Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Gissur Sigurðsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 17. apríl 2018 19:45 Hvalveiðar Íslendinga eru umdeildar í meira lagi. VÍSIR/VILHELM Fyrirhugaðar veiðar Hvals hf. á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé kann að skapa alvarleg viðbrögð víða um heim að sögn fulltrúa Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi. Veiðarnar eiga að hefjast í júní og má veiða 161 samkvæmt rannsókn Hafrannsóknarstofnunar. Morgunblaðið greinir frá því að fyrirtækið hafi að undanförnu staðið fyrir þróun á járnríku fæðubótarefni úr beinum og spiki hvalanna og betri söluhorfur séu nú fyrir kjötið í Japan.Hvalveiðunum víða mótmælt „Það er auðvitað ljóst að þetta eru mikil vonbrigði og þetta verða mikil vonbrigði fyrir alla þá sem eru að vinna með dýravelferð og auðvitað miklu fleiri. Ég trúi því að þetta verði vonbrigði líka fyrir þá sem hafa verið að vinna hér að útflutningsmálum með íslenskan fisk og til dæmis landbúnaðarafurðir á Bandaríkjamarkað og víðar. Menn hafa verið að lenda í vandræðum á þessum mörkuðum af og til á undanförnum árum, vörum hefur til dæmis ekki verið stillt upp með þeim hætti sem að vera skyldi hjá Whole Foods út af þessum hvalveiðum og svo mætti áfram telja. Við höfum auðvitað haft líka alþjóðleg mótmæli, ríkisstjórnir, Evrópusambandið og Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa mótmælt þessu. Ég held að það sem hafi einna helst breyst á þessum tíma frá því að veiðarnar voru stundaðar síðast er að viðhorf Íslendinga til dýravelferðar hefur breyst. Ég trúi því að þessar sprengjuárásir á villt spendýr í hafi að þau samræmist ekki nútíma viðhorfum Íslendinga um dýravelferð,“ segir Sigursteinn Másson fulltrúi Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi.Hefur ekki haft áhrif á ferðaþjónustu Spurður út í hvort að hvalveiðarnar hafi haft áhrif á ferðaþjónustuna segir Sigursteinn: „Ég hafði aldrei mikla trú á því að þetta hefði mikil áhrif á ferðaþjónustuna þó svo að það væri kannski sérstaklega viðkvæmt gagnvart hvalaskoðuninni út af fyrir sig. Það er erfitt að segja hver þróunin hefði verið ef að veiðarnar hefðu ekki átt sér stað. Það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess að þetta hafi bein áhrif á ferðaþjónustuna,“ segir Sigursteinn. Dýr Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Hvalveiðar Íslendinga eru sagðar hafa hverfandi áhrif á stofninn á heimsvísu. 25. febrúar 2018 20:08 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Fyrirhugaðar veiðar Hvals hf. á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé kann að skapa alvarleg viðbrögð víða um heim að sögn fulltrúa Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi. Veiðarnar eiga að hefjast í júní og má veiða 161 samkvæmt rannsókn Hafrannsóknarstofnunar. Morgunblaðið greinir frá því að fyrirtækið hafi að undanförnu staðið fyrir þróun á járnríku fæðubótarefni úr beinum og spiki hvalanna og betri söluhorfur séu nú fyrir kjötið í Japan.Hvalveiðunum víða mótmælt „Það er auðvitað ljóst að þetta eru mikil vonbrigði og þetta verða mikil vonbrigði fyrir alla þá sem eru að vinna með dýravelferð og auðvitað miklu fleiri. Ég trúi því að þetta verði vonbrigði líka fyrir þá sem hafa verið að vinna hér að útflutningsmálum með íslenskan fisk og til dæmis landbúnaðarafurðir á Bandaríkjamarkað og víðar. Menn hafa verið að lenda í vandræðum á þessum mörkuðum af og til á undanförnum árum, vörum hefur til dæmis ekki verið stillt upp með þeim hætti sem að vera skyldi hjá Whole Foods út af þessum hvalveiðum og svo mætti áfram telja. Við höfum auðvitað haft líka alþjóðleg mótmæli, ríkisstjórnir, Evrópusambandið og Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa mótmælt þessu. Ég held að það sem hafi einna helst breyst á þessum tíma frá því að veiðarnar voru stundaðar síðast er að viðhorf Íslendinga til dýravelferðar hefur breyst. Ég trúi því að þessar sprengjuárásir á villt spendýr í hafi að þau samræmist ekki nútíma viðhorfum Íslendinga um dýravelferð,“ segir Sigursteinn Másson fulltrúi Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi.Hefur ekki haft áhrif á ferðaþjónustu Spurður út í hvort að hvalveiðarnar hafi haft áhrif á ferðaþjónustuna segir Sigursteinn: „Ég hafði aldrei mikla trú á því að þetta hefði mikil áhrif á ferðaþjónustuna þó svo að það væri kannski sérstaklega viðkvæmt gagnvart hvalaskoðuninni út af fyrir sig. Það er erfitt að segja hver þróunin hefði verið ef að veiðarnar hefðu ekki átt sér stað. Það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess að þetta hafi bein áhrif á ferðaþjónustuna,“ segir Sigursteinn.
Dýr Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Hvalveiðar Íslendinga eru sagðar hafa hverfandi áhrif á stofninn á heimsvísu. 25. febrúar 2018 20:08 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Hvalveiðar Íslendinga eru sagðar hafa hverfandi áhrif á stofninn á heimsvísu. 25. febrúar 2018 20:08
Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05