Börnin bíða Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. apríl 2018 08:00 Fimm sálfræðingar eiga að sinna sautján leik- og grunnskólum í Breiðholti. Svona er ástandið í þessum málum víða í Reykjavík. Það skal því engan furða að biðin eftir sálfræðiþjónustu skóla sé löng enda hefur þessi málaflokkur verið sveltur árum saman. Börn með vitsmunafrávik þurfa að bíða árum saman eftir greiningu. Snemmtæk íhlutun skiptir máli. Því fyrr sem vandinn er greindur því fyrr er hægt að koma barninu til hjálpar með viðeigandi úrræðum og einstaklingsnámsskrá eftir atvikum. Flokkur fólksins vill útrýma biðlistum þegar börn eru annars vegar og styrkja Þjónustumiðstöðvar svo hægt verði að auka sálfræðiaðstoð við börn í leik- og grunnskólum. Einn sálfræðingur getur í mesta lagi sinnt tveimur skólum ef vel á að vera. Börn og foreldrar þurfa að hafa greiðan aðgang að skólasálfræðingi og sérhver leik- og grunnskóli ætti að hafa aðgang að talmeinafræðingi. Efnaminni foreldrar hafa ekki ráð á að fara með barn sitt til sálfræðings út í bæ. Dæmi eru um að efnaminni foreldrar taki lán til að geta greitt fyrir sálfræðiþjónustu, viðtöl, ráðgjöf og/eða greiningu á einkareknum stofum þar sem bið eftir þjónustu hjá sálfræðideildum Þjónustumiðstöðva telur stundum í mánuðum. Flokkur fólksins vill efla geðrækt í skólum og styrkja skólana til að aðstoða börn sem eru einmana, einangruð og vinalaus með markvissum aðgerðum s.s. sjálfsstyrkingarnámskeiðum. Börn eiga ekki að þurfa að bíða þarfnist þau sérfræðiaðstoðar af einhverjum toga. Flokkur fólksins hefur hagsmuni barnsins í fyrirrúmi í einu og öllu og í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið löggiltur hér. Í þriðju grein hans er kveðið á um að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda sem varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir og þjónusta sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna og yfirumsjón.Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fimm sálfræðingar eiga að sinna sautján leik- og grunnskólum í Breiðholti. Svona er ástandið í þessum málum víða í Reykjavík. Það skal því engan furða að biðin eftir sálfræðiþjónustu skóla sé löng enda hefur þessi málaflokkur verið sveltur árum saman. Börn með vitsmunafrávik þurfa að bíða árum saman eftir greiningu. Snemmtæk íhlutun skiptir máli. Því fyrr sem vandinn er greindur því fyrr er hægt að koma barninu til hjálpar með viðeigandi úrræðum og einstaklingsnámsskrá eftir atvikum. Flokkur fólksins vill útrýma biðlistum þegar börn eru annars vegar og styrkja Þjónustumiðstöðvar svo hægt verði að auka sálfræðiaðstoð við börn í leik- og grunnskólum. Einn sálfræðingur getur í mesta lagi sinnt tveimur skólum ef vel á að vera. Börn og foreldrar þurfa að hafa greiðan aðgang að skólasálfræðingi og sérhver leik- og grunnskóli ætti að hafa aðgang að talmeinafræðingi. Efnaminni foreldrar hafa ekki ráð á að fara með barn sitt til sálfræðings út í bæ. Dæmi eru um að efnaminni foreldrar taki lán til að geta greitt fyrir sálfræðiþjónustu, viðtöl, ráðgjöf og/eða greiningu á einkareknum stofum þar sem bið eftir þjónustu hjá sálfræðideildum Þjónustumiðstöðva telur stundum í mánuðum. Flokkur fólksins vill efla geðrækt í skólum og styrkja skólana til að aðstoða börn sem eru einmana, einangruð og vinalaus með markvissum aðgerðum s.s. sjálfsstyrkingarnámskeiðum. Börn eiga ekki að þurfa að bíða þarfnist þau sérfræðiaðstoðar af einhverjum toga. Flokkur fólksins hefur hagsmuni barnsins í fyrirrúmi í einu og öllu og í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið löggiltur hér. Í þriðju grein hans er kveðið á um að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda sem varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir og þjónusta sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna og yfirumsjón.Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar