Búið að handtaka Conor | Tveir slösuðust og geta ekki barist Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2018 07:45 Conor er í mjög vondum málum eftir uppákomu gærkvöldsins. vísir/getty Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. Ástæða þess að Conor mætti í Barclays Center, ásamt föruneyti til þess að gera allt brjálað, er sögð vera sú að vinur hans, Artem Lobov, hafi lent í útistöðum við Rússann Khabib Nurmagomedov á þriðjudag. Það hefur lengi verið kalt á milli Conor og Khabib. Conor ákvað því að fljúga frá Írlandi til New York til þess að standa með vini sínum. Hann er sagður hafa brjálast við að sjá Khabib og hans menn ögra vini sínum. Hér að neðan má sjá myndband af rifrildi Khabib og Lobov en þar sést, og heyrist einnig, er Khabib, slær létt á hnakkann á Lobov. Khabib var ósáttur við að Artem hefði kallað hann aumingja í viðtali fyrir nokkru síðan en Artem neitaði því. Hann kallaði hann nú samt aumingja í viðtalinu þó hann hafi ekki þorað að viðurkenna það.Það alvarlegasta sem Conor gerði í Barclays Center var að kasta tryllu í gegnum glugga rútu þar sem fjöldi bardagakappa á UFC 223 voru í. Þar á meðal Khabib Nurmagomedov. Rúðan brotnaði og gler fór yfir tvo bardagakappa sem sátu við rúðuna. Það voru þeir Michael Chiesa og Ray Borg. Chiesa fékk skurði í andlitið er glerinu rigndi yfir hann. Borg fékk gler í andlitið. Hvorugur þeirra getur barist um helgina. Conor má í raun þakka fyrir að ekki fór verr en sjá má hann brjóta rúðuna hér að neðan. Þess utan er UFC búið að meina Lobov að berjast á morgun og því eru þrír bardagar komnir af dagskrá UFC 223. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðlamanna á Conor von á fjölda kæra upp úr hádegi og eftir þau formlegheit verður honum sleppt. Fleiri eiga örugglega eftir að kæra hann og margir dagar fram undan í dómssalnum hjá honum. UFC hefur eðlilega meinað honum frá því að mæta á bardagakvöldið á morgun og sambandið er að skoða hvort það eigi að reka hann úr UFC. Það verður að teljast afar ólíklegt enda langverðmætasti bardagakappi sambandsins sem hefur fært sambandinu miklar tekjur. MMA Tengdar fréttir Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. Ástæða þess að Conor mætti í Barclays Center, ásamt föruneyti til þess að gera allt brjálað, er sögð vera sú að vinur hans, Artem Lobov, hafi lent í útistöðum við Rússann Khabib Nurmagomedov á þriðjudag. Það hefur lengi verið kalt á milli Conor og Khabib. Conor ákvað því að fljúga frá Írlandi til New York til þess að standa með vini sínum. Hann er sagður hafa brjálast við að sjá Khabib og hans menn ögra vini sínum. Hér að neðan má sjá myndband af rifrildi Khabib og Lobov en þar sést, og heyrist einnig, er Khabib, slær létt á hnakkann á Lobov. Khabib var ósáttur við að Artem hefði kallað hann aumingja í viðtali fyrir nokkru síðan en Artem neitaði því. Hann kallaði hann nú samt aumingja í viðtalinu þó hann hafi ekki þorað að viðurkenna það.Það alvarlegasta sem Conor gerði í Barclays Center var að kasta tryllu í gegnum glugga rútu þar sem fjöldi bardagakappa á UFC 223 voru í. Þar á meðal Khabib Nurmagomedov. Rúðan brotnaði og gler fór yfir tvo bardagakappa sem sátu við rúðuna. Það voru þeir Michael Chiesa og Ray Borg. Chiesa fékk skurði í andlitið er glerinu rigndi yfir hann. Borg fékk gler í andlitið. Hvorugur þeirra getur barist um helgina. Conor má í raun þakka fyrir að ekki fór verr en sjá má hann brjóta rúðuna hér að neðan. Þess utan er UFC búið að meina Lobov að berjast á morgun og því eru þrír bardagar komnir af dagskrá UFC 223. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðlamanna á Conor von á fjölda kæra upp úr hádegi og eftir þau formlegheit verður honum sleppt. Fleiri eiga örugglega eftir að kæra hann og margir dagar fram undan í dómssalnum hjá honum. UFC hefur eðlilega meinað honum frá því að mæta á bardagakvöldið á morgun og sambandið er að skoða hvort það eigi að reka hann úr UFC. Það verður að teljast afar ólíklegt enda langverðmætasti bardagakappi sambandsins sem hefur fært sambandinu miklar tekjur.
MMA Tengdar fréttir Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55
„Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08