Geðdeyfðarlyf trompa lyfleysu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. apríl 2018 09:00 Geðdeyfðarlyf virka betur en lyfleysumeðferð samkvæmt rannsókninni. Fréttablaðið/Getty Ný samanburðarrannsókn á virkni mismunandi tegunda geðdeyfðarlyfja sýnir fram á ótvíræðan ávinning af notkun þeirra í samanburði við lyfleysumeðferð. Dregur vonandi úr efasemdum um virkni lyfjanna. Notkun geðdeyfðarlyfja við alvarlegu þunglyndi (MDD) ber meiri árangur en lyfleysumeðferð. Þetta er niðurstaða nýrrar samanburðarrannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við Oxford-háskóla. Virkni geðdeyfðarlyfja til að hjálpa einstaklingum að eiga við geðraskanir á borð við þunglyndi er almennt viðurkennd. Hins vegar hafa verið skiptar skoðanir um hve mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysu. Þessi nýja og yfirgripsmikla rannsókn virðist svara þeirri spurningu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í læknaritinu The Lancet á dögunum en hún tekur til 522 birtra og óbirtra tvíblindra slembirannsókna á árunum milli 1979 og 2016. Niðurstöður þessara rannsóknar voru keyrðar saman en alls tóku þær til 116.477 einstaklinga. Af þeim voru 87.052 sjúklingar sem fengu eitt af 21 geðdeyfðarlyfi sem tekið var til rannsóknar, en 29.425 fengu lyfleysu. Þó að töluverður munur hafi verið á virkni lyfjanna þá sýndu þau í öllum tilfellum fram á betri virkni en lyfleysa. Jafnframt taka vísindamennirnir fram að þessar niðurstöður eigi aðeins við fullorðna einstaklinga, ekki börn og unglinga. Þeir segja lyfið Flúoxetín líklega eina geðdeyfðarlyfið sem geti dregið úr einkennum þunglyndis hjá þessum aldurshópi. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir á geðsviði Landspítala, bendir á að meðferðarsvörun við lyfleysumeðferð er meiri í meðferð þunglyndis en meðferð annarra algengra geðraskana. Viti sjúklingur að það séu helmingslíkur á að hann fái viðurkennt lyf eða lyfleysu, þá ýtir það frekar undir bata af þunglyndi en að taka enga töflu.Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræðiHann segir ávinning rannsóknarinnar ekki síst þann að höfundarnir söfnuðu einnig niðurstöðum sem ekki hafa verið birtar opinberlega. „Því hefur endurtekið verið haldið fram af efasemdarmönnum að ef það tækist að ná í niðurstöður óbirtra greina þá kæmu þunglyndislyfin mun verr út en áður hefur verið haldið fram,“ segir Engilbert. „Þessar niðurstöður sýna hins vegar mjög svipaða mynd og kom fram í samantekt sömu höfunda árið 2009 þar sem mikið skorti á aðgang að óbirtum rannsóknum.“ Höfundar rannsóknarinnar vonast til þess að niðurstöðurnar verði til þess að stuðla að enn öflugri gagnreyndum lækningum og að þær fræði sjúklinga, lækna og þá sem koma að opinberri stefnumótun um virkni geðdeyfðarlyfja. „Það hefur í raun vart verið deilt um það meðal lækna að þunglyndislyf skila árangri, heldur frekar hversu mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysumeðferð,“ segir Engilbert. „Það má þó alltaf finna tortryggna einstaklinga í röðum lækna og fræðimanna og almennings sem sjá samsæri í flestum hornum.“ Rannsóknin tók til alvarlegs til miðlungssvæsins þunglyndis. Alvarlegt þunglyndi er geðröskun sem herjar á 350 milljónir um allan heim. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Ný samanburðarrannsókn á virkni mismunandi tegunda geðdeyfðarlyfja sýnir fram á ótvíræðan ávinning af notkun þeirra í samanburði við lyfleysumeðferð. Dregur vonandi úr efasemdum um virkni lyfjanna. Notkun geðdeyfðarlyfja við alvarlegu þunglyndi (MDD) ber meiri árangur en lyfleysumeðferð. Þetta er niðurstaða nýrrar samanburðarrannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við Oxford-háskóla. Virkni geðdeyfðarlyfja til að hjálpa einstaklingum að eiga við geðraskanir á borð við þunglyndi er almennt viðurkennd. Hins vegar hafa verið skiptar skoðanir um hve mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysu. Þessi nýja og yfirgripsmikla rannsókn virðist svara þeirri spurningu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í læknaritinu The Lancet á dögunum en hún tekur til 522 birtra og óbirtra tvíblindra slembirannsókna á árunum milli 1979 og 2016. Niðurstöður þessara rannsóknar voru keyrðar saman en alls tóku þær til 116.477 einstaklinga. Af þeim voru 87.052 sjúklingar sem fengu eitt af 21 geðdeyfðarlyfi sem tekið var til rannsóknar, en 29.425 fengu lyfleysu. Þó að töluverður munur hafi verið á virkni lyfjanna þá sýndu þau í öllum tilfellum fram á betri virkni en lyfleysa. Jafnframt taka vísindamennirnir fram að þessar niðurstöður eigi aðeins við fullorðna einstaklinga, ekki börn og unglinga. Þeir segja lyfið Flúoxetín líklega eina geðdeyfðarlyfið sem geti dregið úr einkennum þunglyndis hjá þessum aldurshópi. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir á geðsviði Landspítala, bendir á að meðferðarsvörun við lyfleysumeðferð er meiri í meðferð þunglyndis en meðferð annarra algengra geðraskana. Viti sjúklingur að það séu helmingslíkur á að hann fái viðurkennt lyf eða lyfleysu, þá ýtir það frekar undir bata af þunglyndi en að taka enga töflu.Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræðiHann segir ávinning rannsóknarinnar ekki síst þann að höfundarnir söfnuðu einnig niðurstöðum sem ekki hafa verið birtar opinberlega. „Því hefur endurtekið verið haldið fram af efasemdarmönnum að ef það tækist að ná í niðurstöður óbirtra greina þá kæmu þunglyndislyfin mun verr út en áður hefur verið haldið fram,“ segir Engilbert. „Þessar niðurstöður sýna hins vegar mjög svipaða mynd og kom fram í samantekt sömu höfunda árið 2009 þar sem mikið skorti á aðgang að óbirtum rannsóknum.“ Höfundar rannsóknarinnar vonast til þess að niðurstöðurnar verði til þess að stuðla að enn öflugri gagnreyndum lækningum og að þær fræði sjúklinga, lækna og þá sem koma að opinberri stefnumótun um virkni geðdeyfðarlyfja. „Það hefur í raun vart verið deilt um það meðal lækna að þunglyndislyf skila árangri, heldur frekar hversu mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysumeðferð,“ segir Engilbert. „Það má þó alltaf finna tortryggna einstaklinga í röðum lækna og fræðimanna og almennings sem sjá samsæri í flestum hornum.“ Rannsóknin tók til alvarlegs til miðlungssvæsins þunglyndis. Alvarlegt þunglyndi er geðröskun sem herjar á 350 milljónir um allan heim.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira