Kolbeinn: Æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að fara á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 13:30 Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Getty Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem strákarnir okkar mæta Mexíkó á föstudagskvöldið. Kolbeinn er bjartsýnn á það að komast í HM hóp Íslands í sumar. Kolbeinn Sigþórsson er næst markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júlíbyrjun 2016. Kolbeinn ræddi stöðuna á sér og framhaldið við Elvar Geir Magnússon á vefsíðunni fótbolti.net. „Það hefur verið mikil óvissa um framhaldið hjá mér í marga mánuði. Það voru mörg spurningamerki þegar ég fór aftur út til Nantes í síðasta mánuði. Hvernig höndla ég álagið að byrja æfa með liðinu? Svo náttúrulega stærsta spurningin: Get ég eitthvað lengur? Það kom sjálfum mér pínu á óvart hversu gott standið á mér var, miðað við hvað ég var búinn að vera lengi frá,“ sagði Kolbeinn við fótbolti.net. Það er ljóst á öllu að um tíma var útlitið alls ekki gott. „Fyrir ári síðan, eftir fyrstu aðgerðina, fór ég í læknisskoðun hjá Nantes og hitti aðra lækna. Sumir þeirra sögðu mér að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Það var að sjálfsögðu ekki auðvelt að heyra það,“ sagði Kolbeinn en Heimir Hallgrímsson valdi hann aftur í landsliðið fyrir þetta verkefni og nú er HM aftur inn í myndinni. „Það er æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að geta farið á HM," segir Kolbeinn. Elvar Geir spurði hann þá hvernig hann meti möguleika sína á því að vera með á HM í Rússlandi í sumar. „Ég met þá bara góða. Aðalatriðið fyrir mig núna er að haldast heill. Það er hætta á að meiðast eftir svona langa fjarveru. Það er mikilvægt að halda mér heilum og passa mig á að það komi ekki bakslag. Þá er ég með tvo og hálfan mánuð til að byggja mig upp og ná að spila mikilvægar mínútur og að sjálfsögðu skora nokkur mörk. Ég ætla að koma mér í liðið hjá Nantes. Það er markmiðið mitt á þessum tímapunkti,“ sagði Kolbeinn í fyrrnefndu viðtali. Kolbeinn segist finna fyrir því að Claudio Ranieri, stjóri Nantes og fyrrum þjálfari Englandsmeistara Leicester, sé að bíða eftir sér. „Já ég finn mikla jákvæðni frá honum í minn garð. Hann hefur sagt mér að hann sé ánægður með það hvernig ég hef verið síðan ég kom aftur. Hann er mjög góður þjálfari og sanngjarn maður. Ef ég held áfram að banka dyrnar þá mun hann vonandi nota mig, ég er bjartsýnn um framhaldið hjá klúbbnum," sagði Kolbeinn en það má síðan sjá allt viðtalið við hann hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem strákarnir okkar mæta Mexíkó á föstudagskvöldið. Kolbeinn er bjartsýnn á það að komast í HM hóp Íslands í sumar. Kolbeinn Sigþórsson er næst markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júlíbyrjun 2016. Kolbeinn ræddi stöðuna á sér og framhaldið við Elvar Geir Magnússon á vefsíðunni fótbolti.net. „Það hefur verið mikil óvissa um framhaldið hjá mér í marga mánuði. Það voru mörg spurningamerki þegar ég fór aftur út til Nantes í síðasta mánuði. Hvernig höndla ég álagið að byrja æfa með liðinu? Svo náttúrulega stærsta spurningin: Get ég eitthvað lengur? Það kom sjálfum mér pínu á óvart hversu gott standið á mér var, miðað við hvað ég var búinn að vera lengi frá,“ sagði Kolbeinn við fótbolti.net. Það er ljóst á öllu að um tíma var útlitið alls ekki gott. „Fyrir ári síðan, eftir fyrstu aðgerðina, fór ég í læknisskoðun hjá Nantes og hitti aðra lækna. Sumir þeirra sögðu mér að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Það var að sjálfsögðu ekki auðvelt að heyra það,“ sagði Kolbeinn en Heimir Hallgrímsson valdi hann aftur í landsliðið fyrir þetta verkefni og nú er HM aftur inn í myndinni. „Það er æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að geta farið á HM," segir Kolbeinn. Elvar Geir spurði hann þá hvernig hann meti möguleika sína á því að vera með á HM í Rússlandi í sumar. „Ég met þá bara góða. Aðalatriðið fyrir mig núna er að haldast heill. Það er hætta á að meiðast eftir svona langa fjarveru. Það er mikilvægt að halda mér heilum og passa mig á að það komi ekki bakslag. Þá er ég með tvo og hálfan mánuð til að byggja mig upp og ná að spila mikilvægar mínútur og að sjálfsögðu skora nokkur mörk. Ég ætla að koma mér í liðið hjá Nantes. Það er markmiðið mitt á þessum tímapunkti,“ sagði Kolbeinn í fyrrnefndu viðtali. Kolbeinn segist finna fyrir því að Claudio Ranieri, stjóri Nantes og fyrrum þjálfari Englandsmeistara Leicester, sé að bíða eftir sér. „Já ég finn mikla jákvæðni frá honum í minn garð. Hann hefur sagt mér að hann sé ánægður með það hvernig ég hef verið síðan ég kom aftur. Hann er mjög góður þjálfari og sanngjarn maður. Ef ég held áfram að banka dyrnar þá mun hann vonandi nota mig, ég er bjartsýnn um framhaldið hjá klúbbnum," sagði Kolbeinn en það má síðan sjá allt viðtalið við hann hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira