Kobe bæði skrifar og leikstýrir auglýsingunum fyrir Body Armor sem fóru í loftið í gær. Þar er gert grín að gömlum siðum og spurt hvort fólk myndi gera það sama í dag?
Í enda auglýsingarinnar er síðan sagt: „Takk fyrir Gatorade en við tökum við núna.“ Þetta á að vera orkydrykkur nútímaíþróttamannsins á meðan Gatorade er fyrir gamla skólann.
FIRST LOOK: New ads from @DrinkBODYARMOR debuting tonight have their endorsers doing “old” things with the tagline “Thanks Gatorade, we’ll take it from here.” Kristaps Porzingis is sending a letter to his parents by carrier pigeon. pic.twitter.com/LmFtdrdb5Z
— Darren Rovell (@darrenrovell) April 18, 2018
Body Armor drykkurinn er á hraðri uppleið. Hann seldist fyrir 235 milljónir dollara í fyrra og er því spáð að drykkurinn seljist fyrir 400 milljónir dollara í ár.