Viltu vera vinur minn? Fyrri hluti Kolbrún Baldursdóttir skrifar 2. apríl 2018 09:00 Langflestum börnum og fullorðnum finnst mikilvægt að eiga vin eða vini. Þetta á jafnt við um börn sem eru feimin eða óframfærin og börn sem eru félagslynd. Einangrun og einmanaleiki er ekki alveg það sama. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Ef einstaklingur er einangraður merkir það að hann sé útilokaður frá félagslegum samskiptum hvort sem það er að eigin vali eða ekki. Í mörgum tilfellum fer þetta saman. Hinn einangraði er einmana vegna þess að hann er einangraður. Þessi börn sem hér um ræðir hafa sum hver átt vin og vini. Sá vinur hefur ýmist flutt burt eða yfirgefið vinskapinn, vinatengslin hafa rofnað og vinurinn fundið sér nýja vini. Í öðrum tilfellum er um að ræða börn sem hafa e.t.v. lengi átt erfitt uppdráttar félagslega og þekkja fátt annað en baráttuna við vinaleysið með tilheyrandi einmanaleika. Flest börn gera greinarmun á að eiga vin og kunningja/félaga. Kunningjar/félagar eru ekki það sama og „vinur.“ Krakkar þrá að eiga vin sem er „besti vinur“ manns. Einhvern sem þeim finnst þau geta treyst, sem þau geta sagt hvað sem er við, gert flest allt með og sem hægt er að skilgreina sem persónulegan einkavin. Þau sem segjast eiga kunningja eða félaga kvarta oft ekkert minna yfir að vera einmana og jafnvel einangraðir, sérstaklega utan skóla. Börn sem hvorki geta státað af því að eiga vini eða kunningja finnst oft erfitt að vera í skólanum. Þegar svo er komið langar barni oft ekki að fara í skólann. Það er einmitt í þessum aðstæðum sem mikilvægt er að eiga „vin“ til að vera með í frímínútum, á göngunum og í matsalnum. Í frímínútum eru dæmi um að unglingar bíði inn á salerni skólans eftir að bjallan hringir því þeir vita ekki hvað annað þeir geta gert af sér. Að loknum skóladegi bíður vinalausum börnum oft lítið félagslíf nema þau séu í einhverjum tómstundum. Margir hanga heima í tölvunni, horfa á þætti eða eru í tölvuleikjum. Við þessa iðju er hægt að vera mjög einmana og tilfinningin um einangrun verður jafnvel aldrei eins mikil. Það er ekki einungis einmanaleikinn sem er erfiður þeim sem eiga ekki vin. Hugsunin um að þau séu ekki nógu áhugaverð, flott, klár eða skemmtileg til að einhver vilji vera vinur þeirra leitar á þau. Þau spyrja sig af hverju þau eigi ekki vini eins og flestir. Sjálfsmyndinni er ógnað og sjálfsmatið er í uppnámi. Þau sannfæra sjálfan sig um að það hljóti að vera eitthvað að þeim. Algert vinaleysi er ekki síður erfitt ef félagslegur atburður á sér stað í skólanum t.d. að kvöldi. Vinalausir unglingar fara oft ekki á slíka viðburði og eykur það enn frekar á einangrun þeirra. Þeim þykir það vandræðalegt að standa einir kannski út í horni þar sem enginn gefur sig að þeim. Þeir treysta sér heldur ekki til að ganga upp að einhverjum og hefja spjall. Þau vita ekki hvað þau eiga að segja, hvernig er best að vera, og hvernig á að hefja samtal. Hættan á höfnun vofir síðan yfir. Á svona stundum myndi það jafnvel nægja að hafa einhvern sem hægt er að stilla sér upp við hliðina á og láta eins og maður sé einn af hópnum. Orsök þess að sumir eiga marga vini en aðrir jafnvel enga er flókin og byggist á ótal mörgum þáttum. Ástæðan er auðvitað ekki sú að það sé eitthvað „að“ þeim sem á ekki vini. Hér er um samspil fjölmargra þátta að ræða og stundum spilar ákveðin óheppni líka inn í myndina. Tíðir flutningar sem dæmi hafa mikil áhrif á myndun vinatengsla og börn sem hafa verið lögð í einelti einhvern tímann á ævinni leggja síður í að hafa frumkvæði að vinatengslum. Fleira skiptir einnig máli t.d. önnur neikvæð reynsla sem skaðað hefur sjálfsmyndina og listina að treysta. Biturleiki, ótti eða reiði sest jafnvel að í huga barns sem er einmana og einangrað. Neikvæðar hugsanir og tilfinningar eru líklegar til að auka enn frekar á einangrun. Í síðari hluta greinarinnar Viltu vera vinur minn verður rætt um hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem vinaleysi er.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Langflestum börnum og fullorðnum finnst mikilvægt að eiga vin eða vini. Þetta á jafnt við um börn sem eru feimin eða óframfærin og börn sem eru félagslynd. Einangrun og einmanaleiki er ekki alveg það sama. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Ef einstaklingur er einangraður merkir það að hann sé útilokaður frá félagslegum samskiptum hvort sem það er að eigin vali eða ekki. Í mörgum tilfellum fer þetta saman. Hinn einangraði er einmana vegna þess að hann er einangraður. Þessi börn sem hér um ræðir hafa sum hver átt vin og vini. Sá vinur hefur ýmist flutt burt eða yfirgefið vinskapinn, vinatengslin hafa rofnað og vinurinn fundið sér nýja vini. Í öðrum tilfellum er um að ræða börn sem hafa e.t.v. lengi átt erfitt uppdráttar félagslega og þekkja fátt annað en baráttuna við vinaleysið með tilheyrandi einmanaleika. Flest börn gera greinarmun á að eiga vin og kunningja/félaga. Kunningjar/félagar eru ekki það sama og „vinur.“ Krakkar þrá að eiga vin sem er „besti vinur“ manns. Einhvern sem þeim finnst þau geta treyst, sem þau geta sagt hvað sem er við, gert flest allt með og sem hægt er að skilgreina sem persónulegan einkavin. Þau sem segjast eiga kunningja eða félaga kvarta oft ekkert minna yfir að vera einmana og jafnvel einangraðir, sérstaklega utan skóla. Börn sem hvorki geta státað af því að eiga vini eða kunningja finnst oft erfitt að vera í skólanum. Þegar svo er komið langar barni oft ekki að fara í skólann. Það er einmitt í þessum aðstæðum sem mikilvægt er að eiga „vin“ til að vera með í frímínútum, á göngunum og í matsalnum. Í frímínútum eru dæmi um að unglingar bíði inn á salerni skólans eftir að bjallan hringir því þeir vita ekki hvað annað þeir geta gert af sér. Að loknum skóladegi bíður vinalausum börnum oft lítið félagslíf nema þau séu í einhverjum tómstundum. Margir hanga heima í tölvunni, horfa á þætti eða eru í tölvuleikjum. Við þessa iðju er hægt að vera mjög einmana og tilfinningin um einangrun verður jafnvel aldrei eins mikil. Það er ekki einungis einmanaleikinn sem er erfiður þeim sem eiga ekki vin. Hugsunin um að þau séu ekki nógu áhugaverð, flott, klár eða skemmtileg til að einhver vilji vera vinur þeirra leitar á þau. Þau spyrja sig af hverju þau eigi ekki vini eins og flestir. Sjálfsmyndinni er ógnað og sjálfsmatið er í uppnámi. Þau sannfæra sjálfan sig um að það hljóti að vera eitthvað að þeim. Algert vinaleysi er ekki síður erfitt ef félagslegur atburður á sér stað í skólanum t.d. að kvöldi. Vinalausir unglingar fara oft ekki á slíka viðburði og eykur það enn frekar á einangrun þeirra. Þeim þykir það vandræðalegt að standa einir kannski út í horni þar sem enginn gefur sig að þeim. Þeir treysta sér heldur ekki til að ganga upp að einhverjum og hefja spjall. Þau vita ekki hvað þau eiga að segja, hvernig er best að vera, og hvernig á að hefja samtal. Hættan á höfnun vofir síðan yfir. Á svona stundum myndi það jafnvel nægja að hafa einhvern sem hægt er að stilla sér upp við hliðina á og láta eins og maður sé einn af hópnum. Orsök þess að sumir eiga marga vini en aðrir jafnvel enga er flókin og byggist á ótal mörgum þáttum. Ástæðan er auðvitað ekki sú að það sé eitthvað „að“ þeim sem á ekki vini. Hér er um samspil fjölmargra þátta að ræða og stundum spilar ákveðin óheppni líka inn í myndina. Tíðir flutningar sem dæmi hafa mikil áhrif á myndun vinatengsla og börn sem hafa verið lögð í einelti einhvern tímann á ævinni leggja síður í að hafa frumkvæði að vinatengslum. Fleira skiptir einnig máli t.d. önnur neikvæð reynsla sem skaðað hefur sjálfsmyndina og listina að treysta. Biturleiki, ótti eða reiði sest jafnvel að í huga barns sem er einmana og einangrað. Neikvæðar hugsanir og tilfinningar eru líklegar til að auka enn frekar á einangrun. Í síðari hluta greinarinnar Viltu vera vinur minn verður rætt um hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem vinaleysi er.Höfundur er sálfræðingur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun