Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2018 18:30 Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. „Vandinn hefur verið mannekla og við höfum verið að klást við hana. Við höfum náð góðum árangri í vetur. Nú er sá tími liðinn að við séum í árlegu mannekluátaki, nú verður þetta viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og að byggt sé á tillögum sem unnar eru í samstarfi við Félag leikskólakennara og starfsfólk, með það að markmiði að bæta aðbúnað barna og vinnuskilyrði starfsfólks. „Við sjáum að þessi sókn í leikskólamálum þýðir að við þurfum að fjölga starfsfólki um 30-40 á ári, við viljum styðja við að fleiri fari í leikskólanámið og að þetta verði eftirsóttir starfsstaðir.“ Dagur er bjartsýnn á að hægt verði að manna nýjar deildir og leikskóla en um er að ræða 750-800 ný leikskólapláss. „Okkur hefur tekist að fjölga um 120 starfsmenn á síðustu sex mánuðum. Við þurfum að fjölga um rúmlega 170 á næstu 4-6 árum og ég tel það vel viðráðanlegt verkefni,“ segir Dagur.Snýst ekki um kosningar En af hverju var ekki ráðist í þessar aðgerðir fyrr? Er þetta kannski stóra kosningaloforðið?„Þetta er mjög mikilvægt mál og ég vonast til að í aðdraganda borgarstjórnarkosninga munu allir flokkar skuldbinda sig til að fylgja þessum áætlunum eftir. En ástæðan fyrir að þetta kemur núna en ekki í haust er að þá vorum við í miðjum mannekluaðgerðum og við vildum sjá fram úr því áður en við treystum okkur til að stíga næstu skref varðandi uppbygginguna,“ segir Dagur og minnir á að undirbúningur tillagnanna hafi staðið yfir síðastliðið ár. „Þetta er sá tími sem það tók að undirbúa þetta vel en núna er þetta loksins komið.“ Tengdar fréttir Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. „Vandinn hefur verið mannekla og við höfum verið að klást við hana. Við höfum náð góðum árangri í vetur. Nú er sá tími liðinn að við séum í árlegu mannekluátaki, nú verður þetta viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og að byggt sé á tillögum sem unnar eru í samstarfi við Félag leikskólakennara og starfsfólk, með það að markmiði að bæta aðbúnað barna og vinnuskilyrði starfsfólks. „Við sjáum að þessi sókn í leikskólamálum þýðir að við þurfum að fjölga starfsfólki um 30-40 á ári, við viljum styðja við að fleiri fari í leikskólanámið og að þetta verði eftirsóttir starfsstaðir.“ Dagur er bjartsýnn á að hægt verði að manna nýjar deildir og leikskóla en um er að ræða 750-800 ný leikskólapláss. „Okkur hefur tekist að fjölga um 120 starfsmenn á síðustu sex mánuðum. Við þurfum að fjölga um rúmlega 170 á næstu 4-6 árum og ég tel það vel viðráðanlegt verkefni,“ segir Dagur.Snýst ekki um kosningar En af hverju var ekki ráðist í þessar aðgerðir fyrr? Er þetta kannski stóra kosningaloforðið?„Þetta er mjög mikilvægt mál og ég vonast til að í aðdraganda borgarstjórnarkosninga munu allir flokkar skuldbinda sig til að fylgja þessum áætlunum eftir. En ástæðan fyrir að þetta kemur núna en ekki í haust er að þá vorum við í miðjum mannekluaðgerðum og við vildum sjá fram úr því áður en við treystum okkur til að stíga næstu skref varðandi uppbygginguna,“ segir Dagur og minnir á að undirbúningur tillagnanna hafi staðið yfir síðastliðið ár. „Þetta er sá tími sem það tók að undirbúa þetta vel en núna er þetta loksins komið.“
Tengdar fréttir Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11