Sjö leikjum er nýlokið í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins tveir Íslendingar voru í eldlínunni að þessu sinni.
Kristján Flóki Finnbogason skoraði eina mark Start í 1-4 tapi gegn Sandefjord. Kristján Flóki kom Start yfir snemma leiks en svo fór heldur betur að halla undan fæti hjá liðinu. Kristján lék allan leikinn og hefur nú skorað í tveimur fyrstu leikjum Start á tímabilinu.
Samúel Kári Friðjónsson kom inn á í hálfleik hjá Valerenga þegar liðið steinlá fyrir Sarpsborg 3-0. Staðan 2-0 þegar Samúel Kári kom inná.
Kristján Flóki skoraði í tapi
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn


Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
