Fannst vanta „basic burger“ í hverfið Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. mars 2018 06:08 Emmsjé Gauti hefur verið túristi í Vesturbænum í sjö ár en fær að verða hluti af hverfinu núna. VÍSIR/ANTON BRINK Hjónin Rakel Þórhallsdóttir, eigandi Súpubarsins, og Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis, hafa fest kaup á Hagavagninum við hlið Vesturbæjarlaugar og ætla sér að opna þar hamborgarastað. Með þeim í þessu verkefni verður rapparinn góðkunni Emmsjé Gauti. En hvernig gerðist það? „Ég hef oft verið að labba fram hjá Hagavagninum og hugsað með mér að hann sé algjörlega kennileiti hérna í Vesturbænum. Ég var núna um daginn að labba þarna fram hjá og sá að það var svona „Til sölu“ skilti í glugganum. Það gerði mig rosalega spenntan og ég fór bara að pæla í hvað myndi koma þarna næst – verður þetta kannski hótel, einhvers konar pulsuhótel eða hvað? Ég sé að það er eitthvað í gangi og sting hausnum inn og þar eru þau Rakel og Jói í óða önn að brjóta og bramla,“ segir Gauti en eitt leiddi af öðru, skyndilega var hann kominn á fund með þeim svo úr varð samstarf. Hann segir að þarna rætist ákveðnir draumar hans, bæði að nú getur hann loksins búið til McGauta-hamborgarann og orðið meiri Vesturbæingur. „Eftir að ég flutti í Vesturbæinn langar mig meira að segjast vera úr Vesturbænum en úr Breiðholtinu. Ég er búinn að búa í Vesturbænum í um sjö ár held ég. Ég er eiginlega eins og svona óþolandi túristi sem kemur til Íslands og er alltaf bara „I love Iceland“ og er einhvern veginn alltaf hérna og kallar sig jafnvel einhverju íslensku nafni því að hann tekur svo margar myndir af norðurljósunum – þannig er ég í Vesturbænum. Þú veist, ég vakna á morgnana og anda að mér loftinu og hugsa með mér „ahh, það er eitthvað við það maður, ég veit það ekki, sjórinn eða eitthvað“.“Það þarf að tilraunir til að ná fullkomnun. pic.twitter.com/0ct0Vv4H55— Hagavagninn (@hagavagninn) March 20, 2018 Það er hinn þaulreyndi veitingamaður Ólafur Örn Ólafsson sem er á fullu að þróa matseðil staðarins, en Gauti segir hann verða einfaldan og „góðan fyrir kvíðasjúklinga eins og mig“. Þarna verður einnig á boðstólum vegan hamborgari sem mikið púður verður lagt í og áherslan verður á að hann verði „sveittur“. „Þetta verður í klassa fyrir ofan sjoppuborgarann. Þetta er ekki ísbúðin-í-hverfinu-þínu hamborgarinn. Heldur verður þetta svona hamborgarastaður sem nýtir sér aðferð sem heitir smass-börger. Það er fitumeira kjöt og aðeins öðruvísi steikingaraðferð. Þetta er geggjað því mér finnst vanta svona „basic burger“ í hverfið.“„Þetta verður börra börri – þú situr ekki með hníf og gaffal þarna. Þú færð sósu á puttana.“ Hugmyndin er sú að búa til „kósí“ stað – við hlið hans er auðvitað Vesturbæjarlaug og svo grasflöt þar sem gæti orðið talsvert líf. „Það er náttúrulega geðveikt skemmtileg uppbygging í gangi í kringum þennan punkt. Það er Kaffihús Vesturbæjar, Brauð og co. og sundlaugin auðvitað og Melabúðin. Þetta er ákveðinn menningarkjarni í Vesturbænum. Það er svo gaman að taka þátt í uppbyggingunni þarna, mér líður svolítið eins og ég sé að færa Vesturbæingum gjöf … hamborgaralykt í hverfið,“ segir Gauti hlæjandi. Á Facebook-síðu Hagavagnsins má fylgjast með breytingunum á vagninum og fleira, en í vagninum má enn finna ýmislegt strangheiðarlegt úr fortíðinni eins og gult túbusjónvarp og gömul skilti. „Í gegnum Magnús Leifsson, vin minn, hef ég fengið áhuga á bældum sjoppum – hann hefur verið að taka myndir í seríu af svona bældum sjoppum – það fer ekkert á milli mála að Hagavagninn í núverandi mynd flokkast undir slíka sjoppu. Það er mikil sál í þessum stað, hann var opnaður 1980 og stendur enn – það er einhver ástæða fyrir því.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Hjónin Rakel Þórhallsdóttir, eigandi Súpubarsins, og Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis, hafa fest kaup á Hagavagninum við hlið Vesturbæjarlaugar og ætla sér að opna þar hamborgarastað. Með þeim í þessu verkefni verður rapparinn góðkunni Emmsjé Gauti. En hvernig gerðist það? „Ég hef oft verið að labba fram hjá Hagavagninum og hugsað með mér að hann sé algjörlega kennileiti hérna í Vesturbænum. Ég var núna um daginn að labba þarna fram hjá og sá að það var svona „Til sölu“ skilti í glugganum. Það gerði mig rosalega spenntan og ég fór bara að pæla í hvað myndi koma þarna næst – verður þetta kannski hótel, einhvers konar pulsuhótel eða hvað? Ég sé að það er eitthvað í gangi og sting hausnum inn og þar eru þau Rakel og Jói í óða önn að brjóta og bramla,“ segir Gauti en eitt leiddi af öðru, skyndilega var hann kominn á fund með þeim svo úr varð samstarf. Hann segir að þarna rætist ákveðnir draumar hans, bæði að nú getur hann loksins búið til McGauta-hamborgarann og orðið meiri Vesturbæingur. „Eftir að ég flutti í Vesturbæinn langar mig meira að segjast vera úr Vesturbænum en úr Breiðholtinu. Ég er búinn að búa í Vesturbænum í um sjö ár held ég. Ég er eiginlega eins og svona óþolandi túristi sem kemur til Íslands og er alltaf bara „I love Iceland“ og er einhvern veginn alltaf hérna og kallar sig jafnvel einhverju íslensku nafni því að hann tekur svo margar myndir af norðurljósunum – þannig er ég í Vesturbænum. Þú veist, ég vakna á morgnana og anda að mér loftinu og hugsa með mér „ahh, það er eitthvað við það maður, ég veit það ekki, sjórinn eða eitthvað“.“Það þarf að tilraunir til að ná fullkomnun. pic.twitter.com/0ct0Vv4H55— Hagavagninn (@hagavagninn) March 20, 2018 Það er hinn þaulreyndi veitingamaður Ólafur Örn Ólafsson sem er á fullu að þróa matseðil staðarins, en Gauti segir hann verða einfaldan og „góðan fyrir kvíðasjúklinga eins og mig“. Þarna verður einnig á boðstólum vegan hamborgari sem mikið púður verður lagt í og áherslan verður á að hann verði „sveittur“. „Þetta verður í klassa fyrir ofan sjoppuborgarann. Þetta er ekki ísbúðin-í-hverfinu-þínu hamborgarinn. Heldur verður þetta svona hamborgarastaður sem nýtir sér aðferð sem heitir smass-börger. Það er fitumeira kjöt og aðeins öðruvísi steikingaraðferð. Þetta er geggjað því mér finnst vanta svona „basic burger“ í hverfið.“„Þetta verður börra börri – þú situr ekki með hníf og gaffal þarna. Þú færð sósu á puttana.“ Hugmyndin er sú að búa til „kósí“ stað – við hlið hans er auðvitað Vesturbæjarlaug og svo grasflöt þar sem gæti orðið talsvert líf. „Það er náttúrulega geðveikt skemmtileg uppbygging í gangi í kringum þennan punkt. Það er Kaffihús Vesturbæjar, Brauð og co. og sundlaugin auðvitað og Melabúðin. Þetta er ákveðinn menningarkjarni í Vesturbænum. Það er svo gaman að taka þátt í uppbyggingunni þarna, mér líður svolítið eins og ég sé að færa Vesturbæingum gjöf … hamborgaralykt í hverfið,“ segir Gauti hlæjandi. Á Facebook-síðu Hagavagnsins má fylgjast með breytingunum á vagninum og fleira, en í vagninum má enn finna ýmislegt strangheiðarlegt úr fortíðinni eins og gult túbusjónvarp og gömul skilti. „Í gegnum Magnús Leifsson, vin minn, hef ég fengið áhuga á bældum sjoppum – hann hefur verið að taka myndir í seríu af svona bældum sjoppum – það fer ekkert á milli mála að Hagavagninn í núverandi mynd flokkast undir slíka sjoppu. Það er mikil sál í þessum stað, hann var opnaður 1980 og stendur enn – það er einhver ástæða fyrir því.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira