Fagráð á móti afnámi auglýsingabanns Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Farið verður yfir tillögu um afnám banns við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum á næstunni. Sitt sýnist hverjum. Vísir/ERNIR „Það eru stórar stofnanir sem fylgjast með þessu og auglýsingar og markaðssetning á áfengi hefur áhrif til aukinnar neyslu, það er alveg klárt. Hún færir ekki bara neysluna milli tegunda,“ segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði meðal annars í gagnrýni sinni á áfengisauglýsingabannið á Íslandi í Fréttablaðinu í gær að rannsóknir frá öðrum ríkjum sýndu að áfengisauglýsingar leiddu ekki til aukinnar neyslu heldur hefðu fremur áhrif á hvaða tegunda fólk neyti. Bannið væri gagnslítið og leiddi til mismununar gagnvart innlendum framleiðendum. Ólafur benti líka á að félagið hefði gert drög að siðareglum sem félagsmenn myndu gangast undir og miða að því að beina auglýsingum ekki að ungmennum né fegra neyslu eða áhrif áfengis. Rafn segir það hafa sýnt sig í Evrópu að iðnaðinum sé ekki treystandi til að hafa eftirlit með sjálfum sér. Þar sé þróunin í þá átt að herða reglur um markaðssetningu áfengis fremur en að slaka á. Grænland, Finnland og Eistland hefðu til dæmis sett sérstakar reglur um markaðssetningu á samfélagsmiðlum og netinu. „Það myndi skjóta skökku við hjá okkur að fara í hina áttina og leyfa enn frekari auglýsingar.“ Rafni hugnast því ekki tillögur nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla sem liggja nú á borði mennta- og menningarmálaráðherra um afnám áfengisauglýsingabannsins. Lilja Alfreðsdóttir sagði í Fréttablaðinu að lýðheilsusjónarmið muni þar ráða för og að góð rök þyrfti til að breyta núverandi banni. Ólafur taldi slík rök liggja fyrir, Rafn er á öndverðum meiði.Afnám misráðið „Fagráð áfengis- og vímuvarna fundar sérstaklega um þetta í næstu viku þannig að við myndum klárlega leggjast gegn þessari rýmkun,“ segir Rafn og bætir við að ef eitthvað er ætti að herða áfengislöggjöfina og skerpa á ákveðnum greinum hennar. Meðal annars hinni umdeildu léttölsholu sem framleiðendur hafa hingað til nýtt sér til að skauta fram hjá banninu. „Skilgreining á léttöli er hvergi til í áfengislögum, léttöl er ekkert endilega óáfengur drykkur. Meðan sú skilgreining er ekki til staðar þá halda þessar léttölsauglýsingar ekki. En menn eru meðvitað að fara í kringum þetta. Þessa grein áfengislaganna má alveg uppfæra og herða til að taka betur á markaðssetningu, fremur en bara auglýsingum.“ Aðspurður hvort hann eigi þá ekki von á því að afnámið nái fram að ganga segir Rafn að miðað við þá þekkingu sem til staðar sé og þær breytingar sem séu að verða í Evrópu yrði það misráðið. Verið sé að herða áfengislöggjöf í Evrópu og víða sé horft til Íslands í þeim efnum. „Það er horft til okkar með einkasöluna og auglýsingabannið. Þetta yrði ljóður á okkar annars ágætu áfengisstefnu út á við.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
„Það eru stórar stofnanir sem fylgjast með þessu og auglýsingar og markaðssetning á áfengi hefur áhrif til aukinnar neyslu, það er alveg klárt. Hún færir ekki bara neysluna milli tegunda,“ segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði meðal annars í gagnrýni sinni á áfengisauglýsingabannið á Íslandi í Fréttablaðinu í gær að rannsóknir frá öðrum ríkjum sýndu að áfengisauglýsingar leiddu ekki til aukinnar neyslu heldur hefðu fremur áhrif á hvaða tegunda fólk neyti. Bannið væri gagnslítið og leiddi til mismununar gagnvart innlendum framleiðendum. Ólafur benti líka á að félagið hefði gert drög að siðareglum sem félagsmenn myndu gangast undir og miða að því að beina auglýsingum ekki að ungmennum né fegra neyslu eða áhrif áfengis. Rafn segir það hafa sýnt sig í Evrópu að iðnaðinum sé ekki treystandi til að hafa eftirlit með sjálfum sér. Þar sé þróunin í þá átt að herða reglur um markaðssetningu áfengis fremur en að slaka á. Grænland, Finnland og Eistland hefðu til dæmis sett sérstakar reglur um markaðssetningu á samfélagsmiðlum og netinu. „Það myndi skjóta skökku við hjá okkur að fara í hina áttina og leyfa enn frekari auglýsingar.“ Rafni hugnast því ekki tillögur nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla sem liggja nú á borði mennta- og menningarmálaráðherra um afnám áfengisauglýsingabannsins. Lilja Alfreðsdóttir sagði í Fréttablaðinu að lýðheilsusjónarmið muni þar ráða för og að góð rök þyrfti til að breyta núverandi banni. Ólafur taldi slík rök liggja fyrir, Rafn er á öndverðum meiði.Afnám misráðið „Fagráð áfengis- og vímuvarna fundar sérstaklega um þetta í næstu viku þannig að við myndum klárlega leggjast gegn þessari rýmkun,“ segir Rafn og bætir við að ef eitthvað er ætti að herða áfengislöggjöfina og skerpa á ákveðnum greinum hennar. Meðal annars hinni umdeildu léttölsholu sem framleiðendur hafa hingað til nýtt sér til að skauta fram hjá banninu. „Skilgreining á léttöli er hvergi til í áfengislögum, léttöl er ekkert endilega óáfengur drykkur. Meðan sú skilgreining er ekki til staðar þá halda þessar léttölsauglýsingar ekki. En menn eru meðvitað að fara í kringum þetta. Þessa grein áfengislaganna má alveg uppfæra og herða til að taka betur á markaðssetningu, fremur en bara auglýsingum.“ Aðspurður hvort hann eigi þá ekki von á því að afnámið nái fram að ganga segir Rafn að miðað við þá þekkingu sem til staðar sé og þær breytingar sem séu að verða í Evrópu yrði það misráðið. Verið sé að herða áfengislöggjöf í Evrópu og víða sé horft til Íslands í þeim efnum. „Það er horft til okkar með einkasöluna og auglýsingabannið. Þetta yrði ljóður á okkar annars ágætu áfengisstefnu út á við.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00
Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00