Fótbolti

Ronaldo frumsýnir nýja treyju Portúgal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Einfaldleikinn hefur einkennt búninga Nike síðustu ár
Einfaldleikinn hefur einkennt búninga Nike síðustu ár getty
Nú fara flest liðin sem verða á HM í Rússlandi að verða búin að afhjúpa búningana sem þau munu klæðast í lokakeppninni. Þúsundir fylgdust með þegar KSÍ og Errea afhjúpuðu íslensku treyjuna í síðustu viku.

Nýjasta frumsýningin er frá liði Portúgal, en þeir settu myndir af nýja búningnum sínum á Twitter seint í gærkvöldi.

Stórstjarnan og fyrirliðinn Cristiano Ronaldo var að sjálfsögðu fenginn í fyrirsætustörfin og er hann á nokkuð kunnulegum slóðum í frekar einfaldri rauðri treyjunni.





Þrátt fyrir einfaldleikann er treyjan samt sem áður nokkuð glæsileg, frekar nýtískuleg í hönnun og eru smáatriði eins og Nike merkið og númer leikmanna gulllituð til heiðurs Evrópumeistaratitli Portúgals frá því í Frakklandi fyrir tveimur árum.

Varatreyja Portúgal er hvít að vanda en eru smáar, grænar stjörnur eða krossar yfir allri treyjunni og er hún einnig mjög einföld en glæsileg.

Grænu krossarnir á hvíta búningnum sjást ekki úr fjarlægð en gefa treyjunni skemmtilegan blægetty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×