Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Sveinn Arnarsson skrifar 16. apríl 2018 07:00 Framkvæmdastjórinn segir skorta pólitískan vilja til að gera samning við Klíníkina. Þingmaður VG segir varhugavert að gera slíkan samning og hafa þannig liðskiptaaðgerðir á fleiri stöðum en færri. 385 eru á biðlista. Vísir/Getty Sjúkratryggingar Íslands gætu sparað háar upphæðir ef stofnunin myndi semja um liðskiptaaðgerðir við Klíníkina í Ármúla. Kostnaður við liðskiptaaðgerðir á Klíníkinni er um ein milljón króna en Sjúkratryggingar greiða aðeins fyrir slíkar aðgerðir í Svíþjóð, sem kostar þrisvar sinnum meira. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segir málið í grunninn ofureinfalt og snúast um að tryggja réttindi sjúklinga. „Þetta snýst um lélega pólitík. Kostnaðurinn hjá okkur er rétt rúm milljón. Ég hef farið með fimm sjúklinga til Svíþjóðar. Kostnaðurinn við þær ferðir er um þrjár milljónir króna fyrir hvern sjúkling. Ég hefði haldið að það væri ákjósanlegt að gera þessar aðgerðir á mun hagkvæmari hátt fyrir hið opinbera,“ segir Hjálmar. Í febrúar 2018 voru 709 á biðlista eftir gervilið í hné, 340 karlar og 369 konur. Á sama tíma voru 385 á biðlista eftir gervilið í mjöðm, 165 karlar og 220 konur. „Það skortir pólitískan vilja til að gera slíkan samning við okkur. Þetta eru réttindi sem sjúklingum eru tryggð af Alþingi. Samningur sem þessi er hagkvæmur fyrir hið opinbera og enginn stjórnmálamaður myndi fara svona með heimilisbókhaldið sitt,“ bætir Hjálmar við.Varhugavert að ganga til samninga Á þessu ári hefur úrskurðarnefnd fjallað um tæpan tug tilvika þar sem sjúklingum var synjað um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerða, sem framkvæmdar voru hjá Klíníkinni. Sjúkratryggingar greiða fyrir aðgerðina í Svíþjóð, auk ferðakostnaðar, uppihalds og dagpeninga, bæði fyrir sjúkling og fylgdarmann. Samanlagt er því kostnaður við aðgerðina í Svíþjóð mun hærri en hér á landi. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna í velferðarnefnd, segir það varhugavert að gera samning við einkafyrirtæki hér á landi um gerð liðskiptaaðgerða. Aðgerðirnar eru gerðar á Akranesi, Akureyri og í Reykjavík af hinu opinbera. „Það þarf að horfa á þetta í stærra samhengi. Biðlistar hafa styst eftir liðskiptaaðgerðum. Bæklunarskurðlæknar þurfa ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingu og færni og því eru rök fyrir því að hafa liðskiptaaðgerðir á færri stöðum en fleiri hér á landi,“ segir Ólafur Þór. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast 24. mars 2017 07:00 Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð Framkvædastjóri Klíníkurinnar segir að hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina. 24. mars 2017 14:34 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands gætu sparað háar upphæðir ef stofnunin myndi semja um liðskiptaaðgerðir við Klíníkina í Ármúla. Kostnaður við liðskiptaaðgerðir á Klíníkinni er um ein milljón króna en Sjúkratryggingar greiða aðeins fyrir slíkar aðgerðir í Svíþjóð, sem kostar þrisvar sinnum meira. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segir málið í grunninn ofureinfalt og snúast um að tryggja réttindi sjúklinga. „Þetta snýst um lélega pólitík. Kostnaðurinn hjá okkur er rétt rúm milljón. Ég hef farið með fimm sjúklinga til Svíþjóðar. Kostnaðurinn við þær ferðir er um þrjár milljónir króna fyrir hvern sjúkling. Ég hefði haldið að það væri ákjósanlegt að gera þessar aðgerðir á mun hagkvæmari hátt fyrir hið opinbera,“ segir Hjálmar. Í febrúar 2018 voru 709 á biðlista eftir gervilið í hné, 340 karlar og 369 konur. Á sama tíma voru 385 á biðlista eftir gervilið í mjöðm, 165 karlar og 220 konur. „Það skortir pólitískan vilja til að gera slíkan samning við okkur. Þetta eru réttindi sem sjúklingum eru tryggð af Alþingi. Samningur sem þessi er hagkvæmur fyrir hið opinbera og enginn stjórnmálamaður myndi fara svona með heimilisbókhaldið sitt,“ bætir Hjálmar við.Varhugavert að ganga til samninga Á þessu ári hefur úrskurðarnefnd fjallað um tæpan tug tilvika þar sem sjúklingum var synjað um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerða, sem framkvæmdar voru hjá Klíníkinni. Sjúkratryggingar greiða fyrir aðgerðina í Svíþjóð, auk ferðakostnaðar, uppihalds og dagpeninga, bæði fyrir sjúkling og fylgdarmann. Samanlagt er því kostnaður við aðgerðina í Svíþjóð mun hærri en hér á landi. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna í velferðarnefnd, segir það varhugavert að gera samning við einkafyrirtæki hér á landi um gerð liðskiptaaðgerða. Aðgerðirnar eru gerðar á Akranesi, Akureyri og í Reykjavík af hinu opinbera. „Það þarf að horfa á þetta í stærra samhengi. Biðlistar hafa styst eftir liðskiptaaðgerðum. Bæklunarskurðlæknar þurfa ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingu og færni og því eru rök fyrir því að hafa liðskiptaaðgerðir á færri stöðum en fleiri hér á landi,“ segir Ólafur Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast 24. mars 2017 07:00 Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð Framkvædastjóri Klíníkurinnar segir að hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina. 24. mars 2017 14:34 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast 24. mars 2017 07:00
Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð Framkvædastjóri Klíníkurinnar segir að hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina. 24. mars 2017 14:34
Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30