Margmenni við jarðarför Stephen Hawking Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 31. mars 2018 16:00 Jarðarför stjarneðlisfræðingsins Stephen Hawking fór fram í dag. Margmenni var við athöfnina sem var haldin í Cambridge í dag. Hawking, sem lést 14.mars síðastliðinn, var 76 ára að aldri og var haldinn hreyfitaugungahrörnun. Áður en athöfnin hófst slógu kirkjuklukkurnar 76 slög, eitt slag fyrir hvert ár sem Hawking lifði. 500 manns var boðið að vera viðstatt útförina og þar á meðal var fjölskylda Hawking, vinir og vinnufélagar hans. Eddie Redmayne sem túlkaði Hawking í Óskarsverðlaunamyndinni The Theory of Everything var einn af þeim sem hélt minningarræðu við athöfnina í dag. Auk Redmayne töluðu Robert elsti sonur Hawking, prófessor Fay Dowker og stjörnufræðingurinn Martin Rees. Ofan á kistu Hawking var krans með hvítum liljum sem tákna háskólann og annar krans með hvítum rósum sem táknar pólstjörnuna. Breski vísindamaðurinn gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. Ein þeirra, Saga Tímans, var til að mynda í 237 vikur á metsölulista Sunday Times, lengst allra bóka. Þegar Hawking var 22 ára gamall var hann greindur með hreyfitaugungahrörnun og töldu læknar að hann ætti þá ekki nema nokkrar vikur eftir ólifaðar. Upp úr 1970 gat hann ekki lengur gengið óstuddur og áttu ókunnugir erfitt með að skilja hann. Á síðustu árum hafði hann ferðast með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil.Eddie Redmaye flutti minningarorð við útförinaVísir/AFPLucy Hawking fyrsta eiginkona Stephen var viðstödd útförina.Vísir/AFPKista HawkingVísir/AFP Andlát Tengdar fréttir Stephen Hawking látinn Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 04:58 Hawking verður grafinn nærri Newton og Darwin Ösku Stephens Hawking verður komið fyrir í Westminsterklaustri í London síðar á þessu ári. 20. mars 2018 23:09 Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
Jarðarför stjarneðlisfræðingsins Stephen Hawking fór fram í dag. Margmenni var við athöfnina sem var haldin í Cambridge í dag. Hawking, sem lést 14.mars síðastliðinn, var 76 ára að aldri og var haldinn hreyfitaugungahrörnun. Áður en athöfnin hófst slógu kirkjuklukkurnar 76 slög, eitt slag fyrir hvert ár sem Hawking lifði. 500 manns var boðið að vera viðstatt útförina og þar á meðal var fjölskylda Hawking, vinir og vinnufélagar hans. Eddie Redmayne sem túlkaði Hawking í Óskarsverðlaunamyndinni The Theory of Everything var einn af þeim sem hélt minningarræðu við athöfnina í dag. Auk Redmayne töluðu Robert elsti sonur Hawking, prófessor Fay Dowker og stjörnufræðingurinn Martin Rees. Ofan á kistu Hawking var krans með hvítum liljum sem tákna háskólann og annar krans með hvítum rósum sem táknar pólstjörnuna. Breski vísindamaðurinn gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. Ein þeirra, Saga Tímans, var til að mynda í 237 vikur á metsölulista Sunday Times, lengst allra bóka. Þegar Hawking var 22 ára gamall var hann greindur með hreyfitaugungahrörnun og töldu læknar að hann ætti þá ekki nema nokkrar vikur eftir ólifaðar. Upp úr 1970 gat hann ekki lengur gengið óstuddur og áttu ókunnugir erfitt með að skilja hann. Á síðustu árum hafði hann ferðast með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil.Eddie Redmaye flutti minningarorð við útförinaVísir/AFPLucy Hawking fyrsta eiginkona Stephen var viðstödd útförina.Vísir/AFPKista HawkingVísir/AFP
Andlát Tengdar fréttir Stephen Hawking látinn Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 04:58 Hawking verður grafinn nærri Newton og Darwin Ösku Stephens Hawking verður komið fyrir í Westminsterklaustri í London síðar á þessu ári. 20. mars 2018 23:09 Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
Stephen Hawking látinn Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 04:58
Hawking verður grafinn nærri Newton og Darwin Ösku Stephens Hawking verður komið fyrir í Westminsterklaustri í London síðar á þessu ári. 20. mars 2018 23:09
Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“