Brugguðu fyrsta alíslenska kvenbjórinn Benedikt Bóas skrifar 7. apríl 2018 13:00 Því miður komust ekki allar konurnar sem komu að bruggun Bríetar þegar hún var kynnt á fimmtudag. En hér eru fimm fræknar, glaðar og kátar með Bríeti í glasi. Frá vinstri Ragnheiður Axel, Þórey Björk Halldórsdóttir, Alyson Hartwig, Laufey Sif Lárusdóttir og Cassie Cosgrove. Á myndina vantar Ástu Ósk, Berglindi Snæland og Hrefnu Karítas. Sjö bruggkonur komu saman í brugghúsi Ölverks í Hveragerði á alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn. Útkoman er Bríet, kókoshnetu-lime saison-bjór sem kynntur verður í dag. „Þetta er suðrænn bjór enda var sumarfílingur í okkur þegar við komum saman að ákveða hvaða bjór skyldi brugga. Það var sannarlega bjart yfir okkur og gott veður í Hveragerði. Hann kemur vel út og þetta er bjórinn sem á að drekka á snemmsumarsdögum,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, eigandi Ölverksbrugghússins í Hveragerði þar sem sjö konur komu saman í mars til að brugga fyrsta alíslenska kvenbjórinn, sem hlotið hefur nafnið Bríet. Í tilefni af alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn hittust konur í bruggi, blandarar og eigendur brugghúsa á Íslandi í Ölverki í Hveragerði og brugguðu saman skemmtilegan samstarfsbjór. Þema sambruggdagsins í ár var með „framandi“ ívafi en fyrir valinu varð léttur saison-bjór með suðrænum tónum, lime og kókóshnetu. Í árdaga bjórsins var bruggstarfið kvennastarf og má segja að hópurinn hafi lagt hjarta og sál í bruggframleiðsluna líkt og kynsystur þeirra gerðu áður. „Það var fyrir tilstilli Alyson Hartwig, bruggmeistara RVK Brewing Co., að hópurinn kom saman til að gera, í fyrsta sinn, samstarfsbjór á Íslandi. Þetta er stækkandi kvennaiðnaður og gaman fyrir aðrar konur að sjá að kvenmenn eru í iðnaðnum. Þetta er alþjóðlegur dagur sem er haldinn ár hvert um allan heim þar sem konur koma saman og brugga. Ölverk hentaði vel í þetta verkefni því við erum lítið brugghús, en okkar sérstaða er að við keyrum brugghúsið á jarðgufu.“ Bjórinn hefur fengið nafnið Bríet í höfuðið á Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en bruggkonurnar komu frá Lady Brewery, RVK Brewing Co., Ölverk brugghúsi, Ölvisholti brugghúsi og Fágun – félagi áhugafólks um gerjun á Íslandi. „Við erum konur sem höfum áhuga á bjór og það komu ýmsar tillögur og mikið af góðum hugmyndum. Það er nóg til í hugmyndabankanum fyrir næsta ár. Það er greinilega mikil hugmyndaauðgi hjá íslenskum bruggkonum og við erum engir eftirbátar karlanna þótt þeir séu yfirleitt sýnilegri,“ segir Laufey, stolt af félagsskapnum og bjórnum Bríeti. Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Sjá meira
Sjö bruggkonur komu saman í brugghúsi Ölverks í Hveragerði á alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn. Útkoman er Bríet, kókoshnetu-lime saison-bjór sem kynntur verður í dag. „Þetta er suðrænn bjór enda var sumarfílingur í okkur þegar við komum saman að ákveða hvaða bjór skyldi brugga. Það var sannarlega bjart yfir okkur og gott veður í Hveragerði. Hann kemur vel út og þetta er bjórinn sem á að drekka á snemmsumarsdögum,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, eigandi Ölverksbrugghússins í Hveragerði þar sem sjö konur komu saman í mars til að brugga fyrsta alíslenska kvenbjórinn, sem hlotið hefur nafnið Bríet. Í tilefni af alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn hittust konur í bruggi, blandarar og eigendur brugghúsa á Íslandi í Ölverki í Hveragerði og brugguðu saman skemmtilegan samstarfsbjór. Þema sambruggdagsins í ár var með „framandi“ ívafi en fyrir valinu varð léttur saison-bjór með suðrænum tónum, lime og kókóshnetu. Í árdaga bjórsins var bruggstarfið kvennastarf og má segja að hópurinn hafi lagt hjarta og sál í bruggframleiðsluna líkt og kynsystur þeirra gerðu áður. „Það var fyrir tilstilli Alyson Hartwig, bruggmeistara RVK Brewing Co., að hópurinn kom saman til að gera, í fyrsta sinn, samstarfsbjór á Íslandi. Þetta er stækkandi kvennaiðnaður og gaman fyrir aðrar konur að sjá að kvenmenn eru í iðnaðnum. Þetta er alþjóðlegur dagur sem er haldinn ár hvert um allan heim þar sem konur koma saman og brugga. Ölverk hentaði vel í þetta verkefni því við erum lítið brugghús, en okkar sérstaða er að við keyrum brugghúsið á jarðgufu.“ Bjórinn hefur fengið nafnið Bríet í höfuðið á Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en bruggkonurnar komu frá Lady Brewery, RVK Brewing Co., Ölverk brugghúsi, Ölvisholti brugghúsi og Fágun – félagi áhugafólks um gerjun á Íslandi. „Við erum konur sem höfum áhuga á bjór og það komu ýmsar tillögur og mikið af góðum hugmyndum. Það er nóg til í hugmyndabankanum fyrir næsta ár. Það er greinilega mikil hugmyndaauðgi hjá íslenskum bruggkonum og við erum engir eftirbátar karlanna þótt þeir séu yfirleitt sýnilegri,“ segir Laufey, stolt af félagsskapnum og bjórnum Bríeti.
Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Sjá meira