Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. apríl 2018 21:34 Sergei Lavrov er utanríkisráðherra Rússa. vísir/epa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. Hann segir að stjórnvöld í Bretlandi séu að nota málið til að beina sviðsljósinu frá eigin vandræðagangi í tengslum við Brexit. Þetta kom fram í máli utanríkisráðherrans á blaðamannafundi í dag. Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa farið versnandi síðustu vikur vegna Skripal-málsins og hafa deiluaðilar skipts á að skipta starfsmönnum sendiráða úr landi. Rússar hafa neitað öllum ásökunum í málinu og Lavrov segir Breta og Bandaríkjamenn beita lygum og blekkingum. „Eins og við sögðum þegar við vorum börn: "Sá sem byrjaði verður að vera fyrstur að hætta.“ Við viljum ekki leika okkur eins og börn gera en félagar okkar hafa einmitt stundað það,“ sagði Lavrov. Þá segir hann bresk stjórnvöld nota málið til að beina sviðsljósinu frá eigin vandræðagangi í tengslum við Brexit. „Það er hægt að skýra málið með öðrum hætti. Sérfræðingarnir tjá sig um þetta. Þeir segja að þetta geti einmitt komið sér vel fyrir sérsveitir Breta, en þær hafa einmitt verið þekktar fyrir að hafa leyfi til að drepa. Þetta gæti einnig komið sér vel fyrir bresku ríkisstjórnina, sem hefur auðvitað átt undir högg að sækja eftir að henni láðist að uppfylla óskir kjósenda um Brexit-skilyrðin.“ Um tuttugu ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina á Skripal-feðginin. Yfir hundrað erindrekum hefur því verið vísað frá vestrænum ríkjum en Rússar þvertaka enn fyrir að hafa staðið á bak við árásina. Rússar hafa svarað í sömu mynt og einnig rekið fjölda erlendra erindreka úr landi. Þá var ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Sankti Pétursborg lokað á dögunum. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei Skrípal liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi og er í lífshættu en dóttir hans, Júlía Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir 59 sendiráðsstarfsmönnum til viðbótar vísað frá Rússlandi Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. 30. mars 2018 19:30 Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. Hann segir að stjórnvöld í Bretlandi séu að nota málið til að beina sviðsljósinu frá eigin vandræðagangi í tengslum við Brexit. Þetta kom fram í máli utanríkisráðherrans á blaðamannafundi í dag. Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa farið versnandi síðustu vikur vegna Skripal-málsins og hafa deiluaðilar skipts á að skipta starfsmönnum sendiráða úr landi. Rússar hafa neitað öllum ásökunum í málinu og Lavrov segir Breta og Bandaríkjamenn beita lygum og blekkingum. „Eins og við sögðum þegar við vorum börn: "Sá sem byrjaði verður að vera fyrstur að hætta.“ Við viljum ekki leika okkur eins og börn gera en félagar okkar hafa einmitt stundað það,“ sagði Lavrov. Þá segir hann bresk stjórnvöld nota málið til að beina sviðsljósinu frá eigin vandræðagangi í tengslum við Brexit. „Það er hægt að skýra málið með öðrum hætti. Sérfræðingarnir tjá sig um þetta. Þeir segja að þetta geti einmitt komið sér vel fyrir sérsveitir Breta, en þær hafa einmitt verið þekktar fyrir að hafa leyfi til að drepa. Þetta gæti einnig komið sér vel fyrir bresku ríkisstjórnina, sem hefur auðvitað átt undir högg að sækja eftir að henni láðist að uppfylla óskir kjósenda um Brexit-skilyrðin.“ Um tuttugu ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina á Skripal-feðginin. Yfir hundrað erindrekum hefur því verið vísað frá vestrænum ríkjum en Rússar þvertaka enn fyrir að hafa staðið á bak við árásina. Rússar hafa svarað í sömu mynt og einnig rekið fjölda erlendra erindreka úr landi. Þá var ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Sankti Pétursborg lokað á dögunum. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei Skrípal liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi og er í lífshættu en dóttir hans, Júlía Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir 59 sendiráðsstarfsmönnum til viðbótar vísað frá Rússlandi Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. 30. mars 2018 19:30 Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
59 sendiráðsstarfsmönnum til viðbótar vísað frá Rússlandi Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. 30. mars 2018 19:30
Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28
Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22