Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 14:27 Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd í kvöld vegna árásanna í Sýrlandi. Vísir Utanríkisráðherra og embættismenn frá ráðuneyti hans munu koma á sérstakan fund í utanríkismálanefnd Alþingis vegna loftárása Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi í kvöld. Ólíkar áherslu virðast á meðal stjórnarflokkanna um afstöðu stjórnvalda til árásanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði í gær skiljanlegt að ríkin þrjú hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarlega efnavopnaárásar sem Sýrlandsstjórn er sökuð um að hafa framið gegn eigin borgurum í bænum Douma um síðustu helgi. Hann harmaði þó að engin diplómatísk lausn hefði fundist áður. NATO gaf út yfirlýsingu í gær um að aðildarríkin lýstu yfir stuðningi við aðgerðirnar. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, sagði á RÚV í dag að íslensk stjórnvöld hefðu samþykkt yfirlýsingu NATO. Það virðist stangast nokkuð á orð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í viðtali í gær þar sem hún sagði að ríkisstjórnin hefði ekki lýst yfir „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Nokkrir þingmenn hafa lýst efasemdum sínum um árásirnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í þættinum Sprengisandi í hádeginu að hún væri mótfallin árásunum. Loftárásir hefðu engan vanda leyst í Sýrlandi fram að þessu. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, efuðust einnig um réttmæti árásanna í þættinum. Logi sagðist telja árásirnar ótímabærar og Silja Dögg sagði að réttari leið hafi verið að leggja þær fyrir þing landanna. Fundurinn í utanríkismálanefnd verður haldinn kl. 20, að því er kemur fram á vef Alþingis. Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
Utanríkisráðherra og embættismenn frá ráðuneyti hans munu koma á sérstakan fund í utanríkismálanefnd Alþingis vegna loftárása Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi í kvöld. Ólíkar áherslu virðast á meðal stjórnarflokkanna um afstöðu stjórnvalda til árásanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði í gær skiljanlegt að ríkin þrjú hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarlega efnavopnaárásar sem Sýrlandsstjórn er sökuð um að hafa framið gegn eigin borgurum í bænum Douma um síðustu helgi. Hann harmaði þó að engin diplómatísk lausn hefði fundist áður. NATO gaf út yfirlýsingu í gær um að aðildarríkin lýstu yfir stuðningi við aðgerðirnar. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, sagði á RÚV í dag að íslensk stjórnvöld hefðu samþykkt yfirlýsingu NATO. Það virðist stangast nokkuð á orð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í viðtali í gær þar sem hún sagði að ríkisstjórnin hefði ekki lýst yfir „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Nokkrir þingmenn hafa lýst efasemdum sínum um árásirnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í þættinum Sprengisandi í hádeginu að hún væri mótfallin árásunum. Loftárásir hefðu engan vanda leyst í Sýrlandi fram að þessu. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, efuðust einnig um réttmæti árásanna í þættinum. Logi sagðist telja árásirnar ótímabærar og Silja Dögg sagði að réttari leið hafi verið að leggja þær fyrir þing landanna. Fundurinn í utanríkismálanefnd verður haldinn kl. 20, að því er kemur fram á vef Alþingis.
Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54
Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02
Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25