Fyrirkomulagið að þessu sinni er einfalt: Fyrstur kemur, fyrstur fær. Það er því um að gera að smella hér og fara á miðasöluvef FIFA ef áhugi er fyrir hendi.
Frá því var greint í gær að í boði eru miðar á alla leiki HM í þessum glugga, þar af leiðandi á leik Íslands og Argentínu en uppselt átti að vera á þann leik.
Vonin er því enn til staðar fyrir Íslendinga að fá miða á leikinn gegn Messi og félögum í Moskvu en íslenska liðið mætir einnig Króatíu og Nígeríu í Rússlandi.
Hands up if you'd like #WorldCup tickets!
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) April 18, 2018
The Russia 2018 last-minute sales phase opens in 2 hours - at noon Moscow time (10am CET)
https://t.co/A4AGcG35nO pic.twitter.com/tULXzXXtQe