Ráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2018 19:45 Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt af Aberdeen Angus kyni en fyrstu kálfarnir koma í heiminn í haust. Með nýja kyninu er vonast til að nautgriparækt eflist enn frekar og að þjóðin geti orðið sjálfbær með framleiðslu á nautakjöti.Kristján Þór Júlíusson fær hér upplýsingar frá Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands um kostnað við byggingu einangrunarstöðvarinnar á Stóra Ármóti.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonKristján Þór heimsótti nýja einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóahreppi í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda sem fór fram á Selfossi í gær og í dag. Á Stóra Ármóti hafa verið settir upp fósturvísar af af Aberdeen-Angus holdagripum frá Noregi í 32 kýr en aðeins 11 þeirri héldu. Kýrnar munu bera fyrstu kálfunum í haust. Kálfunum verður þá komið fyrir í 9 mánaða einangrun en eftir það verður tekið sæði úr þeim sem verður selt til bænda. Kristjáni Þór líst vel á nýju einangrunarstöðina. „Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna. Það er til mikillar fyrirmyndar að þeir ætla sér að taka stöðu og nýta tækifæri á markaði, byggja sig upp fyrir það, það er ánægjulegt og gott að verða vitni að slíku hugarfari.“ Í dag eru um eitt þúsund tonn af erlendu nautakjöti flutt inn til landsins á hverju ári. Hvað finnst Kristjáni Þór um það? „Þá er tækifæri fyrir íslenska kjötframleiðendur í nauti að búa sér til svigrúm og koma inn á þennan markað. Það ætla þessir vösku einstaklingar að gera hér, og ég fagna því mjög,“ segir Kristján.Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda er ánægður með að fá nýja gripi inn í nautakjötframleiðsluna á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonArnar Árnason formaður Landssambands kúabænda segir frábært að fá nýja gripi inn í nautakjötsframleiðsluna. „Við getum gert betur íslenskir bændur í að bjóða nautakjöt, það er 25 – 27 % af nautakjötsframleiðslu hér á landi innflutt.“ „Við viljum íslenskir bændur geta boðið Íslendingum og þeim sem hér dvelja upp á íslenskt nautakjöt. Á þennan hátt ætlum við að bregðast við til þess að fá stærri og holdfylltari gripi sem auðvelt er að afsetja og auka þannig gæði og vinnubrögð í þessari grein, þ.e. kjötframleiðslunni,“ segir Arnar sem lofar jafnframt að kjötið verði mjög gott að grillið. Flóahreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt af Aberdeen Angus kyni en fyrstu kálfarnir koma í heiminn í haust. Með nýja kyninu er vonast til að nautgriparækt eflist enn frekar og að þjóðin geti orðið sjálfbær með framleiðslu á nautakjöti.Kristján Þór Júlíusson fær hér upplýsingar frá Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands um kostnað við byggingu einangrunarstöðvarinnar á Stóra Ármóti.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonKristján Þór heimsótti nýja einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóahreppi í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda sem fór fram á Selfossi í gær og í dag. Á Stóra Ármóti hafa verið settir upp fósturvísar af af Aberdeen-Angus holdagripum frá Noregi í 32 kýr en aðeins 11 þeirri héldu. Kýrnar munu bera fyrstu kálfunum í haust. Kálfunum verður þá komið fyrir í 9 mánaða einangrun en eftir það verður tekið sæði úr þeim sem verður selt til bænda. Kristjáni Þór líst vel á nýju einangrunarstöðina. „Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna. Það er til mikillar fyrirmyndar að þeir ætla sér að taka stöðu og nýta tækifæri á markaði, byggja sig upp fyrir það, það er ánægjulegt og gott að verða vitni að slíku hugarfari.“ Í dag eru um eitt þúsund tonn af erlendu nautakjöti flutt inn til landsins á hverju ári. Hvað finnst Kristjáni Þór um það? „Þá er tækifæri fyrir íslenska kjötframleiðendur í nauti að búa sér til svigrúm og koma inn á þennan markað. Það ætla þessir vösku einstaklingar að gera hér, og ég fagna því mjög,“ segir Kristján.Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda er ánægður með að fá nýja gripi inn í nautakjötframleiðsluna á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonArnar Árnason formaður Landssambands kúabænda segir frábært að fá nýja gripi inn í nautakjötsframleiðsluna. „Við getum gert betur íslenskir bændur í að bjóða nautakjöt, það er 25 – 27 % af nautakjötsframleiðslu hér á landi innflutt.“ „Við viljum íslenskir bændur geta boðið Íslendingum og þeim sem hér dvelja upp á íslenskt nautakjöt. Á þennan hátt ætlum við að bregðast við til þess að fá stærri og holdfylltari gripi sem auðvelt er að afsetja og auka þannig gæði og vinnubrögð í þessari grein, þ.e. kjötframleiðslunni,“ segir Arnar sem lofar jafnframt að kjötið verði mjög gott að grillið.
Flóahreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00