Forsetinn heimsótti HM-fara á leikskólann Grétar Þór Sigurðsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, spjallar hér við þær Rebekku, Urði, Emilíu Emblu og Ingu Jónu á Laufásborg í gær. Vísir/ANton Leikskólabörnin á Laufásborg fengu skemmtilega heimsókn í gær frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Guðna hafði borist bréf frá fjórum efnilegum stelpum sem eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák sem haldið verður í Albaníu í lok mánaðarins. Omar Salama, þjálfari stúlknanna, segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin að bréfinu hafi kviknað degi áður. Stelpurnar vildu bjóða honum í heimsókn og sendu honum bréf sem hófst á orðunum „Kæri vinur forseti Íslands“. Á meðan á heimsókninni stóð fylgdist Guðni með stelpunum sýna leikni sína og kænsku við taflborðið. Stelpurnar sendu forseta þetta krúttlega bréf. Fréttablaðið/Anton BrinkOmar segir mikla gleði hafa ríkt á leikskólanum vegna komu forsetans og að hún hafi verið kærkomin. „Þetta sýnir stelpunum hversu mikilvægt þetta er og þær finna alveg fyrir því hvað stuðningurinn er sterkur,“ segir Omar og bendir á hversu gott veganesti það er fyrir stelpurnar að hafa fengið hvatningu forsetans. Stelpurnar halda til Albaníu á morgun ásamt foreldrum sínum til að keppa á HM. „Ein er 6 ára en hinar 5 ára. Þær keppa í aldursflokknum 7 ára og yngri svo við erum örugglega með yngsta liðið,“ segir Omar stoltur. Mótið er með hefðbundnu sniði, tefldar eru kappskákir í níu umferðum. Hver skák getur tekið allt frá tuttugu mínútum upp í þrjá tíma svo ljóst er að mótið er mikil áskorun. Þær hafa æft stíft undanfarnar vikur, tvisvar til þrisvar á dag í um klukkutíma í senn. Fyrir um tveimur mánuðum fóru æfingarnar að taka meira mið af ferðinni á HM. Þá fóru stelpurnar að skoða leikbyrjanir og endatöfl. Omar bendir á að þrátt fyrir að æfingarnar líti út fyrir að vera stífar sé alls engin pressa lögð á stelpurnar. „Við gerum okkar besta og ætlum að hafa gaman af því.“ Á vef Laufásborgar segir að ferðin á HM sé undirbúin í mikilli samvinnu við foreldra og mikil spenna ríki fyrir henni. Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Leikskólabörnin á Laufásborg fengu skemmtilega heimsókn í gær frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Guðna hafði borist bréf frá fjórum efnilegum stelpum sem eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák sem haldið verður í Albaníu í lok mánaðarins. Omar Salama, þjálfari stúlknanna, segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin að bréfinu hafi kviknað degi áður. Stelpurnar vildu bjóða honum í heimsókn og sendu honum bréf sem hófst á orðunum „Kæri vinur forseti Íslands“. Á meðan á heimsókninni stóð fylgdist Guðni með stelpunum sýna leikni sína og kænsku við taflborðið. Stelpurnar sendu forseta þetta krúttlega bréf. Fréttablaðið/Anton BrinkOmar segir mikla gleði hafa ríkt á leikskólanum vegna komu forsetans og að hún hafi verið kærkomin. „Þetta sýnir stelpunum hversu mikilvægt þetta er og þær finna alveg fyrir því hvað stuðningurinn er sterkur,“ segir Omar og bendir á hversu gott veganesti það er fyrir stelpurnar að hafa fengið hvatningu forsetans. Stelpurnar halda til Albaníu á morgun ásamt foreldrum sínum til að keppa á HM. „Ein er 6 ára en hinar 5 ára. Þær keppa í aldursflokknum 7 ára og yngri svo við erum örugglega með yngsta liðið,“ segir Omar stoltur. Mótið er með hefðbundnu sniði, tefldar eru kappskákir í níu umferðum. Hver skák getur tekið allt frá tuttugu mínútum upp í þrjá tíma svo ljóst er að mótið er mikil áskorun. Þær hafa æft stíft undanfarnar vikur, tvisvar til þrisvar á dag í um klukkutíma í senn. Fyrir um tveimur mánuðum fóru æfingarnar að taka meira mið af ferðinni á HM. Þá fóru stelpurnar að skoða leikbyrjanir og endatöfl. Omar bendir á að þrátt fyrir að æfingarnar líti út fyrir að vera stífar sé alls engin pressa lögð á stelpurnar. „Við gerum okkar besta og ætlum að hafa gaman af því.“ Á vef Laufásborgar segir að ferðin á HM sé undirbúin í mikilli samvinnu við foreldra og mikil spenna ríki fyrir henni.
Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira