Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. mars 2018 16:43 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar. vísir/ernir Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum.Stundin greinir frá en úrskurðurinn hefur ekki verið birtur á vef Landsréttar. Glitnir HoldCo, sem er eignarhaldsfélag sem heldur utan um eignir úr þrotabúi Glitnis, kærði ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá kröfu félagsins um að Stundin og Reykjavik Media afhentu öll gögn úr Glitni sem það taldi að þessir fjölmiðlar hefðu undir höndum. Í úrskurði Landsréttar segir að kröfur um afhendingu gagna með þessum hætti þurfi að vera þannig að skýrt sé hvað beri að afhenda. Segir í úrskurðinum að ekkert liggi fyrir að þau gögn sem Glitnir HoldCo fari fram á að fá afhent séu sömu gögn og fjölmiðlarnir hafa undir höndum og hafa unnið fréttir úr. Fjölmiðlarnir höfðu meðal annars fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti í október lögbann á fréttaflutning upp úr gögnum úr Glitni. Fyrr á þessu ári komst Héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að lögbannið hafi verið ólögmætt. Þeim dómi hefur verið áfrýjað. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Glitnir HoldCo áfrýjar dómi í lögbannsmáli Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. 15. febrúar 2018 15:48 „Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum.Stundin greinir frá en úrskurðurinn hefur ekki verið birtur á vef Landsréttar. Glitnir HoldCo, sem er eignarhaldsfélag sem heldur utan um eignir úr þrotabúi Glitnis, kærði ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá kröfu félagsins um að Stundin og Reykjavik Media afhentu öll gögn úr Glitni sem það taldi að þessir fjölmiðlar hefðu undir höndum. Í úrskurði Landsréttar segir að kröfur um afhendingu gagna með þessum hætti þurfi að vera þannig að skýrt sé hvað beri að afhenda. Segir í úrskurðinum að ekkert liggi fyrir að þau gögn sem Glitnir HoldCo fari fram á að fá afhent séu sömu gögn og fjölmiðlarnir hafa undir höndum og hafa unnið fréttir úr. Fjölmiðlarnir höfðu meðal annars fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti í október lögbann á fréttaflutning upp úr gögnum úr Glitni. Fyrr á þessu ári komst Héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að lögbannið hafi verið ólögmætt. Þeim dómi hefur verið áfrýjað.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Glitnir HoldCo áfrýjar dómi í lögbannsmáli Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. 15. febrúar 2018 15:48 „Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
Glitnir HoldCo áfrýjar dómi í lögbannsmáli Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. 15. febrúar 2018 15:48
„Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45