Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2018 19:10 Utanríkisráðuneyti Breta segir yfirvöld enn telja Rússa hafa gert árásina og að sú niðurstaða byggi á samansafni upplýsinga. Hvaða eitur hafi verið notað sé bara hluti myndarinnar. Vísir/AFP Breskir sérfræðingar segjast ekki geta staðfest uppruna taugaeitursins sem notað var í árásinni á Sergei Skripal og dóttur hans. Gary Aitkenhead, yfirmaður Porton Down rannsóknarstöðvarinnar, segir þó að líklegast hafi eitrið komið frá, og árásin verið gerð af, þjóðríki. Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. Hann sagði að það hefði ekki verið í þeirra verkahring að finna uppruna eitursins. Starfsmenn rannsóknarstöðvarinnar hafi borið kennsl á eitrið og staðfest að það tilheyri novichok-flokki taugaeitra sem þróaður var af Sovétríkjunum. „Við höfum ekki uppgötvaðu nákvæman uppruna eitursins, en við höfum komið okkar upplýsingum til breskra yfirvalda sem einnig aðrar upplýsingar til að komast að niðurstöðu,“ sagði Aitkenhead við Sky News.Aitkenhead sagði þó að ljóst væri að flókinn og háþróaðan búnað þyrfti til að framleiða eitrið. Hann sagði ekkert til í þeim staðhæfingum Rússa að eitrið hefði komið frá Bretum.Enn sannfærðir um sök Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, stakk upp á því að mögulega væri árásin í hag yfirvald Bretlands vegna „óþægilegrar stöðu þeirra“ varðandi Brexit-viðræðurnar. Þá sagði hann leyniþjónustur Breta þekktar fyrir að myrða fólk. Þar að auki sagði aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands að Bretar hefðu gert árásina til að réttlæta eyðslu ríkisins til varnarmála. Fjöldi rússneskra aðila, sem margir flúið hafa til Bretlands, hafa dáið við skringilegar kringumstæður eða vegna eitrana á undanförnum árum.Utanríkisráðuneyti Breta segir yfirvöld enn telja Rússa hafa gert árásina og að sú niðurstaða byggi á samansafni upplýsinga. Hvaða eitur hafi verið notað sé bara hluti myndarinnar. „Eins og forsætisráðherrann hefur sagt vitum við einnig til þess að á undanförnum áratug hafa Rússar leitað leiða til að nota taugaeitur til morða og liður í því var framleiðsla lítils magns af novichok-eitrum,“ sagði talsmaður ríkisstjórnar Breta í dag. Hann vísaði einnig til þess að yfirvöld Rússlands hefðu áður látið ráða fólk af dögum og vitað væri að þeir litu á fyrrverandi njósnara sem skotmörk. Taugaeitrinu var beitt gegn Sergei og Yuliu Skripal þann 4. mars. Yulia hefur náð meðvitund og getur talað, samkvæmt heimildum BBC, en Sergei er enn í alvarlegu ástandi en þó stöðugu.29 ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.Svíum um að kenna? Auk þess að benda á Breta sjálfa hafa rússneskir embættismenn og fjölmiðlar haldið því fram að eitrið hafi mögulega komið frá Svíþjóð eða nokkrum öðrum ríkjum. Sendiherra Rússlands í Svíþjóð var þá kallaður á teppið og sagði hann að um vangaveltur hefði verið að ræða, ekki ásakanir.Aðilar í Rússlandi hafa í rauninni stungið upp á fjölmörgum möguleikum. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi og margt fleira. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir Rússa ekki komna í öngstræti Rússar hafa mætt mótbyr eftir að ráðist var á gagnnjósnarann fyrrverandi Sergei Skrípal og dóttur hans með taugaeitri 29. mars 2018 07:00 Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir Rússa Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. 30. mars 2018 14:12 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Breskir sérfræðingar segjast ekki geta staðfest uppruna taugaeitursins sem notað var í árásinni á Sergei Skripal og dóttur hans. Gary Aitkenhead, yfirmaður Porton Down rannsóknarstöðvarinnar, segir þó að líklegast hafi eitrið komið frá, og árásin verið gerð af, þjóðríki. Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. Hann sagði að það hefði ekki verið í þeirra verkahring að finna uppruna eitursins. Starfsmenn rannsóknarstöðvarinnar hafi borið kennsl á eitrið og staðfest að það tilheyri novichok-flokki taugaeitra sem þróaður var af Sovétríkjunum. „Við höfum ekki uppgötvaðu nákvæman uppruna eitursins, en við höfum komið okkar upplýsingum til breskra yfirvalda sem einnig aðrar upplýsingar til að komast að niðurstöðu,“ sagði Aitkenhead við Sky News.Aitkenhead sagði þó að ljóst væri að flókinn og háþróaðan búnað þyrfti til að framleiða eitrið. Hann sagði ekkert til í þeim staðhæfingum Rússa að eitrið hefði komið frá Bretum.Enn sannfærðir um sök Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, stakk upp á því að mögulega væri árásin í hag yfirvald Bretlands vegna „óþægilegrar stöðu þeirra“ varðandi Brexit-viðræðurnar. Þá sagði hann leyniþjónustur Breta þekktar fyrir að myrða fólk. Þar að auki sagði aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands að Bretar hefðu gert árásina til að réttlæta eyðslu ríkisins til varnarmála. Fjöldi rússneskra aðila, sem margir flúið hafa til Bretlands, hafa dáið við skringilegar kringumstæður eða vegna eitrana á undanförnum árum.Utanríkisráðuneyti Breta segir yfirvöld enn telja Rússa hafa gert árásina og að sú niðurstaða byggi á samansafni upplýsinga. Hvaða eitur hafi verið notað sé bara hluti myndarinnar. „Eins og forsætisráðherrann hefur sagt vitum við einnig til þess að á undanförnum áratug hafa Rússar leitað leiða til að nota taugaeitur til morða og liður í því var framleiðsla lítils magns af novichok-eitrum,“ sagði talsmaður ríkisstjórnar Breta í dag. Hann vísaði einnig til þess að yfirvöld Rússlands hefðu áður látið ráða fólk af dögum og vitað væri að þeir litu á fyrrverandi njósnara sem skotmörk. Taugaeitrinu var beitt gegn Sergei og Yuliu Skripal þann 4. mars. Yulia hefur náð meðvitund og getur talað, samkvæmt heimildum BBC, en Sergei er enn í alvarlegu ástandi en þó stöðugu.29 ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.Svíum um að kenna? Auk þess að benda á Breta sjálfa hafa rússneskir embættismenn og fjölmiðlar haldið því fram að eitrið hafi mögulega komið frá Svíþjóð eða nokkrum öðrum ríkjum. Sendiherra Rússlands í Svíþjóð var þá kallaður á teppið og sagði hann að um vangaveltur hefði verið að ræða, ekki ásakanir.Aðilar í Rússlandi hafa í rauninni stungið upp á fjölmörgum möguleikum. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi og margt fleira.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir Rússa ekki komna í öngstræti Rússar hafa mætt mótbyr eftir að ráðist var á gagnnjósnarann fyrrverandi Sergei Skrípal og dóttur hans með taugaeitri 29. mars 2018 07:00 Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir Rússa Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. 30. mars 2018 14:12 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Segir Rússa ekki komna í öngstræti Rússar hafa mætt mótbyr eftir að ráðist var á gagnnjósnarann fyrrverandi Sergei Skrípal og dóttur hans með taugaeitri 29. mars 2018 07:00
Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir Rússa Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. 30. mars 2018 14:12
Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34
Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22