Enn ein heimsskýrslan Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. apríl 2018 07:00 Smám saman hafa greinar og skýrslur vísindamanna og alþjóðasamtaka um stöðu umhverfismála heims haft tilætluð áhrif. Þvert ofan í afneitun og samsæriskenningar sýna víðtækar rannsóknir fram á margþættan vanda og lausnir á honum. Of mikið álag á lofthjúpinn, vegna losunar efna, álag á skóglendi og annað í jurtaríkinu, á lifandi verur, sjóinn, efnaauðlindir og orkugjafa er tekið að valda æ meiri kostnaði miðað við afrakstur, æ meiri skorti íbúa á risastórum landsvæðum og æ meiri mengun. Hún veldur jafnt heilsutjóni sem hækkandi lofthita með afleiðingum á borð við hækkun sjávarborðs og súrnun hafsins. Tilraunum til að kenna náttúrunni einni um ástandið fækkar en jafnt stórveldi sem flest stórfyrirtæki streitast við að horfa fremur á hagnað sinn en kostnaðinn sem við blasir. Í heildina vinna þó grænu gildin á. Sem betur fer. Ný skýrsla eftir þriggja ára vinnu yfir 100 sérfræðinga 45 landa var lögð fram á fundi IPBES í Kólumbíu; samtaka 129 þjóða um líffræðilega fjölbreytni og virk vistkerfi. Heimilda var aflað hjá yfir 3.000 vísindamönnum, opinberum stofnunum og staðbundnum aðilum. Um 7.300 aðilar unnu umsagnir og 200 ritrýnendur lögðu sitt fram. Meginniðurstaðan: Landskemmdir vegna mannlegrar virkni grafa alvarlega undan lífsbjörg og heilsu 40% mannkyns (3,2 milljarða manna), ýta undir útdauða lífvera og undir frekari hlýnun loftslagsins. Þetta veldur hægt vaxandi búferlaflutningum. Eftir 30 ár verða milljónir manna á flótta frá eyddum eða skemmdum vistkerfum. Nú þegar kosta skemmdirnar heimsbyggðina yfir 10% þeirra verðmæta sem framleidd eru í veröldinni. Um 87% alls votlendis hafa glatast, eyðimerkur stækka og visthæft skóglendi minnkar um tugþúsundir ferkílómetra á ári. Innan við fjórðungur vistkerfa á þurrlendi jarðar hefur sloppið við verulegar skerðingar og þau falla í 10% árið 2050 ef fram heldur sem horfir. Skýrslan bendir á helstu leiðir til að endurheimta vænleg búsetuskilyrði og minnir á að við höfum öll verk að vinna. Skilningi eiga að fylgja gjörðir.Höfundur er þingmaður VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Smám saman hafa greinar og skýrslur vísindamanna og alþjóðasamtaka um stöðu umhverfismála heims haft tilætluð áhrif. Þvert ofan í afneitun og samsæriskenningar sýna víðtækar rannsóknir fram á margþættan vanda og lausnir á honum. Of mikið álag á lofthjúpinn, vegna losunar efna, álag á skóglendi og annað í jurtaríkinu, á lifandi verur, sjóinn, efnaauðlindir og orkugjafa er tekið að valda æ meiri kostnaði miðað við afrakstur, æ meiri skorti íbúa á risastórum landsvæðum og æ meiri mengun. Hún veldur jafnt heilsutjóni sem hækkandi lofthita með afleiðingum á borð við hækkun sjávarborðs og súrnun hafsins. Tilraunum til að kenna náttúrunni einni um ástandið fækkar en jafnt stórveldi sem flest stórfyrirtæki streitast við að horfa fremur á hagnað sinn en kostnaðinn sem við blasir. Í heildina vinna þó grænu gildin á. Sem betur fer. Ný skýrsla eftir þriggja ára vinnu yfir 100 sérfræðinga 45 landa var lögð fram á fundi IPBES í Kólumbíu; samtaka 129 þjóða um líffræðilega fjölbreytni og virk vistkerfi. Heimilda var aflað hjá yfir 3.000 vísindamönnum, opinberum stofnunum og staðbundnum aðilum. Um 7.300 aðilar unnu umsagnir og 200 ritrýnendur lögðu sitt fram. Meginniðurstaðan: Landskemmdir vegna mannlegrar virkni grafa alvarlega undan lífsbjörg og heilsu 40% mannkyns (3,2 milljarða manna), ýta undir útdauða lífvera og undir frekari hlýnun loftslagsins. Þetta veldur hægt vaxandi búferlaflutningum. Eftir 30 ár verða milljónir manna á flótta frá eyddum eða skemmdum vistkerfum. Nú þegar kosta skemmdirnar heimsbyggðina yfir 10% þeirra verðmæta sem framleidd eru í veröldinni. Um 87% alls votlendis hafa glatast, eyðimerkur stækka og visthæft skóglendi minnkar um tugþúsundir ferkílómetra á ári. Innan við fjórðungur vistkerfa á þurrlendi jarðar hefur sloppið við verulegar skerðingar og þau falla í 10% árið 2050 ef fram heldur sem horfir. Skýrslan bendir á helstu leiðir til að endurheimta vænleg búsetuskilyrði og minnir á að við höfum öll verk að vinna. Skilningi eiga að fylgja gjörðir.Höfundur er þingmaður VG
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar