Risaár framundan hjá Stjórninni sem spilar á Bræðslunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2018 09:00 Margir óska þess að þeir væru jafn hamingjusamir og Sigga og Grétar í Stjórninni, eins og sagði í góðu lagi um Rangan mann. Stjórnin Stjórnin kemur fram á Bræðslunni í sumar en hátíðin fer fram í fjórtánda skipti síðustu helgina í júlí. Þetta kom fram á Bylgjunni um páskana þegar Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir, sem kalla mætti fyrirliða Stjórnarinnar, sátu fyrir svörum hjá Ívari Guðmundsssyni í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar. Sveitin spilaði á tveimur páskaböllum á Bryggjunni um helgina. Má segja að böllin hafi markað upphafið að dagskrá sveitarinnar á árinu en Stjórnin mun koma víða við á afmælisárinu. Grétar og Sigga greindu eins og áður segir frá fyrirhugaðri heimsókn sinni á Bræðsluna en fjölmörg önnur verkefni eru ýmist komin á dagskrá eða í deiglunni. „Við finnum fyrir þvíð, eftir að við tilkynntum þetta afmælisár, að það er mikill áhugi að fá okkur út um allt land,“ segir Sigga Beinteins. Sveitin kom nokkrum sinnum fram á síðasta ári, spilaði meðal annars á starfsmannagleði hjá 365, og óhætt er að segja að nóg sé af slögurum í vopnabúrinu. Þá er sveitin að velta fyrir sér útgáfu tveggja laga. Sigga liggur undir feld og veltir fyrir sér hvað gera skuli. Að sögn Grétars þurfa þau öll að vera sammála því að gefa lögin út. Sigga sé óviss.Að neðan má heyra nokkur af lögum Stjórnarinnar. Nóg um að vera í sumar Grétar segir að sveitin muni troða upp á tónleikum í Skagafirði í apríl, nánar tiltekið í Menningarhúsinu Miðgarði, og í framhaldinu verði talið í á Akureyri. Svo verði nóg um að vera í sumar. „Við látum fólk fylgjast vel með þessum uppákomum okkar í sumar, hvar þær verða hverju sinni,“ segir Grétar. Það sé allt í vinnslu en tímarnir séu breyttir, ekki sama sveitaballamenning og upp úr 1990 sem kalla mætti gullaldartíma Stjórnarinnar. Þá hafi verið hægt að hringja á undan sér í Ídali og Njálsbúð, beðið einhvern um að opna og svo bara hlaðið í ball. „Við höfum áhuga á að heimsækja landsbyggðina eins og við gerðum á sínum tíma,“ segir Grétar og ljóst að Stjórnin verður á ferð og flugi í sumar. Þó líklega ekki jafnmikið og fyrir tæpum þrjátíu árum þegar sveitin var að á böllunum allt árið um kring meðfram útgáfu kasetta, platna og síðar geisladiska sem seldust í þúsundum eintaka. Þau Grétar og Sigga hlakka sérstaklega til þess að fá alla Stjórnarliða saman enda afar margir sem eru hluti af Stjórnarhópnum, hvort sem er músíkantar sem spiluðu með, sömdu lög, texta eða útsettu. Allt leiði þetta að tvennum stórum afmælistónleikum sem Stjórnin ætli að halda í haust. Að neðan má heyra viðtal Ívars Guðmundssonar við þau Grétar og Siggu þar sem bestu lög sveitarinnar heyrast á milli þess sem gamlir og góðir tímar eru rifjaðir upp, þar á meðal tvær fræknar ferðir sveitarinnar í Eurovision 1990 og 1992. Þá rifja þau upp einu Þjóðhátíðina sem sveitin spilaði á og velta fyrir sér hvort ekki sé komið að því að endurtaka leikinn í Herjólfsdal. Tónlist Bylgjan Bræðslan Tengdar fréttir Stjórnin útilokar ekki Eurovision "Við vildum ná öllum mannskapnum saman í tilefni afmælisins,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona Stjórnarinnar. 16. september 2013 09:15 Stemningin sem aldrei verður toppuð Blað verður brotið í skemmtanasögu Akureyringa um áramót þegar Sjallinn skellir í lás. 15. nóvember 2014 15:00 Stjórnin elskar að spila á Akureyri Hljómsveitin Stjórnin ætlar að leika sín þekktustu lög á Akureyri um helgina. 2. ágúst 2014 10:30 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Sjá meira
Stjórnin kemur fram á Bræðslunni í sumar en hátíðin fer fram í fjórtánda skipti síðustu helgina í júlí. Þetta kom fram á Bylgjunni um páskana þegar Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir, sem kalla mætti fyrirliða Stjórnarinnar, sátu fyrir svörum hjá Ívari Guðmundsssyni í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar. Sveitin spilaði á tveimur páskaböllum á Bryggjunni um helgina. Má segja að böllin hafi markað upphafið að dagskrá sveitarinnar á árinu en Stjórnin mun koma víða við á afmælisárinu. Grétar og Sigga greindu eins og áður segir frá fyrirhugaðri heimsókn sinni á Bræðsluna en fjölmörg önnur verkefni eru ýmist komin á dagskrá eða í deiglunni. „Við finnum fyrir þvíð, eftir að við tilkynntum þetta afmælisár, að það er mikill áhugi að fá okkur út um allt land,“ segir Sigga Beinteins. Sveitin kom nokkrum sinnum fram á síðasta ári, spilaði meðal annars á starfsmannagleði hjá 365, og óhætt er að segja að nóg sé af slögurum í vopnabúrinu. Þá er sveitin að velta fyrir sér útgáfu tveggja laga. Sigga liggur undir feld og veltir fyrir sér hvað gera skuli. Að sögn Grétars þurfa þau öll að vera sammála því að gefa lögin út. Sigga sé óviss.Að neðan má heyra nokkur af lögum Stjórnarinnar. Nóg um að vera í sumar Grétar segir að sveitin muni troða upp á tónleikum í Skagafirði í apríl, nánar tiltekið í Menningarhúsinu Miðgarði, og í framhaldinu verði talið í á Akureyri. Svo verði nóg um að vera í sumar. „Við látum fólk fylgjast vel með þessum uppákomum okkar í sumar, hvar þær verða hverju sinni,“ segir Grétar. Það sé allt í vinnslu en tímarnir séu breyttir, ekki sama sveitaballamenning og upp úr 1990 sem kalla mætti gullaldartíma Stjórnarinnar. Þá hafi verið hægt að hringja á undan sér í Ídali og Njálsbúð, beðið einhvern um að opna og svo bara hlaðið í ball. „Við höfum áhuga á að heimsækja landsbyggðina eins og við gerðum á sínum tíma,“ segir Grétar og ljóst að Stjórnin verður á ferð og flugi í sumar. Þó líklega ekki jafnmikið og fyrir tæpum þrjátíu árum þegar sveitin var að á böllunum allt árið um kring meðfram útgáfu kasetta, platna og síðar geisladiska sem seldust í þúsundum eintaka. Þau Grétar og Sigga hlakka sérstaklega til þess að fá alla Stjórnarliða saman enda afar margir sem eru hluti af Stjórnarhópnum, hvort sem er músíkantar sem spiluðu með, sömdu lög, texta eða útsettu. Allt leiði þetta að tvennum stórum afmælistónleikum sem Stjórnin ætli að halda í haust. Að neðan má heyra viðtal Ívars Guðmundssonar við þau Grétar og Siggu þar sem bestu lög sveitarinnar heyrast á milli þess sem gamlir og góðir tímar eru rifjaðir upp, þar á meðal tvær fræknar ferðir sveitarinnar í Eurovision 1990 og 1992. Þá rifja þau upp einu Þjóðhátíðina sem sveitin spilaði á og velta fyrir sér hvort ekki sé komið að því að endurtaka leikinn í Herjólfsdal.
Tónlist Bylgjan Bræðslan Tengdar fréttir Stjórnin útilokar ekki Eurovision "Við vildum ná öllum mannskapnum saman í tilefni afmælisins,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona Stjórnarinnar. 16. september 2013 09:15 Stemningin sem aldrei verður toppuð Blað verður brotið í skemmtanasögu Akureyringa um áramót þegar Sjallinn skellir í lás. 15. nóvember 2014 15:00 Stjórnin elskar að spila á Akureyri Hljómsveitin Stjórnin ætlar að leika sín þekktustu lög á Akureyri um helgina. 2. ágúst 2014 10:30 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Sjá meira
Stjórnin útilokar ekki Eurovision "Við vildum ná öllum mannskapnum saman í tilefni afmælisins,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona Stjórnarinnar. 16. september 2013 09:15
Stemningin sem aldrei verður toppuð Blað verður brotið í skemmtanasögu Akureyringa um áramót þegar Sjallinn skellir í lás. 15. nóvember 2014 15:00
Stjórnin elskar að spila á Akureyri Hljómsveitin Stjórnin ætlar að leika sín þekktustu lög á Akureyri um helgina. 2. ágúst 2014 10:30