Hljóðgervlar og nostalgía í hljóðspori Stefán Þór Hjartarson skrifar 5. apríl 2018 08:00 Helgi Sæmundur er mikill áhugamaður um hljóðgervla og á nokkur stykki í stúdíóinu sínu. Vísir/anton „Þetta er plötufyrirtæki sem hefur gefið út mjög mikið af dóti sem ég hlusta á – Drive-„sándtrakkið“, Stranger Things og fleira. Þeir eru svolítið í þessu „syntha“-dóti, en ekki bara: gefa líka út tónlistina í Walking Dead og endurútgefa tónlist úr gömlum hryllingsmyndum – Hellraiser og eitthvað. Það er svona smá nostalgíusena í Bandaríkjunum og Kanada – þetta synthwave-dót sem er innblásið af níunda áratugnum,“ segir Helgi Sæmundur Guðmundsson sem gefur á morgun, föstudag, út hljóðsporið úr Stellu Blómkvist hjá Lakeshore Records, en það er plötufyrirtæki sem hefur gefið út afar mikið af tónlist úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Fyrirtækið er sjálfstæð eining innan kvikmyndagerðarfyrirtækisins Lakeshore Entertainment. Hvernig kom það til að þeir gefa þetta út? „Ég var bara með þetta hljóðspor úr Stellu sem ég setti saman og ég ætlaði að gefa út sjálfur – en svo ákvað ég bara að senda póst sem innihélt þrjú lög á þetta fyrirtæki. Þeir svöruðu viku síðar og vildu heyra meira, svo voru þeir bara til í þetta. Þetta var frekar auðvelt ferli og mjög næs. Þeir voru rosa spenntir fyrir þessu. Ég ákvað í raun bara að senda þeim póst í einhverju gríni, þannig að þetta var töluvert auðveldara en ég hélt.“Gríski synthaperrinn Vangelis sem samdi meðal annars lagið Chariots of Fire hefur veitt mörgum innblástur í synthwave-stefnunni.Hjá Lakeshore Records hafa menn ekki verið feimnir við að kitla taugar „nostalgíuperra“ en hljóðsporin við þættina Stranger Things og kvikmyndina Drive eru til að mynda í þessum nostalgíukennda stíl, með áhrifum frá synthwave-tónlistarstefnunni sem sækir innblástur sinn til níunda áratugarins og þá helst til tónlistar Johns Carpenter og Vangelis til dæmis og til tölvuleikja þess tíma. Lakeshore gefur út stórglæsilegar og veglegar vínylútgáfur, til að mynda af hljóðspori Stranger Things – en þeir þættir eru gegnsósa af nostalgíu. Svipuð stef má finna í Stellu Blómkvist, en Helgi er mikill áhugamaður um hljóðgervla af ýmsum gerðum. „Ég veit ekkert hvaðan þetta kemur, en þessi áhugi hefur blundað í mér í nokkur ár. Svo hef ég alltaf verið að reyna að koma þessu inn í Úlfur Úlfur tónlistina – nýjasta platan okkar er rosalega „synthabased“. Það var því ákveðin gósentíð fyrir Helga þegar hann var fenginn til að semja tónlistina fyrir Stellu, hitti Óskar leikstjóra og fékk að sjá „lúkkið“ á þáttunum – en það hentaði gífurlega vel fyrir þessar pælingar. „Þetta passaði mjög vel við það sem mig langaði til að gera í tónlist, það má segja að þetta hafi verið svokallað „match made in heaven“.“ Hljóðsporið úr Stellu Blómkvist kemur inn á Spotify og aðrar tónlistarveitur á morgun, föstudag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
„Þetta er plötufyrirtæki sem hefur gefið út mjög mikið af dóti sem ég hlusta á – Drive-„sándtrakkið“, Stranger Things og fleira. Þeir eru svolítið í þessu „syntha“-dóti, en ekki bara: gefa líka út tónlistina í Walking Dead og endurútgefa tónlist úr gömlum hryllingsmyndum – Hellraiser og eitthvað. Það er svona smá nostalgíusena í Bandaríkjunum og Kanada – þetta synthwave-dót sem er innblásið af níunda áratugnum,“ segir Helgi Sæmundur Guðmundsson sem gefur á morgun, föstudag, út hljóðsporið úr Stellu Blómkvist hjá Lakeshore Records, en það er plötufyrirtæki sem hefur gefið út afar mikið af tónlist úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Fyrirtækið er sjálfstæð eining innan kvikmyndagerðarfyrirtækisins Lakeshore Entertainment. Hvernig kom það til að þeir gefa þetta út? „Ég var bara með þetta hljóðspor úr Stellu sem ég setti saman og ég ætlaði að gefa út sjálfur – en svo ákvað ég bara að senda póst sem innihélt þrjú lög á þetta fyrirtæki. Þeir svöruðu viku síðar og vildu heyra meira, svo voru þeir bara til í þetta. Þetta var frekar auðvelt ferli og mjög næs. Þeir voru rosa spenntir fyrir þessu. Ég ákvað í raun bara að senda þeim póst í einhverju gríni, þannig að þetta var töluvert auðveldara en ég hélt.“Gríski synthaperrinn Vangelis sem samdi meðal annars lagið Chariots of Fire hefur veitt mörgum innblástur í synthwave-stefnunni.Hjá Lakeshore Records hafa menn ekki verið feimnir við að kitla taugar „nostalgíuperra“ en hljóðsporin við þættina Stranger Things og kvikmyndina Drive eru til að mynda í þessum nostalgíukennda stíl, með áhrifum frá synthwave-tónlistarstefnunni sem sækir innblástur sinn til níunda áratugarins og þá helst til tónlistar Johns Carpenter og Vangelis til dæmis og til tölvuleikja þess tíma. Lakeshore gefur út stórglæsilegar og veglegar vínylútgáfur, til að mynda af hljóðspori Stranger Things – en þeir þættir eru gegnsósa af nostalgíu. Svipuð stef má finna í Stellu Blómkvist, en Helgi er mikill áhugamaður um hljóðgervla af ýmsum gerðum. „Ég veit ekkert hvaðan þetta kemur, en þessi áhugi hefur blundað í mér í nokkur ár. Svo hef ég alltaf verið að reyna að koma þessu inn í Úlfur Úlfur tónlistina – nýjasta platan okkar er rosalega „synthabased“. Það var því ákveðin gósentíð fyrir Helga þegar hann var fenginn til að semja tónlistina fyrir Stellu, hitti Óskar leikstjóra og fékk að sjá „lúkkið“ á þáttunum – en það hentaði gífurlega vel fyrir þessar pælingar. „Þetta passaði mjög vel við það sem mig langaði til að gera í tónlist, það má segja að þetta hafi verið svokallað „match made in heaven“.“ Hljóðsporið úr Stellu Blómkvist kemur inn á Spotify og aðrar tónlistarveitur á morgun, föstudag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira