Vargöld í Lundúnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2018 06:16 Stúlkan sem skotin var til bana í Tottenham á mánudagskvöld hét Tanesha Melbourne-Blake. PA Þingmenn og baráttusamtök í Bretlandi segja að stjórnvöld þar í landi ráði ekki við ofbeldisölduna sem nú ríður yfir höfuðborgina Lundúnir. Tveir unglingar voru skotnir til bana á mánudagskvöld og enn annar liggur alvarlega særður eftir stunguárás.Vísir greindi frá árásunum í gærmorgun. Sautján ára stúlka var skotin er hún gekk um götur Tottenham-hverfisins í norðurhluta Lundúna og 16 ára strákur lést eftir að hafa verið skotinn skömmu síðar í einu af austari hverfum borgarinnar. Lögreglan rannsakar málin en ekki er vitað hvort þau tengist á þessari stundu. Bretar óttast að glæpatíðnin í höfuðborginni sé að verða sú hæsta í rúman áratug en fyrrnefndu morðin eru númer 47 og 48 sem framin eru í Lundúnum á þessu ári. David Lammy, þingmaður Verkamannaflokksins, segist aldrei hafa séð annað eins ástand í borginni. Hann segir að rætur vandans liggi í undirheimunum og þá ekki síst meðal fíkniefnasala og notenda. Til að bæta gráu ofan á svart hafa stjórnvöld, undir forystu Íhaldsflokksins, skorið niður í velferðarmálum og er því félagsþjónusta af skornum skammti í mörgum þessara hverfa.Sjá einnig: Unglingsstúlka myrt í LundúnumBorgarstjóri Lundúna, Sadiq Kahn, tekur í sama streng og segir að skýringanna sé að leita í niðurskurðarkröfu stjórnvalda. „Niðurskurður ríkisstjórnarinnar hefur lamað þjónustu við unga Lundúnarbúa,“ skrifaði Kahn á Twitter-síðu sína og kallaði jafnframt eftir auknum fjárframlögum til lögreglunnar svo hún gæti sinnt störfum sínum. Borgarstjórinn hefur þó ekki sloppið við gagnrýni úr hinni áttinni. Talsmaður forsætisráðherrans Theresu May segir að Kahn beri sjálfur ábyrgð á því hvernig komið er fyrir löggæslunni í borginni, enda fer hann formlega með æðstu stjórn Lundúnarlögreglunnar. Morðum hefur fjölgað jafnt og þétt í höfuðborginni það sem af er ári. Átta morð voru framin í Lundúnum í janúar, 15 í febrúar og svo 22 í mars síðastliðnum. Þrjú morð hafa ratað inn á borð Lundúnarlögreglunnar á þeim fjóru dögum sem liðnir eru af apríl. Ef fer sem horfir verða morðin orðin 180 talsins í lok árs. Fleiri morð hafa verið framin í Lundúnum á þessu ári en í New York. Tengdar fréttir Unglingsstúlka myrt í Lundúnum Sautján ára stúlka var skotin til bana í norðurhluta Lundúna í gærkvöldi. 3. apríl 2018 05:36 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Þingmenn og baráttusamtök í Bretlandi segja að stjórnvöld þar í landi ráði ekki við ofbeldisölduna sem nú ríður yfir höfuðborgina Lundúnir. Tveir unglingar voru skotnir til bana á mánudagskvöld og enn annar liggur alvarlega særður eftir stunguárás.Vísir greindi frá árásunum í gærmorgun. Sautján ára stúlka var skotin er hún gekk um götur Tottenham-hverfisins í norðurhluta Lundúna og 16 ára strákur lést eftir að hafa verið skotinn skömmu síðar í einu af austari hverfum borgarinnar. Lögreglan rannsakar málin en ekki er vitað hvort þau tengist á þessari stundu. Bretar óttast að glæpatíðnin í höfuðborginni sé að verða sú hæsta í rúman áratug en fyrrnefndu morðin eru númer 47 og 48 sem framin eru í Lundúnum á þessu ári. David Lammy, þingmaður Verkamannaflokksins, segist aldrei hafa séð annað eins ástand í borginni. Hann segir að rætur vandans liggi í undirheimunum og þá ekki síst meðal fíkniefnasala og notenda. Til að bæta gráu ofan á svart hafa stjórnvöld, undir forystu Íhaldsflokksins, skorið niður í velferðarmálum og er því félagsþjónusta af skornum skammti í mörgum þessara hverfa.Sjá einnig: Unglingsstúlka myrt í LundúnumBorgarstjóri Lundúna, Sadiq Kahn, tekur í sama streng og segir að skýringanna sé að leita í niðurskurðarkröfu stjórnvalda. „Niðurskurður ríkisstjórnarinnar hefur lamað þjónustu við unga Lundúnarbúa,“ skrifaði Kahn á Twitter-síðu sína og kallaði jafnframt eftir auknum fjárframlögum til lögreglunnar svo hún gæti sinnt störfum sínum. Borgarstjórinn hefur þó ekki sloppið við gagnrýni úr hinni áttinni. Talsmaður forsætisráðherrans Theresu May segir að Kahn beri sjálfur ábyrgð á því hvernig komið er fyrir löggæslunni í borginni, enda fer hann formlega með æðstu stjórn Lundúnarlögreglunnar. Morðum hefur fjölgað jafnt og þétt í höfuðborginni það sem af er ári. Átta morð voru framin í Lundúnum í janúar, 15 í febrúar og svo 22 í mars síðastliðnum. Þrjú morð hafa ratað inn á borð Lundúnarlögreglunnar á þeim fjóru dögum sem liðnir eru af apríl. Ef fer sem horfir verða morðin orðin 180 talsins í lok árs. Fleiri morð hafa verið framin í Lundúnum á þessu ári en í New York.
Tengdar fréttir Unglingsstúlka myrt í Lundúnum Sautján ára stúlka var skotin til bana í norðurhluta Lundúna í gærkvöldi. 3. apríl 2018 05:36 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Unglingsstúlka myrt í Lundúnum Sautján ára stúlka var skotin til bana í norðurhluta Lundúna í gærkvöldi. 3. apríl 2018 05:36