Kerfisbyltingar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. apríl 2018 10:00 Stjórnmálaflokkar koma og fara, stundum kveðja þeir hægt og hljótt en stundum springa þeir með látum. Sumir tortíma jafnvel sjálfum sér á einni nóttu eins og henti Bjarta framtíð svo slysalega fyrir ekki ýkja löngu. En þótt einn flokkur hverfi fækkar flokkunum samt ekki að ráði því nýir flokkar skjóta óðara upp kollinum. Stjórnmálamenn koma líka og fara. Sumum þeirra finnst full ástæða til að minna á brotthvarf sitt sé ekki nægilega eftir því tekið, eins og Birgitta Jónsdóttir gerði á dögunum á Facebook. Þar sá hún ástæðu til að ítreka að hún væri hætt í Pírötum, hreyfingu sem hún átti þátt í að stofna. Fjölmiðlar sneru sér vitanlega til Birgittu til að fá nánari útskýringu á þessu brotthvarfi sem alltof fáir höfðu tekið eftir. Birgitta segir ástæðurnar fyrir því að hún gafst upp á stjórnmálum vera allnokkrar. Hún varð til dæmis fyrir miklum vonbrigðum með stjórnmálin, kerfið og almenning. Það er ekkert undarlegt að Birgitta hafi orðið fyrir vonbrigðum með almenning. Um tíma varð ekki annað séð en að Píratar væru sannkallaður flokkur fólksins. Í aprílmánuði 2016 mældist fylgi flokksins í skoðanakönnunum 43 prósent. Stjórnmálaflokkur getur vart gert betur. Herská vígorð Pírata um alls kyns kerfisbreytingar hljómuðu á þeim tíma vel í eyrum kjósenda, ásamt slagorðum um að fletta þyrfti ofan af þeirri spillingu sem sögð var grassera út um allt og átti vitanlega að tengjast Sjálfstæðisflokknum, eins og flest annað sem miður fer í þjóðfélaginu. Æðið rann af kjósendum þegar á kjörstað var komið og þeir kusu eitthvað allt annað en Pírata. Umfangsmiklar kerfisbreytingar reyndust einfaldlega ekki það sem kjósendur kærðu sig um. Þeim var sagt að það ætti að umbylta sjávarútvegskerfinu vegna þess að því væri stjórnað af vondum og gráðugum auðmönnum sem einskis svífast og svo átti að henda stjórnarskrá sem hefur dugað ágætlega og semja nýtt og róttækt plagg í hennar stað. Á kjördag voru þetta ekki baráttumál sem þjóðin hafði áhuga á. Kerfið, sem Birgitta segir ómögulegt og vill breyta á róttækan hátt, er enn við lýði. Ástæðan er einfaldlega sú að kjósendur hafa í kosningum veitt brautargengi flokkum sem vilja fara fremur hægt í kerfisbreytingar, ef þeir á annað borð hafa hug á slíkum breytingum. Í lýðræðislegum kosningum ræður þjóðarviljinn. Þjóðarsálin sem var svo æst og reið á hrunárunum og steytti hnefann reiðubúin til átaka þjáist ekki lengur af vanstillingu. Meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um að kollsteypa kerfum heldur kýs ákveðna festu og stöðugleika. Flokkar sem boða róttækar og hraðar kerfisbreytingar, sem þeir gleyma reyndar iðulega að útskýra hvernig á að framkvæma, fá ekki fjöldafylgi í kosningum. Venjulega eru þeir heldur ekki stjórntækir því forystumenn þeirra eru iðulega einstrengingslegir og telja það svik við sannfæringu sína að gera málamiðlanir. Slíkum flokkum hentar best að vera utan stjórnar hverju sinni þar sem þeir geta hamast að vild og þusað yfir ónýtu kerfi. Upplausnarstefna þeirra á hins vegar ekki alvöru erindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar koma og fara, stundum kveðja þeir hægt og hljótt en stundum springa þeir með látum. Sumir tortíma jafnvel sjálfum sér á einni nóttu eins og henti Bjarta framtíð svo slysalega fyrir ekki ýkja löngu. En þótt einn flokkur hverfi fækkar flokkunum samt ekki að ráði því nýir flokkar skjóta óðara upp kollinum. Stjórnmálamenn koma líka og fara. Sumum þeirra finnst full ástæða til að minna á brotthvarf sitt sé ekki nægilega eftir því tekið, eins og Birgitta Jónsdóttir gerði á dögunum á Facebook. Þar sá hún ástæðu til að ítreka að hún væri hætt í Pírötum, hreyfingu sem hún átti þátt í að stofna. Fjölmiðlar sneru sér vitanlega til Birgittu til að fá nánari útskýringu á þessu brotthvarfi sem alltof fáir höfðu tekið eftir. Birgitta segir ástæðurnar fyrir því að hún gafst upp á stjórnmálum vera allnokkrar. Hún varð til dæmis fyrir miklum vonbrigðum með stjórnmálin, kerfið og almenning. Það er ekkert undarlegt að Birgitta hafi orðið fyrir vonbrigðum með almenning. Um tíma varð ekki annað séð en að Píratar væru sannkallaður flokkur fólksins. Í aprílmánuði 2016 mældist fylgi flokksins í skoðanakönnunum 43 prósent. Stjórnmálaflokkur getur vart gert betur. Herská vígorð Pírata um alls kyns kerfisbreytingar hljómuðu á þeim tíma vel í eyrum kjósenda, ásamt slagorðum um að fletta þyrfti ofan af þeirri spillingu sem sögð var grassera út um allt og átti vitanlega að tengjast Sjálfstæðisflokknum, eins og flest annað sem miður fer í þjóðfélaginu. Æðið rann af kjósendum þegar á kjörstað var komið og þeir kusu eitthvað allt annað en Pírata. Umfangsmiklar kerfisbreytingar reyndust einfaldlega ekki það sem kjósendur kærðu sig um. Þeim var sagt að það ætti að umbylta sjávarútvegskerfinu vegna þess að því væri stjórnað af vondum og gráðugum auðmönnum sem einskis svífast og svo átti að henda stjórnarskrá sem hefur dugað ágætlega og semja nýtt og róttækt plagg í hennar stað. Á kjördag voru þetta ekki baráttumál sem þjóðin hafði áhuga á. Kerfið, sem Birgitta segir ómögulegt og vill breyta á róttækan hátt, er enn við lýði. Ástæðan er einfaldlega sú að kjósendur hafa í kosningum veitt brautargengi flokkum sem vilja fara fremur hægt í kerfisbreytingar, ef þeir á annað borð hafa hug á slíkum breytingum. Í lýðræðislegum kosningum ræður þjóðarviljinn. Þjóðarsálin sem var svo æst og reið á hrunárunum og steytti hnefann reiðubúin til átaka þjáist ekki lengur af vanstillingu. Meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um að kollsteypa kerfum heldur kýs ákveðna festu og stöðugleika. Flokkar sem boða róttækar og hraðar kerfisbreytingar, sem þeir gleyma reyndar iðulega að útskýra hvernig á að framkvæma, fá ekki fjöldafylgi í kosningum. Venjulega eru þeir heldur ekki stjórntækir því forystumenn þeirra eru iðulega einstrengingslegir og telja það svik við sannfæringu sína að gera málamiðlanir. Slíkum flokkum hentar best að vera utan stjórnar hverju sinni þar sem þeir geta hamast að vild og þusað yfir ónýtu kerfi. Upplausnarstefna þeirra á hins vegar ekki alvöru erindi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun