Orðljóti liðþjálfinn látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2018 04:57 R. Lee Ermey var 77 ára gamall. Vísir/Getty Leikarinn R. Lee Ermey, sem þekktastur er fyrir túlkun sína á harðskeytta liðþjálfanum „Gunny“ Hartman í stríðsmyndinni Full Metal Jacket, er látinn. Hann var 74 ára gamall. Áður en Ermey fór út í leiklist hafði hann verið landgönguliði í bandaríska sjóhernum. Það átti eftir að gagnast honum því fyrir vikið nældi hann sér í mörg hlutverk sem hermaður á löngum leiklistarferli. Umboðamaður Ermey skrifaði á Twitter-síðu leikarans að hann hafi látist eftir baráttu við lungnabólgu. „Hans verður sárt saknað,“ stendur í færslunni. „Semper fi, Gunny. Góða ferð.“ Statement from R. Lee Ermey's long time manager, Bill Rogin: It is with deep sadness that I regret to inform you all that R. Lee Ermey ("The Gunny") passed away this morning from complications of pneumonia. He will be greatly missed by all of us. Semper Fi, Gunny. Godspeed. pic.twitter.com/vf4O78JKmb — R. Lee Ermey (@RLeeErmey) April 15, 2018Ermey fæddist í Kansas árið 1944 og starfaði í hernum á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Var hann meðal annars sendur til Japans og Víetnam þar sem hann gegndi stöðu liðþjálfa. Það var svo árið 1987 sem hann birtist í hlutverki Hartman í stórmynd Stanley Kubrick, Full Metal Jacket, en frammistaða hans skilaði honum Golden Globe-tilnefningu. Sagan segir að Kubrick hafi ráðið Ermey sem ráðgjafa við gerð myndarinnar en heillast svo af frammistöðu hans að leikstjórinn hafi hreinlega ákveðið að láta hann fá hlutverkið. Leikarinn átti síðar eftir að talsetja fjölda teiknimynda, til að mynda ljáði hann leikfangahermönnunum í Leikfangasögu rödd sína, ásamt því að birtast í tugum her- og stríðsmynda.Hér að neðan má sjá atriðið sem skráði nafn Ermey á spjöld kvikmyndasögunnar. Andlát Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Leikarinn R. Lee Ermey, sem þekktastur er fyrir túlkun sína á harðskeytta liðþjálfanum „Gunny“ Hartman í stríðsmyndinni Full Metal Jacket, er látinn. Hann var 74 ára gamall. Áður en Ermey fór út í leiklist hafði hann verið landgönguliði í bandaríska sjóhernum. Það átti eftir að gagnast honum því fyrir vikið nældi hann sér í mörg hlutverk sem hermaður á löngum leiklistarferli. Umboðamaður Ermey skrifaði á Twitter-síðu leikarans að hann hafi látist eftir baráttu við lungnabólgu. „Hans verður sárt saknað,“ stendur í færslunni. „Semper fi, Gunny. Góða ferð.“ Statement from R. Lee Ermey's long time manager, Bill Rogin: It is with deep sadness that I regret to inform you all that R. Lee Ermey ("The Gunny") passed away this morning from complications of pneumonia. He will be greatly missed by all of us. Semper Fi, Gunny. Godspeed. pic.twitter.com/vf4O78JKmb — R. Lee Ermey (@RLeeErmey) April 15, 2018Ermey fæddist í Kansas árið 1944 og starfaði í hernum á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Var hann meðal annars sendur til Japans og Víetnam þar sem hann gegndi stöðu liðþjálfa. Það var svo árið 1987 sem hann birtist í hlutverki Hartman í stórmynd Stanley Kubrick, Full Metal Jacket, en frammistaða hans skilaði honum Golden Globe-tilnefningu. Sagan segir að Kubrick hafi ráðið Ermey sem ráðgjafa við gerð myndarinnar en heillast svo af frammistöðu hans að leikstjórinn hafi hreinlega ákveðið að láta hann fá hlutverkið. Leikarinn átti síðar eftir að talsetja fjölda teiknimynda, til að mynda ljáði hann leikfangahermönnunum í Leikfangasögu rödd sína, ásamt því að birtast í tugum her- og stríðsmynda.Hér að neðan má sjá atriðið sem skráði nafn Ermey á spjöld kvikmyndasögunnar.
Andlát Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira