Réttið hlut ljósmæðra! Vésteinn Valgarðsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Ef hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sækir sér framhaldsmenntun og sérhæfir sig sem ljósmóðir, lækkar hún í launum. Hvaða barn sem er getur séð að þetta nær ekki nokkurri átt. Þegar ljósmæður reyndu að sækja sér kjarabætur með verkfalli 2015, var sett lögbann á verkfallið. Núna grípa þær örþrifaráðið: uppsagnir. Fyrir utan að launin séu órökrétt og óréttlát, þá þarf að staldra við hérna. Út í hvað erum við komin þegar ljósmæður segja unnvörpum upp störfum vegna bágra kjara? Halda ráðamenn að það verði erfitt fyrir þær að fá vinnu annars staðar? Halda ráðamenn að þeir geti fundið nýjar ljósmæður bara sisona? Það er pínlegt að hlusta á ráðamenn reyna að afsaka þrjósku sína. Fjármálaráðherra, sem sjálfur fékk veglega launahækkun nýlega og hreykir sér auk þess af góðri stöðu ríkissjóðs, sagði í ræðustóli Alþingis að launakröfur þeirra væru óásættanlegar. Það vil ég sjá áður en ég trúi því. Heilbrigðisráðherra útskýrði þetta með því að þær væru í BHM en ekki FÍH. Er í alvöru ætlast til þess að fólk taki mark á þessu? Það verður ekki varið með tækum rökum, að ljósmæður séu með lægri grunnlaun en hjúkrunarfræðingar og það verða varla sett lög sem banna uppsagnir. Þannig að uppsagnarfresturinn tifar og landsmenn eru í senn kvíðnir og fullir samúðar með málstað ljósmæðra. Ráðamenn, hættið að leika hörkutól. Það er óviðeigandi og ótrúverðugt. Semjið við ljósmæður og afstýrið þessu neyðarástandi.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður á Landspítala fyrir SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ef hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sækir sér framhaldsmenntun og sérhæfir sig sem ljósmóðir, lækkar hún í launum. Hvaða barn sem er getur séð að þetta nær ekki nokkurri átt. Þegar ljósmæður reyndu að sækja sér kjarabætur með verkfalli 2015, var sett lögbann á verkfallið. Núna grípa þær örþrifaráðið: uppsagnir. Fyrir utan að launin séu órökrétt og óréttlát, þá þarf að staldra við hérna. Út í hvað erum við komin þegar ljósmæður segja unnvörpum upp störfum vegna bágra kjara? Halda ráðamenn að það verði erfitt fyrir þær að fá vinnu annars staðar? Halda ráðamenn að þeir geti fundið nýjar ljósmæður bara sisona? Það er pínlegt að hlusta á ráðamenn reyna að afsaka þrjósku sína. Fjármálaráðherra, sem sjálfur fékk veglega launahækkun nýlega og hreykir sér auk þess af góðri stöðu ríkissjóðs, sagði í ræðustóli Alþingis að launakröfur þeirra væru óásættanlegar. Það vil ég sjá áður en ég trúi því. Heilbrigðisráðherra útskýrði þetta með því að þær væru í BHM en ekki FÍH. Er í alvöru ætlast til þess að fólk taki mark á þessu? Það verður ekki varið með tækum rökum, að ljósmæður séu með lægri grunnlaun en hjúkrunarfræðingar og það verða varla sett lög sem banna uppsagnir. Þannig að uppsagnarfresturinn tifar og landsmenn eru í senn kvíðnir og fullir samúðar með málstað ljósmæðra. Ráðamenn, hættið að leika hörkutól. Það er óviðeigandi og ótrúverðugt. Semjið við ljósmæður og afstýrið þessu neyðarástandi.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður á Landspítala fyrir SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar