Enginn frá Man. City meiddist í látunum en tveir lögreglumenn særðust við að reyna að halda aftur af ólátabelgjunum.
Liverpool hefur beðist afsökunar á þessu atviki sem félagið segir vera algera óásættanlegt.
Rútur liðanna fóru ekki sína hefðbundnu leið á völlinn þar sem vegaframkvæmdir voru í gangi. Eitthvað hefur síðan farið úrskeiðis er skipulagt var hvaða leið átti að fara.
Er rútan kom fyrir utan völlinn beið þar fjöldi manna sem kastaði flöskum, dósum og blysum í rútuna.
„Venjulega þegar lögreglan veit hvað er að fara að gerast þá reynir hún að koma í veg fyrir svona uppákomur. Við skulum ekki gleyma því hvað kom fyrir í Dortmund á síðasta ári. Við komum hingað til þess að spila fótbolta og ég skil ekki af hverju var ráðist á rútuna,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Man. City, eðlilega hundfúll.
„Rútan er ónýt og ég átti ekki von á þessu frá virtu félagi eins og Liverpool. Þetta er ekki Liverpool. Þetta er fólkið og kannski bara 2-3 og vonandi gerist svona aldrei aftur.“
Leikmenn City neituðu að nota þessa árás sem afsökun fyrir 3-0 tapinu. Þeir sögðu þetta ekki hafa haft nein áhrif á sig.
