Friðrik Nikulásson, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LIVE), hefur hætt störfum hjá sjóðnum.
Í samtali við Markaðinn staðfestir Friðrik að samkomulag hafi náðst um að hann myndi láta af störfum síðastliðinn föstudag. Friðrik hefur verið yfirmaður eignastýringar lífeyrissjóðsins frá árinu 2010. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti lífeyrissjóður landsins.
Samtals námu eignir sjóðsins 665 milljörðum króna í árslok 2017. Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðsins í fyrra var 5,7 prósent og hækkuðu eignir sjóðsins um samtals 62 milljarða á árinu.
Friðrik hættur hjá LIVE
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið

Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
Viðskipti innlent

Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað
Viðskipti innlent



Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar
Viðskipti innlent

Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent