Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 14:02 Borgar Þór segir íslensk stjórnvöld hafa samþykkt yfirlýsingu sem NATO sendi frá sér um árásirnar í gær. Vísir/ÞÞ Íslensk stjórnvöld ljáðu stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands samþykki sitt. Þetta segir aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Forsætisráðherra sagði RÚV í gær að Ísland hefði ekki lýst „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, var gestur í Silfrinu á RÚV í hádeginu. Hann segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt yfirlýsingu sem NATO sendi frá sér í gær. Í henni var fullum stuðningi aðildarríkjanna lýst við loftárásirnar sem beindust gegn getu Sýrlandsstjórnar til að beita efnavopnum. „Okkar afstaða í þessu máli ræðst fyrst og fremst af því að við teljum þessar aðgerðir skiljanlegar við mótmælum þeim ekki og við fylgjum þeirri samstöðu sem að er meðal allra vestrænna ríkja í málinu,“ sagði Borgar Þór. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í viðtali við RÚV í gær að ríkisstjórnin hefði ekki lýst „sérstökum stuðningi“ við aðgerðirnar þó að hún hefði skilning á þeim. Hún hefur lagt áherslu á að íslensk stjórnvöld telji einu lausnina á Sýrlandsstríðinu diplómatíska. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði athugasemd við ósamræmi í yfirlýsingu NATO annars vegar og ráðherrans hins vegar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann telja það „afsagnarsök“ ef íslenskir ráðamenn hefðu stutt árásirnar en ekki sagt satt frá því. Utanríkisráðherra og embættismenn utanríkisráðuneytisins munu koma á fund utanríkismálanefndar sem hefur verið boðaður í kvöld vegna loftárásanna í Sýrlandi. Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ljáðu stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands samþykki sitt. Þetta segir aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Forsætisráðherra sagði RÚV í gær að Ísland hefði ekki lýst „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, var gestur í Silfrinu á RÚV í hádeginu. Hann segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt yfirlýsingu sem NATO sendi frá sér í gær. Í henni var fullum stuðningi aðildarríkjanna lýst við loftárásirnar sem beindust gegn getu Sýrlandsstjórnar til að beita efnavopnum. „Okkar afstaða í þessu máli ræðst fyrst og fremst af því að við teljum þessar aðgerðir skiljanlegar við mótmælum þeim ekki og við fylgjum þeirri samstöðu sem að er meðal allra vestrænna ríkja í málinu,“ sagði Borgar Þór. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í viðtali við RÚV í gær að ríkisstjórnin hefði ekki lýst „sérstökum stuðningi“ við aðgerðirnar þó að hún hefði skilning á þeim. Hún hefur lagt áherslu á að íslensk stjórnvöld telji einu lausnina á Sýrlandsstríðinu diplómatíska. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði athugasemd við ósamræmi í yfirlýsingu NATO annars vegar og ráðherrans hins vegar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann telja það „afsagnarsök“ ef íslenskir ráðamenn hefðu stutt árásirnar en ekki sagt satt frá því. Utanríkisráðherra og embættismenn utanríkisráðuneytisins munu koma á fund utanríkismálanefndar sem hefur verið boðaður í kvöld vegna loftárásanna í Sýrlandi.
Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54
Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22
Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25