Segir 12 tóna vera meira en venjulega plötubúð Sveinn Arnarsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Lárus Jóhannesson og Jóhannes Ágústsson reka plötubúðina 12 tóna á Skólavörðustíg. Lárus segir þennan tíma hafa verið afar viðburðaríkan og tímarnir hafa breyst verulega síðan rekstur verslunarinnar hófst fyrir tveimur áratugum. Vísir/ANTOn Hljómplötuverslunin 12 tónar á Skólavörðustíg fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu. Á þessum tveimur áratugum hefur orðið gríðarleg breyting í dreifingu tónlistar og má með sanni segja að það sé ákveðið stórvirki að halda úti hljómplötuverslun svo lengi á þessum tíma. Í stafni verslunarinnar standa þeir Lárus Jóhannesson og Jóhannes Ágústsson. Lárus segir þennan tíma hafa verið afar viðburðaríkan og engan bilbug er að finna á þeim félögum. „Það er alveg rétt að 12 tónar er annað og meira en bara bara hljómplötuverslun. Þetta fyrirbæri er orðið nokkuð þekkt,“ segir Lárus. „Við höfum reynt eftir fremsta megni að vera með gott úrval af góðri tónlist og reynt að brjóta múra milli tónlistarstefna sem hefur að okkar mati gefist vel.“ En Lárus bendir lílka á að fólk hafi gagngert gert sér ferð til Íslands með það að markmiði að koma í verslunina. „Fyrir mörgum árum kom til okkar kona frá Japan sem hafði dreymt um að koma í 12 tóna, setjast niður með kaffibolla og hlusta á íslenska tónlist. Svo þegar hún loksins kom þá brotnaði hún niður og fór að gráta. Þá áttuðum við okkur á hvað þetta var stór stund í lífi hennar,“ segir Lárus. Verslunin er því að einhverju leyti fjölsóttur ferðamannastaður í Reykjavík. „Það var fyrir tveimur árum að við lokuðum versluninni í hálftíma vegna brúðkaups,“ segir Lárus frá. „Það orsakaðist þannig að við fengum bréf með hálfs árs fyrirvara frá pari í Ástralíu sem spurði hvort það væri hægt að gefa þau saman í versluninni. Af einhverjum ástæðum hafði búðin eitthvert sérstakt gildi fyrir þau. Þau komu ásamt svaramönnum og við tókum þátt í athöfninni og drukkum svo kampavín með þeim að lokinni athöfn. Þetta kannski sýnir að búðin er eitthvað meira en bara verslun með hljómplötur.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira
Hljómplötuverslunin 12 tónar á Skólavörðustíg fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu. Á þessum tveimur áratugum hefur orðið gríðarleg breyting í dreifingu tónlistar og má með sanni segja að það sé ákveðið stórvirki að halda úti hljómplötuverslun svo lengi á þessum tíma. Í stafni verslunarinnar standa þeir Lárus Jóhannesson og Jóhannes Ágústsson. Lárus segir þennan tíma hafa verið afar viðburðaríkan og engan bilbug er að finna á þeim félögum. „Það er alveg rétt að 12 tónar er annað og meira en bara bara hljómplötuverslun. Þetta fyrirbæri er orðið nokkuð þekkt,“ segir Lárus. „Við höfum reynt eftir fremsta megni að vera með gott úrval af góðri tónlist og reynt að brjóta múra milli tónlistarstefna sem hefur að okkar mati gefist vel.“ En Lárus bendir lílka á að fólk hafi gagngert gert sér ferð til Íslands með það að markmiði að koma í verslunina. „Fyrir mörgum árum kom til okkar kona frá Japan sem hafði dreymt um að koma í 12 tóna, setjast niður með kaffibolla og hlusta á íslenska tónlist. Svo þegar hún loksins kom þá brotnaði hún niður og fór að gráta. Þá áttuðum við okkur á hvað þetta var stór stund í lífi hennar,“ segir Lárus. Verslunin er því að einhverju leyti fjölsóttur ferðamannastaður í Reykjavík. „Það var fyrir tveimur árum að við lokuðum versluninni í hálftíma vegna brúðkaups,“ segir Lárus frá. „Það orsakaðist þannig að við fengum bréf með hálfs árs fyrirvara frá pari í Ástralíu sem spurði hvort það væri hægt að gefa þau saman í versluninni. Af einhverjum ástæðum hafði búðin eitthvert sérstakt gildi fyrir þau. Þau komu ásamt svaramönnum og við tókum þátt í athöfninni og drukkum svo kampavín með þeim að lokinni athöfn. Þetta kannski sýnir að búðin er eitthvað meira en bara verslun með hljómplötur.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira