Fótbolti

Southgate ósáttur við kynþáttaníð í Englandi: Getum ekki ásakað Rússa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Englendingar hafa áhyggjur af því að margar af skærustu stjörnum þeirra gætu orðið fyrir kynþáttaníði í Rússlandi
Englendingar hafa áhyggjur af því að margar af skærustu stjörnum þeirra gætu orðið fyrir kynþáttaníði í Rússlandi vísir/getty
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir að Englendingar geti ekki bent fingri á Rússa og sakað þá um kynþáttaníð þegar þeir séu ekkert skárri sjálfir.

Á blaðamannafundi fyrir vináttuleiki Englendinga við Holland og Ítalíu var Southgate spurður út í mögulegt kynþáttaníð sem leikmenn gætu orðið fyrir í Rússlandi.

„Við ættum ekki að vera að tala bara um kynþáttaníð í Rússlandi,“ sagði Southgate. „Ég sá mynd af samfélagsmiðlum U17 liðsins okkar. Athugasemdirnar um það lið voru ógeðslegar og þeir eru hluti af ensku fótboltafjölskyldunni.“

„Ég þekki mikið af þessum ungu leikmönnum vel og að sjá fólk níðast á þeim á þennan hátt var ógeðslegt. Það er erfitt að tala um önnur lönd þegar þetta er að gerast hér líka,“ sagði Gareth Southgate.

Mikið hefur verið um atvik tengd kynþáttaníði í Rússlandi í vetur og sérstaklega hefur Spartak Moskva verið í sviðsljósinu hvað það varðar. Félagið var ákært fyrir kynþáttaníð á unglingaliðsleik gegn Liverpool og var gagnrýnt fyrir tíst um eigin leikmenn sem þótti niðrandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×