NBA: Nýliði í svaka stuði þegar Utah Jazz tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2018 07:30 Donovan Mitchell. Vísir/AP Utah Jazz varð í nótt fjórða liðið úr Vesturdeildinni til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár en gríðarlega spenna er í baráttunni um fjögur síðustu sætin í lokaleikjum deildarkeppninnar. Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og verður því með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Utah Jazz þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 112-97 sigri á Los Angeles Lakers. Þrátt fyrir að lítið sé eftir af deildarkeppninni þá er Utah liðið aðeins það fjórða úr Vesturdeildinni sem nær þessu takmarki. Fimm lið hafa unnið á bilinu 45 til 46 sigra í vetur og berjast því um síðustu fjögur sætin fram á lokadag en deildarkeppninni lýkur á miðvikudagskvöldið. Donovan Mitchell var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar en Joe Ingles bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum og Jae Crowder var með 18 stig. Josh Hart var með 25 stig fyrir Lakers liðið sem hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.J.J. Redick var stigahæstur með 18 stig þegar Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og jafnaði félagsmetið. Að þessu sinni vann liðið 109-97 sigur á Dallas Mavericks og tryggði sér með því heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ben Simmons bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum og Robert Covington var með 15 stig og 10 fráköst. Sixers liðið hefur nú unnið 50 af 80 leikjum sínum en fyrir tveimur árum vann liðið aðeins 10 af 82 leikjum. Þetta er fyrsti 50 sigra tímabil félagsins frá því veturinn 2000-01 þegar Allen Iverson leiddi liðið alla leið inn í lokaúrslitin. Eina Sixers liðið sem hefur unnið fjórtán leiki í röð var liðið með Dr. J og Moses Malone tímabilið 1982-83 en það lið varð meistari. Klay Thompson skoraði 22 af 34 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum þeagr Golden State Warriors vann 117-100 útisigur á Phoenix Suns. Þetta var fimmtándi leikurinn í röð sem Golden State vinnur Phoenix. Kevin Durant var með 17 stig og 9 stoðsendingar.Taurean Prince var með 33 stig þegar Atlanta Hawks vann 112-106 sigur á Boston Celtics en tapið skipti ekki máli því Boston er búið að tryggja sér annað sætið í Austurdeildinni. Brad Stevens, þjálfari Boston, frysti þá Al Horford, Jayson Tatum, Jaylen Brown og Terry Rozier alla á bekknum í fjórða leikhlutanum en þetta var þriðja tap Celtics liðsins í síðustu fjórum leikjum. Jayson Tatum var stigahæstur með 19 stig en Rozier vantaði aðeins 1 stoðsendingu og 2 fráköst í þrennuna.C.J. Miles skoraði 22 stig og OG Anunoby var með 21 stig þegar besta liðið í Austurdeildinni, Toronto Raptors, vann sinn 58. leik á tímabilinu og bætti með því félagsmetið. Liðið var þegar búið að tryggja sér efsta sætið í Austurdeildinni og þeir DeMar DeRozan og Jonas Valanciunas fengu báðir frí í þessum 112-101 sigri á Orlando Magic.Domantas Sabonis skoraði 30 stig og bætti við 27 stigum þegar Indiana Pacers vann 123-117 sigur á Charlotte Hornets. Lance Stephenson var síðan með 10 fráköst, 10 stoðsendingar og 8 stig í sjöunda sigri Indiana í síðustu níu leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Golden State Warriors 100-117 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 97-112 Toronto Raptors - Orlando Magic 112-101 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 130-117 Boston Celtics - Atlanta Hawks 106-112 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 117-123 Philadelphia 76ers - Dallas Mavericks 109-97 NBA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Utah Jazz varð í nótt fjórða liðið úr Vesturdeildinni til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár en gríðarlega spenna er í baráttunni um fjögur síðustu sætin í lokaleikjum deildarkeppninnar. Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og verður því með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Utah Jazz þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 112-97 sigri á Los Angeles Lakers. Þrátt fyrir að lítið sé eftir af deildarkeppninni þá er Utah liðið aðeins það fjórða úr Vesturdeildinni sem nær þessu takmarki. Fimm lið hafa unnið á bilinu 45 til 46 sigra í vetur og berjast því um síðustu fjögur sætin fram á lokadag en deildarkeppninni lýkur á miðvikudagskvöldið. Donovan Mitchell var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar en Joe Ingles bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum og Jae Crowder var með 18 stig. Josh Hart var með 25 stig fyrir Lakers liðið sem hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.J.J. Redick var stigahæstur með 18 stig þegar Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og jafnaði félagsmetið. Að þessu sinni vann liðið 109-97 sigur á Dallas Mavericks og tryggði sér með því heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ben Simmons bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum og Robert Covington var með 15 stig og 10 fráköst. Sixers liðið hefur nú unnið 50 af 80 leikjum sínum en fyrir tveimur árum vann liðið aðeins 10 af 82 leikjum. Þetta er fyrsti 50 sigra tímabil félagsins frá því veturinn 2000-01 þegar Allen Iverson leiddi liðið alla leið inn í lokaúrslitin. Eina Sixers liðið sem hefur unnið fjórtán leiki í röð var liðið með Dr. J og Moses Malone tímabilið 1982-83 en það lið varð meistari. Klay Thompson skoraði 22 af 34 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum þeagr Golden State Warriors vann 117-100 útisigur á Phoenix Suns. Þetta var fimmtándi leikurinn í röð sem Golden State vinnur Phoenix. Kevin Durant var með 17 stig og 9 stoðsendingar.Taurean Prince var með 33 stig þegar Atlanta Hawks vann 112-106 sigur á Boston Celtics en tapið skipti ekki máli því Boston er búið að tryggja sér annað sætið í Austurdeildinni. Brad Stevens, þjálfari Boston, frysti þá Al Horford, Jayson Tatum, Jaylen Brown og Terry Rozier alla á bekknum í fjórða leikhlutanum en þetta var þriðja tap Celtics liðsins í síðustu fjórum leikjum. Jayson Tatum var stigahæstur með 19 stig en Rozier vantaði aðeins 1 stoðsendingu og 2 fráköst í þrennuna.C.J. Miles skoraði 22 stig og OG Anunoby var með 21 stig þegar besta liðið í Austurdeildinni, Toronto Raptors, vann sinn 58. leik á tímabilinu og bætti með því félagsmetið. Liðið var þegar búið að tryggja sér efsta sætið í Austurdeildinni og þeir DeMar DeRozan og Jonas Valanciunas fengu báðir frí í þessum 112-101 sigri á Orlando Magic.Domantas Sabonis skoraði 30 stig og bætti við 27 stigum þegar Indiana Pacers vann 123-117 sigur á Charlotte Hornets. Lance Stephenson var síðan með 10 fráköst, 10 stoðsendingar og 8 stig í sjöunda sigri Indiana í síðustu níu leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Golden State Warriors 100-117 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 97-112 Toronto Raptors - Orlando Magic 112-101 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 130-117 Boston Celtics - Atlanta Hawks 106-112 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 117-123 Philadelphia 76ers - Dallas Mavericks 109-97
NBA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira