Pelicans er að berjast fyrir sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar og þurftu á sigri að halda gegn ríkjandi meisturum. Fyrir leikinn í nótt hafði New Orleans ekki unnið gegn Golden State í síðustu tíu leikjum.
Anthony Davies vann baráttuna við Durant á flestum sviðum og leiddi Pelicans til sigurs með 34 stigum. Durant skoraði þrátt fyrir það 41 stig og tók 10 fráköst.
Anthony Davis stuffed the stat sheet with 34 PTS, 12 REB, 4 AST, 4 BLK, lifting the @PelicansNBA to victory on the road! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/DLsGP7wzkW
— NBA.com/Stats (@nbastats) April 8, 2018
Oklahoma City Thunder þurfti einnig nauðsynlega á sigri að halda þegar þeir sóttu eitt besta lið deildarinnar á tímabilinu, Houston Rockets, heim.
Paul George og Russel Westbrook voru báðir með 24 stig í sigri sem batt enda á 20 leikja sigurgöngu Houston. Gestirnir voru undir með einu stigi þegar sjö mínútur lifðu af leiknum en settu næstu 11 stig og lögðu þar grunninn að sex stiga sigri sínum.
New Orleans og Oklahoma City eru jöfn í 5. og 6. sæti Vesturdeildarinnar.
Paul George, Carmelo Anthony combine for 46 PTS to fuel @okcthunder's key victory in Houston! #ThunderUppic.twitter.com/k0BV33Opm4
— NBA (@NBA) April 8, 2018
Úrslit næturinnar:
LA Clippers - Denver Nuggets 115-134
New York Knicks - Milwaykee Bucks 102-115
Chicago Bulls - Brooklyn Nets 96-124
Houston Rockets - Oklahoma City Thunder 102-108
Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 120 -126
San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 116-105