Sigurkarfan kom fyrir aftan miðju en hana má sjá hér. Einnig er meira fjallað um leikinn hér en notendur Twitter voru, eins og áður, vel með á nótunum og fólk dáðist eðlilega að körfunni.
Kári er einungis 21 árs og margir dáðust að því hversu rólegur pilturinn var; bæði í vítinum áður og þegar hann skoraði sigurkörfuna. Hann sá allan tímann að boltinn væri á leiðinni ofan í.
Hér að neðan má sjá brot af því sem fólk ræddi um á Twitter í kvöld.
Er að reyna finna orð yfir þessa körfu Kára í kvöld. Held það séu bara engin orð sem fái þessu lýst #Orðlaus
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) March 20, 2018
Ekki lengur....
— Auðunn Blöndal (@Auddib) March 20, 2018
Er enn að melta hvort var meira töff hjá Kára að henda niður þremur vítaskotum með allt undir eða þessi buzzzzer... #dominos365 #haukar
— Björgvin Gústavsson (@BjoggiGustavs) March 20, 2018
Kári Jóns er the new Pálmar Sig
— Björn Sverrisson (@bjornsverris) March 20, 2018
Kári byrjaði að fagna körfunni löngu áður en hann sleppti boltanum. Í hans huga var þetta easy lay up. Þetta var svo ruglað. #dominos365
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) March 20, 2018
"Ef einhver getur keyrt mig heim, ef einhver.. ÉG ÞARF STUÐNING"
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) March 20, 2018
Kára Jóns er algjörlega sama um Keflavík í Keflavík. Þvílíkt eintak.
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) March 20, 2018
HAHAHAHAHAHA "ÉG ÞARF STUÐNING" HAHAHAHAHAHA
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) March 20, 2018
Þetta er ruglaðasta sem ég hef séð. #dominos365
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) March 20, 2018
Shitt, þetta var eins og vélmenni sem er búið að þróa til að negla vítum, ekkert nema net ofan í.
— HrafnkellFreyr (@hrafnkellfreyr) March 20, 2018
@gaupinn þú lætur hann vita að ég sé á leiðinni að sækja hann.
— Styrmir Sigurðsson (@StySig) March 20, 2018