Kingsley Coman og félagar hans í Bayern München tryggðu sér þýska meistaratitilinn um helgina með sigri á Alfreð Finnbogasyni og liðfélögum hans í Augsburg.
Coman var þarna að verða þýskur meistari þriðja árið í röð en hann kom til þýska stórliðsins á láni í ágúst 2015. Bayern gekk frá kaupunum á Frakkanum fyrir þetta tímabil en fyrstu tvö tímabilin hans í Bæjaralandi var hann á lánssamning.
Meistaratitlarnir á ferlinum eru þó tvöfalt fleiri en þessir hjá Bæjurum því Kingsley Coman varð einnig tvisvar franskur meistari Paris Saint-Germain og einu sinni ítalskur meistari með Juventus.
Kingsley Coman has now won SIX league titles in a row... He's just 21 years old!
2013 Ligue 1
2014 Ligue 1
2015 Serie A
2016 Bundesliga
2017 Bundesliga
2018 Bundesliga pic.twitter.com/yqeTFKV7Es
— GeniusFootball (@GeniusFootball) April 8, 2018
Hann varð því meistari það tímabil eins og hin fimm á atvinnumannaferlinum til þessa. Það er ótrúleg staðreynd fyrir leikmann sem er fæddur árið 1996 og verður ekki 22 ára fyrr en 13. júní næstkomandi.
Bayern München hefur unnið þýsku deildina sjötta árið í röð og sigurgangan er líkleg til að halda áfram. Kingsley Coman skrifaði nýverið undir samning til 2023 og ætti því að geta orðið þýskur meistari mörgum sinnum í viðbót.