Ábyrgar fjárfestingar með góðri ávöxtun Kristján Guy Burgess og Brynjólfur Stefánsson skrifar 21. mars 2018 14:00 Á allra síðustu misserum hafa alþjóðlegir fjárfestar stigið stór skref í átt til þess að axla aukna ábyrgð í umhverfis- og samfélagsmálum. Nýjar alþjóðlegar rannsóknir, t.d. frá Harvard-háskóla og McKinsey, hafa sýnt að ábyrgar fjárfestingar, þar sem horft er til umhverfismála, samfélagsáhrifa og stjórnarhátta, geta skilað jafn góðri og jafnvel betri ávöxtun en hefðbundnar fjárfestingar. Í mörgum tilfellum hefur vel úthugsuð stefna um ábyrgar fjárfestingar haft meiri ávinning í för með sér en hefðbundnar fjárfestingarleiðir. Hér nægir að nefna fjögur dæmi frá því nýja árið gekk í garð, um hraða þróun ábyrgra fjárfestinga: Norski olíusjóðurinn, stærsti fjárfestingarsjóður heims, hefur ákveðið að losa um fjárfestingar í níu fyrirtækjum til viðbótar við um hundrað önnur vegna mannréttindabrota, neikvæðra umhverfisáhrifa eða aðkomu að framleiðslu kjarnavopna. Annað dæmi er að erlendir lífeyrissjóðir eins og stærsti lífeyrissjóður Evrópu, hollenski sjóðurinn ABP, hafa bannað fjárfestingar í tóbaksfyrirtækjum og framleiðendum kjarnavopna ásamt því að tryggja að fjárfestingar þeirra séu í anda Parísarsamkomulagsins um minni útblástur gróðurhúsalofttegunda. Nú eru ýmsir fjárfestar að endurskoða fjárfestingar sínar í sjóðum sem eiga í skotvopnafyrirtækjum. Í þriðja lagi skrifaði forstjóri stærsta eignastýringarfyrirtækis heims, BlackRock, bréf til allra forstjóra þeirra fyrirtækja sem félagið tengist og hvatti þá til að taka tillit til samfélaganna sem þeir starfa í. Hann lagði einnig áherslu á aðgerðir vegna loftslagsbreytinga og nauðsyn þess að stjórnir fyrirtækja endurspegluðu fjölbreytilegri viðhorf. Þetta voru söguleg nýmæli. Og í fjórða lagi hefur Evrópusambandið kynnt til sögunnar tillögur að nýjum reglum á fjármálamarkaði til að hvetja til grænna fjárfestinga. Um mitt árið verða evrópsk fyrirtæki einnig skuldbundin til að tilgreina hvernig þau hyggist tryggja fjölbreytni í skipan stjórna.Þarf að stíga stærri skref Hér á landi hafa málin verið að snúast í rétta átt en hreyfingin er þó mun hægari en í nágrannalöndum okkar. Samtök hafa verið stofnuð um ábyrgar fjárfestingar sem flestir af stærstu aðilum á íslenskum markaði eiga aðild að. Allir lífeyrissjóðir þurftu í desember að gera grein fyrir því í fjárfestingarstefnum sínum hvernig þeir hafa siðferðileg viðmið til hliðsjónar í samræmi við lög sem tóku gildi um mitt síðasta ár, og Arion banki hefur gefið út vandað smárit um umboðsskyldu þeirra sem fjárfesta annarra manna fé. Allt eru þetta góð skref í rétta átt, en til að grípa tækifærin sem felast í hinni alþjóðlegu þróun um leið og ábyrgð er tekin á umhverfinu þarf að gera miklu meira. Skrefin þurfa að vera mun stærri og markvissari. Það er ekki tilviljun að þau mál sem hafa bakað íslenskum fjárfestum mest tjón og vandræði á síðustu árum hafa einmitt verið þar sem ekki var tekið nægjanlegt tillit til umhverfismála, samfélags eða góðra stjórnarhátta.Ekki eftir neinu að bíða Ábyrgar fjárfestingar geta skilað góðri ávöxtun og ekki er eftir neinu að bíða fyrir íslenska fjárfesta, stóra og smáa að sækja fram. Við tökum undir með starfshópnum um málefni lífeyrissjóð- anna sem skilaði skýrslu fyrir skemmstu um að eðlilegt sé að gerðar séu ríkari kröfur til þeirra en annarra fjárfesta um stjórnarhætti, upplýsingagjöf og gagnsæi þar sem þeir byggja á skylduaðild og hafa miklar skyldur gagnvart sjóðfélögum og öðrum umbjóð- endum. Þess vegna verður ábyrg stefna í umhverfismálum, samfélagsáhrifum og stjórnarháttum að vera í forgrunni þegar lífeyrissjóðirnir auka til muna erlendar fjárfestingar sínar á næstu árum.Höfundar eru ráðgjafar um ábyrgar fjárfestingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Skoðun Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Á allra síðustu misserum hafa alþjóðlegir fjárfestar stigið stór skref í átt til þess að axla aukna ábyrgð í umhverfis- og samfélagsmálum. Nýjar alþjóðlegar rannsóknir, t.d. frá Harvard-háskóla og McKinsey, hafa sýnt að ábyrgar fjárfestingar, þar sem horft er til umhverfismála, samfélagsáhrifa og stjórnarhátta, geta skilað jafn góðri og jafnvel betri ávöxtun en hefðbundnar fjárfestingar. Í mörgum tilfellum hefur vel úthugsuð stefna um ábyrgar fjárfestingar haft meiri ávinning í för með sér en hefðbundnar fjárfestingarleiðir. Hér nægir að nefna fjögur dæmi frá því nýja árið gekk í garð, um hraða þróun ábyrgra fjárfestinga: Norski olíusjóðurinn, stærsti fjárfestingarsjóður heims, hefur ákveðið að losa um fjárfestingar í níu fyrirtækjum til viðbótar við um hundrað önnur vegna mannréttindabrota, neikvæðra umhverfisáhrifa eða aðkomu að framleiðslu kjarnavopna. Annað dæmi er að erlendir lífeyrissjóðir eins og stærsti lífeyrissjóður Evrópu, hollenski sjóðurinn ABP, hafa bannað fjárfestingar í tóbaksfyrirtækjum og framleiðendum kjarnavopna ásamt því að tryggja að fjárfestingar þeirra séu í anda Parísarsamkomulagsins um minni útblástur gróðurhúsalofttegunda. Nú eru ýmsir fjárfestar að endurskoða fjárfestingar sínar í sjóðum sem eiga í skotvopnafyrirtækjum. Í þriðja lagi skrifaði forstjóri stærsta eignastýringarfyrirtækis heims, BlackRock, bréf til allra forstjóra þeirra fyrirtækja sem félagið tengist og hvatti þá til að taka tillit til samfélaganna sem þeir starfa í. Hann lagði einnig áherslu á aðgerðir vegna loftslagsbreytinga og nauðsyn þess að stjórnir fyrirtækja endurspegluðu fjölbreytilegri viðhorf. Þetta voru söguleg nýmæli. Og í fjórða lagi hefur Evrópusambandið kynnt til sögunnar tillögur að nýjum reglum á fjármálamarkaði til að hvetja til grænna fjárfestinga. Um mitt árið verða evrópsk fyrirtæki einnig skuldbundin til að tilgreina hvernig þau hyggist tryggja fjölbreytni í skipan stjórna.Þarf að stíga stærri skref Hér á landi hafa málin verið að snúast í rétta átt en hreyfingin er þó mun hægari en í nágrannalöndum okkar. Samtök hafa verið stofnuð um ábyrgar fjárfestingar sem flestir af stærstu aðilum á íslenskum markaði eiga aðild að. Allir lífeyrissjóðir þurftu í desember að gera grein fyrir því í fjárfestingarstefnum sínum hvernig þeir hafa siðferðileg viðmið til hliðsjónar í samræmi við lög sem tóku gildi um mitt síðasta ár, og Arion banki hefur gefið út vandað smárit um umboðsskyldu þeirra sem fjárfesta annarra manna fé. Allt eru þetta góð skref í rétta átt, en til að grípa tækifærin sem felast í hinni alþjóðlegu þróun um leið og ábyrgð er tekin á umhverfinu þarf að gera miklu meira. Skrefin þurfa að vera mun stærri og markvissari. Það er ekki tilviljun að þau mál sem hafa bakað íslenskum fjárfestum mest tjón og vandræði á síðustu árum hafa einmitt verið þar sem ekki var tekið nægjanlegt tillit til umhverfismála, samfélags eða góðra stjórnarhátta.Ekki eftir neinu að bíða Ábyrgar fjárfestingar geta skilað góðri ávöxtun og ekki er eftir neinu að bíða fyrir íslenska fjárfesta, stóra og smáa að sækja fram. Við tökum undir með starfshópnum um málefni lífeyrissjóð- anna sem skilaði skýrslu fyrir skemmstu um að eðlilegt sé að gerðar séu ríkari kröfur til þeirra en annarra fjárfesta um stjórnarhætti, upplýsingagjöf og gagnsæi þar sem þeir byggja á skylduaðild og hafa miklar skyldur gagnvart sjóðfélögum og öðrum umbjóð- endum. Þess vegna verður ábyrg stefna í umhverfismálum, samfélagsáhrifum og stjórnarháttum að vera í forgrunni þegar lífeyrissjóðirnir auka til muna erlendar fjárfestingar sínar á næstu árum.Höfundar eru ráðgjafar um ábyrgar fjárfestingar.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun