Það óraði engan fyrir þessu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2018 07:30 Tandri (annar frá vinstri) með son sinn í fanginu. Skjern er mikið fjölskyldufélag eins og sjá má. vísir/getty „Þetta er ótrúlegt. Fólk trúir þessu eiginlega ekki enn þá. Fólk missti sig eftir þetta. Það er erfitt að setja þetta í samhengi við eitthvað annað,“ segir Tandri Már Konráðsson, leikmaður danska liðsins Skjern sem er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir að hafa slegið ungverska stórliðið Veszprém úr leik. Skjern vann fyrri leikinn á sínum heimavelli um þarsíðustu helgi með sjö mörkum, 32-25, og stóð því vel að vígi fyrir seinni leikinn á laugardaginn. Ungverjarnir leiddu allan tímann en náðu aldrei að byggja upp nógu mikið forskot til að ógna Dönunum. „Við jöfnuðum í 24-24 um miðjan seinni hálfleik. Þá fóru þeir að taka sénsa, spila framliggjandi vörn og keyra fram í hraðaupphlaup,“ segir Tandri en Skjern minnkaði muninn í tvö mörk, 30-28, þegar fimm mínútur voru eftir. Þá var björninn unninn. Skjern spilaði frábærlega í fyrri leiknum og hefði getað unnið enn stærri sigur. En sjö marka munur var meira en nokkur þorði að vona.Vanmat hjá Veszprém „Það óraði engan fyrir þessu. Við ætluðum að vinna leikinn en að vinna með sjö mörkum og vera níu mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir var ótrúlegt. Ég held að þeir hafi vanmetið okkur rosalega. Þetta var lyginni líkast,“ segir Tandri. En hvaða veikleika fundu Danirnir á leik Veszprém? „Þeir eru stórir og þungir og sækja mikið inn á miðjuna. Við spiluðum góða vörn, fengum markvörslu og skoruðum mörg mörk úr hraðaupphlaupum. Það lagði grunninn að sigrinum,“ segir Tandri. Í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar mætir Skjern Nantes frá Frakklandi sem vann hvít-rússneska liðið Meshkov Brest í 16-liða úrslitunum. „Við eigum alveg jafn mikla möguleika í þá og í Veszprém. Menn eru að átta sig á því að við erum bara tveimur leikjum frá úrslitahelginni. Þetta er alveg gerlegt. Fyrir tímabilið var markmiðið að nota Meistaradeildina til að verða betri og njóta þess að spila þar. Svo þróaðist þetta svona. Nú er markmiðið að komast í úrslitahelgina,“ segir Tandri. „Nantes er kannski ekki alveg jafn stórkarlalegt og Veszprém og miklu meira lið. Þegar þú kaupir svona margar stjörnur inn í eitt lið spila menn stundum bara fyrir sjálfa sig.“ Í liði Nantes er m.a. örvhenta markamaskínan frá Makedóníu, Kiril Lazarov, sem Tandri fær væntanlega tækifæri til að kljást við í vörninni. „Þeir eru líka með Spánverjann [Eduardo] Gurbindo og með hrikalega sterkt lið á pappírnum. En núna spilum við fyrri leikinn á útivelli og þann seinni á heimavelli,“ segir Tandri sem er eini íslenski leikmaðurinn sem er eftir í Meistaradeildinni.Stefnan sett á titilinn Skjern gerir það ekki bara gott í Meistaradeildinni heldur varð liðið deildarmeistari heima fyrir á dögunum. Næst tekur við úrslitakeppni átta liða sem er skipt í tvo riðla. Skjern er með ríkjandi meisturum Aalborg, Team Tvis Holstebro og Århus í riðli en tvö efstu liðin komast í undanúrslit. Skjern byrjar með tvö stig í riðlinum vegna árangursins í deildakeppninni. Skjern komst alla leið í úrslit um danska meistaratitilinn í fyrra en laut í lægra haldi fyrir lærisveinum Arons Kristjánssonar í Aalborg. Tandri segir stefnuna setta á að fara alla leið í ár. „Fyrir tímabilið var markmiðið að verða danskir meistarar. Við ætluðum líka að gera betur í bikarkeppninni en það fór sem fór,“ segir Tandri en Skjern féll úr leik fyrir Holstebro í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Björgvin Páll Gústavsson hefur samið við Skjern og gengur til liðs við félagið frá Haukum í sumar. Í viðtölum í tengslum við félagaskiptin talaði landsliðsmarkvörðurinn mikið um að Skjern væri fjölskylduvænt félag og það hafi ráðið miklu um að hann ákvað að fara aftur í atvinnumennsku erlendis.Besti vinnustaður í Danmörku „Félagið er með það markmið að gera Skjern að besta vinnustað í Danmörku. Þeir vinna mikið í þessum málum og hlusta á hvað leikmenn hafa að segja,“ segir Tandri. „Skjern er með tvo starfsmenn sem sjá um eiginkonur leikmanna, hvað þær vantar, hvað þarf að græja fyrir börnin o.s.frv. Konurnar hittast á öllum heimaleikjum og félagið býður þeim út að borða. Svo er æfingatíminn mjög hentugur fyrir barnafjölskyldur. Við æfum alltaf klukkan korter í 10 og ef það eru tvær æfingar er sú seinni klukkan tvö. Við erum alltaf búnir fyrir hálf fjögur. En þegar það er mikið leikjaálag eins og núna erum við búnir á hádegi.“ Tandri kom til Skjern frá Ricoh 2016 og á eitt ár eftir af samningi við danska félagið. En gerir hann ráð fyrir því að vera áfram hjá Skjern? „Maður heldur öllum möguleikum opnum þangað til maður tekur ákvörðun. Þetta er oft harður heimur og maður veit ekki hvað getur gerst,“ segir Tandri sem spilar aðallega vörnina hjá Skjern. „Maður nýtir þær mínútur sem maður fær. Að sjálfsögðu væri ég til í að spila meira í sókninni. En hérna er ég með það hlutverk að spila vörn og geri það eftir bestu getu.“ Tandri hefur lítið leikið með íslenska landsliðinu undanfarin misseri og hvorki valinn í A- eða B-landsliðið fyrir verkefni þeirra í þessum mánuði.Treystir Guðmundi fyrir valinu „Ég hef ekkert verið í kringum liðið í um eitt og hálft ár. Mér finnst alltaf hálf lélegt þegar menn gera athugasemdir við valið. Þetta er bara val landsliðsþjálfarans. Ég treysti Gumma fullkomlega til að velja besta liðið hverju sinni. Hann hefur reynslu og þekkingu til þess. Það er ekkert annað sem ég get gert en að bæta mig og æfa meira,“ segir Tandri að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt. Fólk trúir þessu eiginlega ekki enn þá. Fólk missti sig eftir þetta. Það er erfitt að setja þetta í samhengi við eitthvað annað,“ segir Tandri Már Konráðsson, leikmaður danska liðsins Skjern sem er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir að hafa slegið ungverska stórliðið Veszprém úr leik. Skjern vann fyrri leikinn á sínum heimavelli um þarsíðustu helgi með sjö mörkum, 32-25, og stóð því vel að vígi fyrir seinni leikinn á laugardaginn. Ungverjarnir leiddu allan tímann en náðu aldrei að byggja upp nógu mikið forskot til að ógna Dönunum. „Við jöfnuðum í 24-24 um miðjan seinni hálfleik. Þá fóru þeir að taka sénsa, spila framliggjandi vörn og keyra fram í hraðaupphlaup,“ segir Tandri en Skjern minnkaði muninn í tvö mörk, 30-28, þegar fimm mínútur voru eftir. Þá var björninn unninn. Skjern spilaði frábærlega í fyrri leiknum og hefði getað unnið enn stærri sigur. En sjö marka munur var meira en nokkur þorði að vona.Vanmat hjá Veszprém „Það óraði engan fyrir þessu. Við ætluðum að vinna leikinn en að vinna með sjö mörkum og vera níu mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir var ótrúlegt. Ég held að þeir hafi vanmetið okkur rosalega. Þetta var lyginni líkast,“ segir Tandri. En hvaða veikleika fundu Danirnir á leik Veszprém? „Þeir eru stórir og þungir og sækja mikið inn á miðjuna. Við spiluðum góða vörn, fengum markvörslu og skoruðum mörg mörk úr hraðaupphlaupum. Það lagði grunninn að sigrinum,“ segir Tandri. Í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar mætir Skjern Nantes frá Frakklandi sem vann hvít-rússneska liðið Meshkov Brest í 16-liða úrslitunum. „Við eigum alveg jafn mikla möguleika í þá og í Veszprém. Menn eru að átta sig á því að við erum bara tveimur leikjum frá úrslitahelginni. Þetta er alveg gerlegt. Fyrir tímabilið var markmiðið að nota Meistaradeildina til að verða betri og njóta þess að spila þar. Svo þróaðist þetta svona. Nú er markmiðið að komast í úrslitahelgina,“ segir Tandri. „Nantes er kannski ekki alveg jafn stórkarlalegt og Veszprém og miklu meira lið. Þegar þú kaupir svona margar stjörnur inn í eitt lið spila menn stundum bara fyrir sjálfa sig.“ Í liði Nantes er m.a. örvhenta markamaskínan frá Makedóníu, Kiril Lazarov, sem Tandri fær væntanlega tækifæri til að kljást við í vörninni. „Þeir eru líka með Spánverjann [Eduardo] Gurbindo og með hrikalega sterkt lið á pappírnum. En núna spilum við fyrri leikinn á útivelli og þann seinni á heimavelli,“ segir Tandri sem er eini íslenski leikmaðurinn sem er eftir í Meistaradeildinni.Stefnan sett á titilinn Skjern gerir það ekki bara gott í Meistaradeildinni heldur varð liðið deildarmeistari heima fyrir á dögunum. Næst tekur við úrslitakeppni átta liða sem er skipt í tvo riðla. Skjern er með ríkjandi meisturum Aalborg, Team Tvis Holstebro og Århus í riðli en tvö efstu liðin komast í undanúrslit. Skjern byrjar með tvö stig í riðlinum vegna árangursins í deildakeppninni. Skjern komst alla leið í úrslit um danska meistaratitilinn í fyrra en laut í lægra haldi fyrir lærisveinum Arons Kristjánssonar í Aalborg. Tandri segir stefnuna setta á að fara alla leið í ár. „Fyrir tímabilið var markmiðið að verða danskir meistarar. Við ætluðum líka að gera betur í bikarkeppninni en það fór sem fór,“ segir Tandri en Skjern féll úr leik fyrir Holstebro í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Björgvin Páll Gústavsson hefur samið við Skjern og gengur til liðs við félagið frá Haukum í sumar. Í viðtölum í tengslum við félagaskiptin talaði landsliðsmarkvörðurinn mikið um að Skjern væri fjölskylduvænt félag og það hafi ráðið miklu um að hann ákvað að fara aftur í atvinnumennsku erlendis.Besti vinnustaður í Danmörku „Félagið er með það markmið að gera Skjern að besta vinnustað í Danmörku. Þeir vinna mikið í þessum málum og hlusta á hvað leikmenn hafa að segja,“ segir Tandri. „Skjern er með tvo starfsmenn sem sjá um eiginkonur leikmanna, hvað þær vantar, hvað þarf að græja fyrir börnin o.s.frv. Konurnar hittast á öllum heimaleikjum og félagið býður þeim út að borða. Svo er æfingatíminn mjög hentugur fyrir barnafjölskyldur. Við æfum alltaf klukkan korter í 10 og ef það eru tvær æfingar er sú seinni klukkan tvö. Við erum alltaf búnir fyrir hálf fjögur. En þegar það er mikið leikjaálag eins og núna erum við búnir á hádegi.“ Tandri kom til Skjern frá Ricoh 2016 og á eitt ár eftir af samningi við danska félagið. En gerir hann ráð fyrir því að vera áfram hjá Skjern? „Maður heldur öllum möguleikum opnum þangað til maður tekur ákvörðun. Þetta er oft harður heimur og maður veit ekki hvað getur gerst,“ segir Tandri sem spilar aðallega vörnina hjá Skjern. „Maður nýtir þær mínútur sem maður fær. Að sjálfsögðu væri ég til í að spila meira í sókninni. En hérna er ég með það hlutverk að spila vörn og geri það eftir bestu getu.“ Tandri hefur lítið leikið með íslenska landsliðinu undanfarin misseri og hvorki valinn í A- eða B-landsliðið fyrir verkefni þeirra í þessum mánuði.Treystir Guðmundi fyrir valinu „Ég hef ekkert verið í kringum liðið í um eitt og hálft ár. Mér finnst alltaf hálf lélegt þegar menn gera athugasemdir við valið. Þetta er bara val landsliðsþjálfarans. Ég treysti Gumma fullkomlega til að velja besta liðið hverju sinni. Hann hefur reynslu og þekkingu til þess. Það er ekkert annað sem ég get gert en að bæta mig og æfa meira,“ segir Tandri að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira