Vegfarandi sem átti leið fram hjá Litlu kaffistofunni í nótt eða snemma í morgun kom auga á hundinn og kom honum í hendur lögreglu, að því er kemur fram í færslu á Facebook-síður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Hundurinn er nú í óskilum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Eigandi hans getur vitjað hans með því að hafa samband við lögreglu í gegnum símann 112.
Uppfært 23:36 Í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni greinir lögreglan frá þeim gleðitíðindum að tekist hafi að hafa uppi á eiganda hundsins.