Í fararbroddi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 31. mars 2018 10:00 Í vikunni bárust fregnir af því að ný hraðhleðslustöð hefði verið tekin í gagnið í Mývatnssveit og að með því væri allur hringvegurinn opinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru þar með milli hleðslustöðva á hringveginum. Rafbílar voru í árslok 2017 um fimm þúsund talsins á Íslandi og hafði fjöldi þeirra þá fimmfaldast á ríflega 18 mánuðum. Opinberar spár gera ráð fyrir að árið 2030 verði hér 30 þúsund rafbílar. Forstjóri Orkuveitunnar telur þessar spár reyndar fullvarfærnislegar og að raunhæfara sé að áætla að þeir verði um hundrað þúsund talsins. Hann segir núverandi raforkukerfi auðveldlega bera þá fjölgun sem þegar hafi orðið, og að ekki þurfi frekari fjárfestingu í kerfinu fyrr en rafbílar nái 50 þúsund. Auðvitað eru enn einhverjar áskoranir sem yfirstíga þarf áður en rafbíllinn verður fyrsti kostur á hverju heimili. Þannig þarf til dæmis að finna lausnir fyrir hleðslu við fjölbýlishús og í grónari hverfum borgarinnar. Mestu myndi þó muna ef bílaleigubílaflotinn yrði í auknum mæli samansettur af rafbílum. Nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld og forsvarsmenn bílaleiga að vinna saman þannig að hvati myndist fyrir bílaleigurnar til að leigja út rafbíla í auknum mæli. Nú þegar hægt er að aka hringveginn á rafmagni eingöngu, hlýtur stærsta ljónið að vera úr veginum. Forveri núverandi umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttir, gaf það út í embættistíð sinni að það væri stefna stjórnvalda að Ísland skuli að fullu rafbílavætt árið 2030. Með öðrum orðum, bensín og dísilbílar skyldu vera með öllu horfnir af götunum fyrir þann tíma. Einhverjir urðu hissa á þessum yfirlýsingum ráðherra. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda benti á að með þessu yrði gengið mun lengra en hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Í því samhengi má benda á að Bretar hafa lýst því yfir að þeir hyggist banna dísil- og bensínbíla fyrir árið 2040. Björt vildi því að Íslendingar yrðu áratug á undan Bretum í þessum efnum. Mikil umræða hefur skapast nú í vetur og vor um svifryksmengun í Reykjavík. Ljóst er að þar spilar útblástur dísilbíla stóra rullu. Mörg stærri ríki, þar á meðal Bretland, hafa nú horfið frá fyrri stefnu sem hyglaði dísilbílum. Stefna þeirra flestra er nú að útrýma slíkum bílum af götunum. Orkuskipti eru sömuleiðis veigamikill hluti af Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Íslendingar eiga ekki að láta sér nægja lágmarkskröfur í þeim efnum, heldur eiga að vera í fararbroddi. Orðspor okkar Íslendinga er að við búum í hreinu og tæru landi, þótt slíkt kunni að hljóma eins og mýta fyrir þá sem vanir eru að sitja fastir í umferð í Reykjavík. Björt var ekki í neinu bjartsýniskasti. Síður en svo. Ísland er lítið land og við eigum að geta lyft grettistaki í umhverfismálum með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Við eigum að sameinast um það markmið að Ísland verði að fullu rafbílavætt fyrir árið 2030. Vilji og samtakamáttur er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust fregnir af því að ný hraðhleðslustöð hefði verið tekin í gagnið í Mývatnssveit og að með því væri allur hringvegurinn opinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru þar með milli hleðslustöðva á hringveginum. Rafbílar voru í árslok 2017 um fimm þúsund talsins á Íslandi og hafði fjöldi þeirra þá fimmfaldast á ríflega 18 mánuðum. Opinberar spár gera ráð fyrir að árið 2030 verði hér 30 þúsund rafbílar. Forstjóri Orkuveitunnar telur þessar spár reyndar fullvarfærnislegar og að raunhæfara sé að áætla að þeir verði um hundrað þúsund talsins. Hann segir núverandi raforkukerfi auðveldlega bera þá fjölgun sem þegar hafi orðið, og að ekki þurfi frekari fjárfestingu í kerfinu fyrr en rafbílar nái 50 þúsund. Auðvitað eru enn einhverjar áskoranir sem yfirstíga þarf áður en rafbíllinn verður fyrsti kostur á hverju heimili. Þannig þarf til dæmis að finna lausnir fyrir hleðslu við fjölbýlishús og í grónari hverfum borgarinnar. Mestu myndi þó muna ef bílaleigubílaflotinn yrði í auknum mæli samansettur af rafbílum. Nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld og forsvarsmenn bílaleiga að vinna saman þannig að hvati myndist fyrir bílaleigurnar til að leigja út rafbíla í auknum mæli. Nú þegar hægt er að aka hringveginn á rafmagni eingöngu, hlýtur stærsta ljónið að vera úr veginum. Forveri núverandi umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttir, gaf það út í embættistíð sinni að það væri stefna stjórnvalda að Ísland skuli að fullu rafbílavætt árið 2030. Með öðrum orðum, bensín og dísilbílar skyldu vera með öllu horfnir af götunum fyrir þann tíma. Einhverjir urðu hissa á þessum yfirlýsingum ráðherra. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda benti á að með þessu yrði gengið mun lengra en hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Í því samhengi má benda á að Bretar hafa lýst því yfir að þeir hyggist banna dísil- og bensínbíla fyrir árið 2040. Björt vildi því að Íslendingar yrðu áratug á undan Bretum í þessum efnum. Mikil umræða hefur skapast nú í vetur og vor um svifryksmengun í Reykjavík. Ljóst er að þar spilar útblástur dísilbíla stóra rullu. Mörg stærri ríki, þar á meðal Bretland, hafa nú horfið frá fyrri stefnu sem hyglaði dísilbílum. Stefna þeirra flestra er nú að útrýma slíkum bílum af götunum. Orkuskipti eru sömuleiðis veigamikill hluti af Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Íslendingar eiga ekki að láta sér nægja lágmarkskröfur í þeim efnum, heldur eiga að vera í fararbroddi. Orðspor okkar Íslendinga er að við búum í hreinu og tæru landi, þótt slíkt kunni að hljóma eins og mýta fyrir þá sem vanir eru að sitja fastir í umferð í Reykjavík. Björt var ekki í neinu bjartsýniskasti. Síður en svo. Ísland er lítið land og við eigum að geta lyft grettistaki í umhverfismálum með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Við eigum að sameinast um það markmið að Ísland verði að fullu rafbílavætt fyrir árið 2030. Vilji og samtakamáttur er allt sem þarf.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun