helgi Már er fyrrum landsliðsmaður og spilaði lengi vel með KR, Hann lagði skóna á hilluna árið 2016 þegar hann flutti með fjölskyldu sinni til Washington. Nú mun hann hins vegar dusta af þeim rykið og mæta til leiks með KR í undanúrslit Domino's deildar karla. KR hefur verið að glíma við mikil meiðsli að undanförnu, Brynjar Þór Björnsson fyrirliði fingurbrotnaði fyrr í mánuðinum og Jón Arnór Stefánsson meiddist á nára í leik KR og Njarðvíkur í gær. „Eins og veturinn er búinn að vera er búið að vera gríðarlega mikið um meiðsli hjá okkur og það gefur auga leið að fyrst við eigum Helga Magnússon að fljúga honum heim og hann tekur slaginn með okkur,“ sagði Böðvar. Jón Arnór er á leið í myndatöku í dag og því er lítið hægt að segja um ástand hans að svo stöddu. Þetta eru nárameiðsli, en þó ekki þau sem Jón hefur verið að glíma við í vetur heldur hinu megin. Böðvar sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af ástandi Helga þrátt fyrir að skórnir hafi verið á hillunni í tæp tvö ár. „Hann er einn af þeim sem hugsar gríðarlega vel um sjálfan sig, matarræðið og æfingar og annað. Er búinn að vera að spila aðeins körfubolta í Washington.“ „Hann mun væntanlega koma af bekknum og hjálpa okkur með það sem þarf. Þetta er leikmaður sem þekkir allt út og inn í KR, þekkir kerfi liðsins og frábær í klefanum. Það er mjög auðvelt að koma honum inn í hlutina.“ Helgi kom til landsins í vetur og kíkti á æfingu hjá KR ásamt því sem hann spilaði með KR-b gegn Breiðabliki í Maltbikarnum og skoraði 29 stig. Hann kemur til landsins á þriðjudag og verður í svarthvítu treyjunni í fyrsta leik undanúrslitanna en þau hefjast 4. apríl.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira