Zlatan segir himinháar líkur á því að hann verði á HM: FIFA getur ekki stoppað mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2018 09:30 Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic er á leiðinni á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar sem leikmaður sænska landsliðsins ef marka má yfirlýsingu hans á samfélagsmiðlum í gær. Ibrahimovic hefur stimplað sig inn hjá Los Angeles Galaxy í bandarísku deildinni með því að skora þrjú mörk í fyrstu þremur leikjunum þar af tvö sigurmörk. Hann er að komast í alvöru form, kannski jafnvel HM-form. Þessi 36 ára gamli kóngur sænska fótboltans lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Evrópumótið í Frakklandi 2016 en hefur verið að ýja að því að snúa aftur í sænska landsliðið á HM i sumar. Eftir sigurmarkið með Galaxy um helgina fór hann inn á Twitter og skrifaði: „Það eru himinháar líkur á því að ég spila á HM,“ skrifaði Zlatan.The chance of me playing in the World Cup is skyhöga #FifaWorldCup2018 — Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) April 15, 2018 MLS-deildin fer í níu daga frí á meðan HM stendur og nær það hlé frá 14. júní til 22. júní. Sænska landsliðið spilar á móti Þýskalandi 23. júní og á móti Mexíkó 27. júní. LA Galaxy á aftur á móti leik 30. júní.Vísir/GettyÞað er eitt hvort að sænski landsliðsþjálfarinn vilji velja Zlatan Ibrahimovic í landsliðið en hinsvegar annað mál hvort að hann megi hreinlega spila. Zlatan segur að sænska sambandið hringi í hann á hverjum degi og það sé því engin spurning um hvort að hann verði valinn gefi hann kost á sér. Vandamálið gæti hinsvegar verið hvort að nýr samningur hans við veðmálafyrirtækið Bethard. Reglur FIFA eru strangar þegar kemur að veðmálafyrirtækjum. Zlatan hefur ekki áhyggur af því. „FIFA getur ekki stoppað mig. Ef ég vil vera á HM þá verð ég á HM,“ sagði Zlatan Ibrahimovic í nýlegu viðtali við Eurosport.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic er á leiðinni á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar sem leikmaður sænska landsliðsins ef marka má yfirlýsingu hans á samfélagsmiðlum í gær. Ibrahimovic hefur stimplað sig inn hjá Los Angeles Galaxy í bandarísku deildinni með því að skora þrjú mörk í fyrstu þremur leikjunum þar af tvö sigurmörk. Hann er að komast í alvöru form, kannski jafnvel HM-form. Þessi 36 ára gamli kóngur sænska fótboltans lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Evrópumótið í Frakklandi 2016 en hefur verið að ýja að því að snúa aftur í sænska landsliðið á HM i sumar. Eftir sigurmarkið með Galaxy um helgina fór hann inn á Twitter og skrifaði: „Það eru himinháar líkur á því að ég spila á HM,“ skrifaði Zlatan.The chance of me playing in the World Cup is skyhöga #FifaWorldCup2018 — Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) April 15, 2018 MLS-deildin fer í níu daga frí á meðan HM stendur og nær það hlé frá 14. júní til 22. júní. Sænska landsliðið spilar á móti Þýskalandi 23. júní og á móti Mexíkó 27. júní. LA Galaxy á aftur á móti leik 30. júní.Vísir/GettyÞað er eitt hvort að sænski landsliðsþjálfarinn vilji velja Zlatan Ibrahimovic í landsliðið en hinsvegar annað mál hvort að hann megi hreinlega spila. Zlatan segur að sænska sambandið hringi í hann á hverjum degi og það sé því engin spurning um hvort að hann verði valinn gefi hann kost á sér. Vandamálið gæti hinsvegar verið hvort að nýr samningur hans við veðmálafyrirtækið Bethard. Reglur FIFA eru strangar þegar kemur að veðmálafyrirtækjum. Zlatan hefur ekki áhyggur af því. „FIFA getur ekki stoppað mig. Ef ég vil vera á HM þá verð ég á HM,“ sagði Zlatan Ibrahimovic í nýlegu viðtali við Eurosport.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira