17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. mars 2018 00:45 Maðurinn reyndist sem betur fer furðu lítið slasaður. Vísir/Magnús Hlynur. Sautján tonna grafa valt af tengivagni við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra í kvöld. Einn varð undir gröfunni er hún valt af vagninum. Brunavarnir Rangárþings og sjúkraflutningamenn á Suðurlandi fengu útkall klukkan 22:25 og sendu mikið björgunarlið á vettvang. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig send á staðinn auk björgunarsveita. Frá björgunaraðgerðum.Vísir Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Rangárþings, segir aðstæður á vettvangi hafa verið ágætar en gott veður var á staðnum. Hann segir björgunaraðgerðina hafa verið nokkuð flókna en kallað hafi verið til öll þau tæki sem hægt hafi verið að kalla til, t il þess að ná manninum undan en hann var með meðvitund alla tímann og furðu lítið slasaður, að sögn Leifs. Til þess að lyfta gröfunni voru notaðir spilvírar af björgunarsveitarbílum sem komu á vettvang. Alls tóku á bilinu 30-40 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og lögreglumenn þátt í aðgerðum en með samspili allra þessara aðila tókst björgunin vel. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti svo manninn, eftir að hann náðist undan gröfunni, á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til nánari skoðunar. Tildrög slyssins eru ókunn og eru í rannsókn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var verið að vinna með vélina á pallinum þegar slysið varð. Frá slysstað.Vísir/Magnús Hlynur. Lögreglumál Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Sautján tonna grafa valt af tengivagni við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra í kvöld. Einn varð undir gröfunni er hún valt af vagninum. Brunavarnir Rangárþings og sjúkraflutningamenn á Suðurlandi fengu útkall klukkan 22:25 og sendu mikið björgunarlið á vettvang. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig send á staðinn auk björgunarsveita. Frá björgunaraðgerðum.Vísir Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Rangárþings, segir aðstæður á vettvangi hafa verið ágætar en gott veður var á staðnum. Hann segir björgunaraðgerðina hafa verið nokkuð flókna en kallað hafi verið til öll þau tæki sem hægt hafi verið að kalla til, t il þess að ná manninum undan en hann var með meðvitund alla tímann og furðu lítið slasaður, að sögn Leifs. Til þess að lyfta gröfunni voru notaðir spilvírar af björgunarsveitarbílum sem komu á vettvang. Alls tóku á bilinu 30-40 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og lögreglumenn þátt í aðgerðum en með samspili allra þessara aðila tókst björgunin vel. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti svo manninn, eftir að hann náðist undan gröfunni, á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til nánari skoðunar. Tildrög slyssins eru ókunn og eru í rannsókn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var verið að vinna með vélina á pallinum þegar slysið varð. Frá slysstað.Vísir/Magnús Hlynur.
Lögreglumál Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira