Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2018 19:25 Ragnheiður Elín vill varðveita Sundhöllina en nú hefur verið samþykkt að rífa hana. vísir/eyþór/já.is Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar-og viðskiptaráðherra, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en hún hefur verið baráttukona fyrir því að Sundhöllin fái að vera. Samkvæmt deiliskipulagstillögu stendur til að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. „Jæja...þá liggur það fyrir. Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi vegna Sundhallar Keflavíkur og þar með heimilað niðurrif á þessu sögufræga húsi sem teiknað er af Guðjóni Samúelssyni. Skömmin er þeirra,“ segir Ragnheiður Elín á Facebook-síðu sinni. Hún segir þessa niðurstöðu vera sér gríðarleg vonbrigði og að bæjaryfirvöld hafi brugðist í málinu. Þá segir Ragnheiður Elín að það hafi verið ótrúlegt að hlusta á formann bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar í umræðunni. „Ég mun fara ítarlega yfir það síðar en forherðing er það orð í sem mér dettur fyrst í hug. En málinu er hvergi nærri lokið. VIð munum leita allra leiða til þess að koma þessu máli farsællega í höfn. Það eru skýrir ágallar á afgreiðslu málsins vegna vanhæfis nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði sem skera þarf úr um hjá viðeigandi aðilum, og svo munum við að sjálfsögðu beita okkur fyrir skyndifriðun hússins,“ segir Ragnheiður Elín.Samkvæmt tillögu að deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir núverandi lóð Framnesvegar 11 stækki yfir á Framnesveg 9, þar sem Sundhöllin er, og Básveg 11. Með því megi reisa þrjú 4-5 hæða hús með allt að 87 íbúðum. Í tillögunni segir að með stækkun lóðarinnar „gefst tækifæri á að raða byggingum innan lóðar við sjávarlínu, svo allir íbúar hafi útsýni til sjávar og þar með auka gæði íbúðanna.“ Svo byggja megi á lóð Sundhallarinnar þurfi hún að víkja en í staðinn er gert ráð fyrir að grunni Sundhallarinnar verði haldið eftir og efnt verði til hugmyndasamkeppni um um útfærslu minnisvarða um sundmenningu á Suðurnesjum. Skipulag Tengdar fréttir Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar-og viðskiptaráðherra, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en hún hefur verið baráttukona fyrir því að Sundhöllin fái að vera. Samkvæmt deiliskipulagstillögu stendur til að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. „Jæja...þá liggur það fyrir. Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi vegna Sundhallar Keflavíkur og þar með heimilað niðurrif á þessu sögufræga húsi sem teiknað er af Guðjóni Samúelssyni. Skömmin er þeirra,“ segir Ragnheiður Elín á Facebook-síðu sinni. Hún segir þessa niðurstöðu vera sér gríðarleg vonbrigði og að bæjaryfirvöld hafi brugðist í málinu. Þá segir Ragnheiður Elín að það hafi verið ótrúlegt að hlusta á formann bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar í umræðunni. „Ég mun fara ítarlega yfir það síðar en forherðing er það orð í sem mér dettur fyrst í hug. En málinu er hvergi nærri lokið. VIð munum leita allra leiða til þess að koma þessu máli farsællega í höfn. Það eru skýrir ágallar á afgreiðslu málsins vegna vanhæfis nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði sem skera þarf úr um hjá viðeigandi aðilum, og svo munum við að sjálfsögðu beita okkur fyrir skyndifriðun hússins,“ segir Ragnheiður Elín.Samkvæmt tillögu að deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir núverandi lóð Framnesvegar 11 stækki yfir á Framnesveg 9, þar sem Sundhöllin er, og Básveg 11. Með því megi reisa þrjú 4-5 hæða hús með allt að 87 íbúðum. Í tillögunni segir að með stækkun lóðarinnar „gefst tækifæri á að raða byggingum innan lóðar við sjávarlínu, svo allir íbúar hafi útsýni til sjávar og þar með auka gæði íbúðanna.“ Svo byggja megi á lóð Sundhallarinnar þurfi hún að víkja en í staðinn er gert ráð fyrir að grunni Sundhallarinnar verði haldið eftir og efnt verði til hugmyndasamkeppni um um útfærslu minnisvarða um sundmenningu á Suðurnesjum.
Skipulag Tengdar fréttir Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10